Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 82

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 82
mönnum, stórbændum og kaup- mönnum í einokunarbransanum. Á 18. og sérstaklega 19. öld verða þér- ingar þó smámsaman almennari og má e.t.v. ætla að það hafi orðið jafnhliða vexti innlendrar borgarastéttar. Þegar þéttbýlismyndun hefst hér á landi með aukinni útgerð á fyrstu áratugum þessarar aldar rennur upp einskonar blómaskeið þéringa sem stendur allt framundir 1970: það verður nefnilega kurteisisvenja að þéra ókunnuga — og er þá endanlega hægt að tala um al- mennar, eða jafnvel allsherjar — þér- ingar í landinu. Sumsstaðar voru þær þó öllu almennari en gekk og gerðist; Jónasi Jónssyni (1856—1918) segist svo frá uppúr síðustu aldamótum: Það hélzt sumsstaðar lengi við, að láta bera mikið á mismuninum milli for- eldra og barna, t.d. lét höfðingjafólk hér á landi og enda sumir prestar börn- in þéra sig fram undir vora daga. Og fram undir þetta hafa foreldrar í Múla- sýslum látið börnin þéra sig sumsstað- ar. En hvcr er staða þéringa á því herrans ári 1985, lesari góður? Því er raunar fljótsvarað: hún er ekki beysin einsog vér vitum öll. Þar má t.a.m. heita öruggt til aðhláturs að þéra fólk á förnum vegi og viðhafa „véranir" hvunndags. Enda er svo komið að þessi ávörp ciga hvergi lengur heima nema í opinberum ræðum á tyllidög- um. Mér er m.a.s. sagt að embættis- menn eigi það til að þéra „viðskipta- aðila" sína þeim til minnkunar eða m.ö.o. til að gefa þeim í skyn hvurs- lags óttalegir kálfar þeir séu nú. Má telja að þarmeð hafi gömlu þéringarn- ar alfarið snúist upp í andstæðu sína. Ekki þarf þó að fara langt afturí tímann til að finna almennar þéringar því fyrir aðeins 15—20 árum voru þær ennþá föst málhefð; þetta sést t.d. glöggt af viðtölum í dagþlöðum frá 7. áratugnum. Að þéra mann á þessum vettvangi í dag yrði hreinlega talið hallærislegt. Og er þá vegur þéringa orðinn heldur lítill. Sjálfum finnst mér enginn sjón- arsviptir að þéringum enda af þú- kynslóðinni sem aldrei hefuröðru van- ist en misnotkun þeirra einsog kom fram þegar í upphafsorðum þcssa spjalls. Samt þykir mér vænt um að geta gripið til þéringa sem stílbragðs í ræðu eða riti, detti það í mig; aldrei þó á þann hátt sem mér var tamastur hér á árum áður og var viðhafður mönnum til hreinnar háðungar. Ég er líka löngu, löngu hættur að vera hrekkju- svín — vituð ér enn — eða hvað? Kjarlan Árnason hefur stundad nám í málvísindum v/V) háskólana í Osló og Reykjavík. KJÖRBÓK IANDSBANKANS VIÐ GEFUM ÞÉR GÓÐ RÁÐ Ef þú ert í vafa um hvers konar sparnaðarform hentar þér best skalt þú snúa þér til okkar. Starfsfólk Landsbankans er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér og kynna þér fjölbreytta innlánskosti okkar. Méö Kjörbókinni leggurþú mktviðjjárhagþinn LANDSBANKINN V'L/ Græddur cr tjcymdur eyrir 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.