Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 43
Angist Krists
og upprisa
Altaristafla úr Hóladómkirkju frá um 1500, nú I
Þjóðminjasafni íslands (þjms. 4634). Hún lýsir
píslarvætti Krists í sjö lágmyndum. Þær eru frá vinstri
til hægri: Jóhannes skírari, angist Krists I Grasgarðinum
fyrir ofan og svik Júdasar fyrir neðan, húðstrýking Krists,
heilög þrenning fyrir ofan og sorg Krists fyrir neðan I
miðjunni, greftrun Krists, upprisa Krists og heilög Katrln.
Hlutar tréumgjarðar hafa verið endurgerðir.
Stærð: hæð 92 cm og lengd 198,5 cm.
Til vinstri: Heilög þrenning. Upprisa Krists.
bastursverkanna voru flutt til lands-
ins.
í íslenskum kirkjumáldögum er
nefndur mikill fjöldi helgimynda og
altarisbríka úr alabastri. Meirihluti
þessara verka er glataður, en þó eru
enn varðveittar ótrúlega margar altar-
istöflur ef borið er saman við önnur
lönd í Evrópu. í Englandi sjálfu hefur
engin heil altaristafla varðveist, aðeins
gífurlegur fjöldi lágmynda. í Evrópu
hafa varðveist um 40 altarisbríkur og
þar af eru sex enn á íslandi. Flest
alabastursverkin hér á landi eru varð-
veitt í Þjóðminjasafni íslands, en ein
altaristafía er í Möðruvallakirkju í
Eyjafirði, önnur í Þingeyrakirkju og
ein lágmynd í Flateyjarkirkju á
Breiðafirði. Þá er ein altarisbrík frá
íslandi nú í Þjóðminjasafni Dana í
Kaupmannahöfn, en hún var uppruna-
lega í Klausturkirkjunni á Munka-
þverá. I Þjóðminjasafni fslands eru
fjórar altaristöflur, sem áður voru í
Hóladómkirkju, Hítardalskirkju,
Reynistaðakirkju og Kirkjubæ í Hró-
41