Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 83
MANNAMUNUR
Viltu
dansa?
Eftir Kristínu Bjarnadóttur
Enn er því haldið fram að kven-
menn séu öðruvísi — og að
karlmenn séu allt öðruvísi
öðruvísi. Það er sagt að kven-
menn hafi betri stjórn á vinstra hveli
heilans, meðan karlmaðurinn hafi
betri stjórn á því hægra. Þetta er
eitthvað líffræðilegt, rétt eins og það
að kynin eru gagnstæð. Sálfræðingur-
inn Camilla P. Benbow hefur t.d.
haldið því fram að líffræðin orsaki það
að karlmenn sýnast ekki eins háðir
samhengi og kvenmenn. Þeir séu þess
vegna sértækari og færari um að leysa
viðfangsefni sem lúta að sjón og rúmi.
Körlum láti vel að fá hluti til að lúta
að stjórn sinni, en kvenmenn séu háð-
ari, málgefnari og hafi mciri áhuga á
fólki.
Þetta má vel vera rétt og satt, en
ég er engu nær. Eg er í rauninni engu
nær en þegar ég fór á mitt fyrsta
mannamót. Alvöru mannamót. Fyrir
tuttugu og fimm árum. Fyrri hluti
mótsins var félagsvist. I félaginu voru
allir innansveitarmenn. Allir sem
vettlingi gátu valdið og spilum. Fólk
spilaði hvert innan um annað eftir
settum reglum, án tillits til líffræðinn-
ar. Pabbar og mömmur, afar og ömm-
ur og börn á skólaaldri. Svo byrjaði
dansinn. Við undirleik dragorgansins.
Elsta fólkið og yngsta fólkið fór heim
en obbinn varð eftir og háði dans.
Polka og ræla, skottísa og marsúka,
hringdansa og keðjur, marsa með
skiptum inná við og útá við og nafna-
köllum. Ég þóttist kunna þetta allt
eftir ómælda heimavinnu á ganggólf-
inu heima. IVfér fannst ég meira að
segja dansa það vel að enginn þyrfti að
skammast sín fyrir að dansa við mig.
Ég var ellefu ára. Og ég var ný á þessu
gólfi. Ég varð fyrir áfalli. Ég varð
fyrir því þegar ég sá að allir kven-
mennirnir biðu eftir því að karlmenn-
irnir streymdu yfir gólfið, brunuðu að
þeim og bæðu þær um dans. Sátu sem
fastast þar til þær voru beðnar. Ég
reyndi að gera eins. Það kostaði mig
annað áfall. Ég beið eftir því. Það var
sá karlmaður sem fór sér hægast og
var síðastur yfir gólfið, sem bauð mér
upp af því ég var meðal þeirra fáu
kvenmanna sem voru afgangs. Ég hlýt
að hafa verið nógu þroskuð, líffræði-
lega, til að gera mér grein fyrir að í
þessu var fólgin viss niðurlæging. Ég
ákvað að láta þetta ekki henda mig
aftur. Ákvað sjálf að bjóða upp í næsta
dans. Ákvað að taka á mig rögg þrátt
fyrir feimnina og herða mig upp hvað
sem það kostaði. Það kostaði þriðja
áfallið. Bóndinn sem ég réðist að og
bauð upp í dans, tók mér að vísu
karlmannlega, þ.e.a.s. hann lét sér
hvergi bregða, greip mig traustataki
og sveiflaði mér og hélt mér fastri
samtímis. Ég stóðst þrautina og gat
því vel staðið við framtak mitt. Ég
stóðst hinsvegar ekki augnagotur
kvenmannanna. Þegar ég fann að ég
roðnaði, þá tók ég fyrst eftir hvað allar
konurnar virtust hvítar og rólegar í
framan. En þó kátar. Þær brostu allar
yfir axlir karlmannanna. Nema þegar
þær litu á mig. Djöfullinn í heitasta
heitasta. IVIér leið eins og afbrota-
manni, sem hafði komið upp um sig
vegna vankunnáttu.
Stór hluti af baráttu kvenna, við
sjálfar sig og samfélagið, er baráttan
við söguna, við leikreglur sem tilheyra
fortíðinni. Við höfum allt það frelsi
sem við tökum okkur, á því er enginn
vafi. En almennt og sameiginlegt eig-
um við aðeins valfrelsið. Við ráðum
hverjum við bjóðum upp. Og nú á ég
við atvinnuveitendur. Við ráðum ekki
lengur hvort við bjóðum upp eða ekki,
því okkur er alls ekki til setunnar boð-
ið. Við erum búnar að sjá fyrir því.
Kvenmennirnir eru farnir að gera
kröfur til sín, langt út yfir eigin-
konu- húsmóður- og móðurhlutverkið og
búnir að komast að því að dansinn er
enginn þrautakóngur, svo lengi sem
þeir dansa saman. Kvenmennirnir.
Hin er þrautin þyngri, að þurfa sífellt
að bjóða körlum upp. Það kom mér
nefnilega á óvart, síðast þegar ég lenti
í atvinnuleit, að dag eftir dag varð ég
fyrir hryggbroti af völdum karla, sem
bersýnilega þorðu ekki að treysta um
of á það hversu vel ég hafði þjálfað
mig heima fyrir. Ég hrökklaðist út af
skrifstofum, misjafnlega bjartsýn á að
fá bót meina minna á næstu skrifstofu,
þar til það rann upp fyrir mér að ég
hafði verið haldin þeirri villutrú að
konur væru orðnar jafnráða á atvinnu-
markaðinum eftir frelsisdans síðustu
ára. En hver sáir sem hann uppsker,
svei mér þá.
að sem mér finnst kannski erf-
iðast að horfast í augu við, er
að á meðan kvennabarátta er
stéttabarátta, virðist valdabar-
átta milli kynjanna vera óhjákvæmi-
leg.
Kristín Bjarnadóttir er leikkona og Ijóðskáld.
81