Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 16
Honda umboðið, Vatna-
görðum, teiknaö 1980.
Eins og í mörgum öðrum
byggingum sínum, lætur arki-
tektinn þetta hús spegla
markmið sitt, í formi jafnt
sem efniviði. Hinar hvelfdu
línur bílsins birtast í framhlið-
inni og bíla „minni" er einnig
að finna í hliðargluggum og
hinum kúptu „luktum" fram-
an á húsinu, og svo auðvitað
í stálklæðningunni utan á.
Línur málmlistanna, sem not-
aðar eru til að skeyta saman
stálplöturnar, brjóta upp hina
stóru fleti og létta yfirbragð
byggingarinnar.
verkefnið er. Gísli Sigurðsson, ritstjóri Les-
bókar Morgunblaðsins og áhugamaður um
húsagerð um margra ára skeið, segir Man-
freð hafa „áunnið sér sérstöðu meðal ís-
lenskra arkitekta.“ Um hann segir Hörður
Ágústsson, listmálari og eini arkitektúr-
gagnrýnandi okkar til þessa: „Þegar Ásgrím-
ur Jónsson vildi hæla einhverjum listamanni,
þá sagði hann einfaldlega: Hann er málari.
Því læt ég mér nægja að segja um Manfreð:
Hann er arkitekt.“
Nanfreð hefur teiknað einbýlis-
hús, raðhús, sumarbústaði,
kirkju, líkhús, bensínstöðvar,
skíðaskála, gróðurhús, skóla,
bílaumboð og svo auðvitað bókhlöðu. Þar
fyrir utan hefur Manfreð unnið að bæjar-
skipulagi og hannað innréttingar í fyrirtæki
og opinberar byggingar, þar á meðal í Al-
þingishúsið. Otúrdúrar á þeim ferli eru svo
húsgögn, m.a. gerð í samvinnu við þann fjöl-
hæfa myndbrjót, Diter Rot. Manfreð minn-
ist þeirrar samvinnu ævinlega með mikilli
ánægju og telur sig hafa lært ýmislegt af
henni, svo sem að nota fjöldaframleidda
hluti og efnivið á nýstárlegan hátt. Inn á
teiknistofu Manfreðs er gengið um anddyri
sem helgað er Rot og er alþakið plakötum
frá sýningum hans.
Nokkur húsa Manfreðs eru án efa tíma-
mótaverk í íslenskum arkitektúr, t.d. Nesti í
Fossvogi (nú mikið breytt), Veganesti á
Akureyri (sem Hörður Ágústsson telur sæta
tíðindum í vestrænum arkitetkúr, nú breytt),
Mávanes 3, Barðavogur I3, Skálholtsskóli og
Honda-umboðið, Vatnagörðum 24. Þrjár
fyrstnefndu byggingarnar hafa oftar en einu
sinni verið til umræðu í erlendum tímaritum
um arkitektúr.
Við skoðun á húsum Manfreðs
rekur maður fyrst augun í það,
hve náið þau tengjast umhverfi
sínu, og síðan hve oft þau endur-
spegla það sem fram fer innan veggja þeirra.
Nesti í Fossvogi var hin fullkomna þjónustu-
miðstöð ökumannsins, vakti ekki á sér at-
hygli, en var til reiðu ef á þurfti að halda.
Byggingarefnin voru upprunalega valin úr
bílasmíði: gler, járn og gúmmí, og húsin
voru sett saman eins og yfirbyggingar og
flutt á staðinn.
Ymislegt er sameiginlegt með gamla
Nesti og hinni nýlegu Honda-byggingu.
Honda-byggingin kallar ekki á vegfarand-
ann, heldur kúrir upp við Kleppsveginn.
Hins vegar er henni ætlað að halda merki
bílaumboðsins á lofti, og það gerir hún með
sínu létta, rennilega yfirbragði, björtum lit-
um og svo auðvitað bílrúðunum á göflunum,
sem eru tvöfaldar og festar með gúmmílist-
um. Eins og vera ber, er klæðningin utan á
húsinu úr stáli.
f Skálholti grípa byggingar Manfreðs
hrynjandi kirkjunnar og endurkasta henni
allt um kring og svo aftur að guðshúsinu,
þungamiðju landslagsins og trúarinnar í hér-
aðinu. Kirkjugarðshúsið í Hafnarfirði, sam-
vinnuverk þeirra Manfreðs og Þorvalds, er
hins vegar lágreist bygging og stillileg, en
opnar þó faðminn móti syrgjendum.
Skólinn að Stóru-Tjörnum, annað sam-
vinnuverk, tekur lit af móabörðunum og
fjallshlíðunum í kring, en liggur þó þvert á
línurnar í landslaginu. Og lágmynd Sigur-
jóns Ólafssonar, eðlilegur hluti byggingar-
innar, kallar langt að hver tilgangur þessarar
byggingar sé: að mennta fólk. Skíðaskálinn í
Bláfjöllum speglar lögun fjalla í kring og
efniviður hans, timbrið, og sólpallarnir sunn-
an megin, segja allt sem segja þarf um hlut-
verk hússins. Hin jarðlituðu einbýlishús
Manfreðs, t.d. Mávanes 4, Blikanes 2I,
Geitastekkur 4, Laugárásvegur 40, svo og
raðhús að Hellulandi 20, eru módernísk hí-
býli eins og þau gerast einföldust og best. í
þeim er byggingarlag augljóst, ekkert er fal-
ið, og rúmið stendur opið, hagkvæmt og auð-
14