Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 93
setur upp ekta kökukeflissvip og
munnur hennar strekkist eins og
þvottasnúra yfir andlitið, áður en hún
hefur raust sína á loft og segir, hvorki
á hebresku né einhverri óskiljanlegri
Hvítasunnutungu, heldur sínu eigin
móðurmáli:
Þú ert bara alveg snarvitlaus, það
var fyrir guðs náð og miskunn að þú
hittir ekki nýfætt barnið mitt í höfuð-
ið. Hvað á svona lagað eiginlega að
þýða?
Já hvað á það að þýða étur Jón
eftir henni. Er ekki nóg fyrir þig að
selja legsteina, þarftu líka að drepa
fólk?
Þegi þú ... Þe-þe-þetta er allt
ho-honum að kenna stamar Lárus, áð-
ur en hann finnur jafnvægi í orðunum
og byrjar hægt og rólega að útskýra
alla málavöxtu fyrir Öddu.
En annað hvort eru það útskýr-
ingarnar, sem gera málavextina fárán-
lega, eða málavextirnir útskýringarn-
ar, því varla hefur Lárus nefnt Jóa
sódó til sögunnar þegar Adda grípur
frammí.
Og grýttirðu strákinn fyrir það?
Nei nú detta mér allar dauðar lýs.'
Já ég ...
Það er ekkert já ég hérna. Að þú
fullorðinn maðurinn skulir láta svona
strákapíp hafa áhrif á þig, það er bara
af því að þú tekur það til þín,
Já alveg rétt, áfram Adda hrópar
Jón.
Þegi þú litli djöfull með hjartað
fullt af púkum. Þú ert engu skárri, þið
eruð allir eins.
Jón hlær, en Lárus rétt nær að
gleypa goluna, með orð uppí munnin-
um, þegar Adda snýr sér aftur að hon-
um.
Ég vona bara að þú sért borgun-
armaður fyrir rúðunni Lárus. Hann
Júlli minn er nýbúinn að skipta um
gler og þú veist hvað það kostar.
Já þetta verður gert upp flýtir
Lárus sér að segja, guðs lifandi feginn
að málið skuli allt í einu byrjað að
snúast um peninga.
Og það sem fyrst.
Já sem fyrst endurtekur Lárus,
lítur á gullúrið, brosir þvinguðu Dale
Carnegie brosi og segir með augun-
um, nú verð ég að fara.
Herðablöðin sitja í dapurlegum
stellingum og öllum má vera Ijóst að
það er dauflegur maður sem keyrir
hikstandi í bíl gegnum blágrátt
reykský út götuna.
Eftir á götunni stendur Adda og
hristir hausinn með hendur á mjöðm-
um, lítur síðan upp til Jóns og segir:
Slorkjaftur og dóni.
A eftir þessum orðum skellist
kjallarahurðin í húsinu svo fast að
Ijósastaurinn hristist og Jón hlær svo
undir tekur í öllu rafkerfi borgarinnar.
I?
■ J inhvers staðar í fjarska hef-
■ 1 ur flokkur gargandi máva
I J sig uppí loftið og þennan
dag í hæglátri svalri golunni
situr Jón aleinn eftir í götunni.
Hann hagræðir klámblaðinu í
rassvasanum, áður en hann grípur ann-
arri hendinni í þverslá Ijósastaursins,
þannig að lappir hans dingla í lausu
lofti, þar til hann krækir þeim í hnút
utan um staurinn.
Svo byrjar hann að renna.
Svart skýið, sem áður teygði sig
eins og sveppur uppí loftið og sat þar
um stund eins og hárlokkur krullaðrar
tröllskessu, það hefur dreift úr sér á
meðan önnur gráleit hafa hópast fyrir
sólina.
Daufir sólargeislarnir falla ekki
lengur eins og gylltir krónupeningar
til jarðar og litlu lambhvítu skýin eru
hætt að velta sér um himininn. Sömu-
leiðis eru allar skýgulu rákirnar horfn-
ar.
Já allt er horfið, allt nema gráleit-
ur reykurinn úr strompi síldarbræðsl-
unnar og þoturnar tvær sem skullu
saman og urðu að eldkúlu í loftinu.
Þær loga á fjallstindi fyrir utan
borgina og þar á klettasyllu sitja ótal
hrafnar. Hrafnarnir skilja ekkert í allri
þcssari birtu, í öllum þessum hita, sem
brætt hefur vængi þeirra. Þeir geta
ekki flogið, þeir bara krunka í kór.
Allt stækkar fyrir framan Jón,
þar sem hann stendur á jörðinni. Hann
horfir á gráleit skýin þéttast í loftinu,
þar til þau í svífandi vofuklæðum
koma labbandi eftir götunni.
Hvernig var það?
Gleypti þokan Jón, eða hvarf
hann með henni inn til sín, tók þar
upp símann við símaborðið þar sem
ein löppin er brotin, og hringdi í alla
glerskera borgarinnar? Að minnsta
kosti skömmu síðar, þegar byrjað var
að rigna, birtist hópur holdvotra
manna með rúður á bakinu. Þeir stóðu
eins og heill trúarsöfnuður fyrir utan
kjallaradyrnar hjá Öddu, sem gapti
þegar hún kom til dyra næstum því
jafn hissa og þegar hún sér guð á sam-
komum Hvítasunnumanna.
Á nákvæmlega sama tíma, eftir
að þokan hefur hrifið Jón burt úr göt-
unni og á meðan glerskerarnir stóðu
fyrir framan kjallaradyrnar, þá situr
Lárus legsteinasali í bíl sínum og
hringsólar með honum um alla borg,
sofandi undir stýri. Hann rumskar af
og til, en sefur og dreymir að hann sé
bráðkvaddur, þegar bíllinn, líkt og
hann rati sjálfur um borgina, hemlar
allt í einu fyrir framan Oddfellowhöll-
ina.
Þar inni hafði Lárus átt að halda
ræðuna sem hann æfði á leiðinni út í
bílinn, þegar Jón ávarpaði hann ofan
af Ijósastaurnum. En fundurinn er
fyrir löngu búinn þegar Lárus gengur
í salinn, borðin auð og bara einn
drykkfelldur barþjónn til staðar.
Nei þessum degi átti Lárus leg-
stcinasali aldrei eftir að gleyma og
seinna, þegar hann í samræmi við sýn-
ir spákonunnar var orðinn þingmaður,
þá lagði hann ekki bara til, að allir
Ijósastaurar í borginni yrðu lækkaðir,
heldur á hann það stundum til að æsa
sig upp í ræðupúlti þinghússins, og
það er segin saga, að alltaf bandar
hann þá með annarri hendinni, líkt og
kasti hann grjóti.
Nýjasía bók Einars Más Guðmundssonar er
skáldsagan Vœngjasláííur í þakrennum, Al-
menna bókafélagið, 1983.
91