Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 16

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 16
Honda umboðið, Vatna- görðum, teiknaö 1980. Eins og í mörgum öðrum byggingum sínum, lætur arki- tektinn þetta hús spegla markmið sitt, í formi jafnt sem efniviði. Hinar hvelfdu línur bílsins birtast í framhlið- inni og bíla „minni" er einnig að finna í hliðargluggum og hinum kúptu „luktum" fram- an á húsinu, og svo auðvitað í stálklæðningunni utan á. Línur málmlistanna, sem not- aðar eru til að skeyta saman stálplöturnar, brjóta upp hina stóru fleti og létta yfirbragð byggingarinnar. verkefnið er. Gísli Sigurðsson, ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins og áhugamaður um húsagerð um margra ára skeið, segir Man- freð hafa „áunnið sér sérstöðu meðal ís- lenskra arkitekta.“ Um hann segir Hörður Ágústsson, listmálari og eini arkitektúr- gagnrýnandi okkar til þessa: „Þegar Ásgrím- ur Jónsson vildi hæla einhverjum listamanni, þá sagði hann einfaldlega: Hann er málari. Því læt ég mér nægja að segja um Manfreð: Hann er arkitekt.“ Nanfreð hefur teiknað einbýlis- hús, raðhús, sumarbústaði, kirkju, líkhús, bensínstöðvar, skíðaskála, gróðurhús, skóla, bílaumboð og svo auðvitað bókhlöðu. Þar fyrir utan hefur Manfreð unnið að bæjar- skipulagi og hannað innréttingar í fyrirtæki og opinberar byggingar, þar á meðal í Al- þingishúsið. Otúrdúrar á þeim ferli eru svo húsgögn, m.a. gerð í samvinnu við þann fjöl- hæfa myndbrjót, Diter Rot. Manfreð minn- ist þeirrar samvinnu ævinlega með mikilli ánægju og telur sig hafa lært ýmislegt af henni, svo sem að nota fjöldaframleidda hluti og efnivið á nýstárlegan hátt. Inn á teiknistofu Manfreðs er gengið um anddyri sem helgað er Rot og er alþakið plakötum frá sýningum hans. Nokkur húsa Manfreðs eru án efa tíma- mótaverk í íslenskum arkitektúr, t.d. Nesti í Fossvogi (nú mikið breytt), Veganesti á Akureyri (sem Hörður Ágústsson telur sæta tíðindum í vestrænum arkitetkúr, nú breytt), Mávanes 3, Barðavogur I3, Skálholtsskóli og Honda-umboðið, Vatnagörðum 24. Þrjár fyrstnefndu byggingarnar hafa oftar en einu sinni verið til umræðu í erlendum tímaritum um arkitektúr. Við skoðun á húsum Manfreðs rekur maður fyrst augun í það, hve náið þau tengjast umhverfi sínu, og síðan hve oft þau endur- spegla það sem fram fer innan veggja þeirra. Nesti í Fossvogi var hin fullkomna þjónustu- miðstöð ökumannsins, vakti ekki á sér at- hygli, en var til reiðu ef á þurfti að halda. Byggingarefnin voru upprunalega valin úr bílasmíði: gler, járn og gúmmí, og húsin voru sett saman eins og yfirbyggingar og flutt á staðinn. Ymislegt er sameiginlegt með gamla Nesti og hinni nýlegu Honda-byggingu. Honda-byggingin kallar ekki á vegfarand- ann, heldur kúrir upp við Kleppsveginn. Hins vegar er henni ætlað að halda merki bílaumboðsins á lofti, og það gerir hún með sínu létta, rennilega yfirbragði, björtum lit- um og svo auðvitað bílrúðunum á göflunum, sem eru tvöfaldar og festar með gúmmílist- um. Eins og vera ber, er klæðningin utan á húsinu úr stáli. f Skálholti grípa byggingar Manfreðs hrynjandi kirkjunnar og endurkasta henni allt um kring og svo aftur að guðshúsinu, þungamiðju landslagsins og trúarinnar í hér- aðinu. Kirkjugarðshúsið í Hafnarfirði, sam- vinnuverk þeirra Manfreðs og Þorvalds, er hins vegar lágreist bygging og stillileg, en opnar þó faðminn móti syrgjendum. Skólinn að Stóru-Tjörnum, annað sam- vinnuverk, tekur lit af móabörðunum og fjallshlíðunum í kring, en liggur þó þvert á línurnar í landslaginu. Og lágmynd Sigur- jóns Ólafssonar, eðlilegur hluti byggingar- innar, kallar langt að hver tilgangur þessarar byggingar sé: að mennta fólk. Skíðaskálinn í Bláfjöllum speglar lögun fjalla í kring og efniviður hans, timbrið, og sólpallarnir sunn- an megin, segja allt sem segja þarf um hlut- verk hússins. Hin jarðlituðu einbýlishús Manfreðs, t.d. Mávanes 4, Blikanes 2I, Geitastekkur 4, Laugárásvegur 40, svo og raðhús að Hellulandi 20, eru módernísk hí- býli eins og þau gerast einföldust og best. í þeim er byggingarlag augljóst, ekkert er fal- ið, og rúmið stendur opið, hagkvæmt og auð- 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.