Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 79
LJÓSMYNDUN
Segulfilman
flytir fyrir
Eftir Baldvin Einarsson
Tuttuguogein komma átta
blikkar á ljósatöflunni. Kepp-
andi númer fimmtíu og átta er
fyrstur í mark. Hundruð
ljósmyndara þyrpast í kringum
ólympíusigurvegarann og keppa um
að verða fyrstir að ná mynd af honum.
Framkalla í snatri og símsenda myndir
sínar til blaða og tímarita, þar sem
beðið er í ofvæni eftir „Myndinni".
Meðan allir hinir ljósmyndararnir
eru að bardúsa í kolamyrkri gengur
ljósmyndari japanska dagblaðsins
Yumuri beint að næsta síma og hring-
ir rafsegulmynd sína inn á ritstjórnina.
Ekki er liðin nema ein mínúta frá því
að myndin var tekin þar til hún liggur
tilbúin hjá blaðamanni, sem þegar er í
óðaönn að skrifa myndatexta. Hann
var örugglega fyrstur í Los Angeles í
sumar, ljósmyndarinn frá Yumuri.
Sú ljósmyndatækni sem við
þekkjum best, á rætur sínar að rekja
til bresks landeiganda, Fox Talbot að
nafni. Árið 1839 fann hann upp aðferð
til að festa það sem fyrir auga bar á
blað/filmu. Reyndar hafði hann ekki
ýkja mikinn áhuga á þessari uppfinn-
ingu í byrjun og fór að sinna öðrum
áhugamálum. Það var ekki fyrr en sex
árum síðar, þegar aðrir höfðu fundið
upp svipaða aðferð, að hann gerðist
ljósmyndari og gerði þá tilkall til upp-
finningarinnar sem aðrir ljósmyndarar
hafa notast við síðan.
Árið 1981 kom Sony svo öllum á
óvart þegar fyrirtækið kynnti Mavica,
myndavél á stærð við venjulega 35
mm SLR (Reflex) en í stað venjulegr-
ar filmu er notaður diskur, húðaður
segulprúðri. Diskurinn er 47 mm að
Canon D413 Stillivídeóvélin. Hana má
tengja viö tæki sem fundiö getur hvern
tekinn myndramma (A), en þaö má svo
aftur tengja beint viö sjónvarpstæki eöa
skerm, símsendingar- og móttökutæki
(B,C), leysigeisla „ skanner “ til litgreiningar
(D), og prentara, bæði fyrir plötur og
pappír (E,F).
ummáli og 3,6 mm þykkur; þyngd
hans er aðeins 8 gr. Ljósnæmi disksins
samsvarar ASA/ISO 100 á venjulegri
filmu. Mesti hraði myndavélarinnar er
1 / 500 og getur hún tekið tvær myndir
á sekúndu. Myndin verður til með
rafsegulboðum, með svokölluðum
CCD (Charge-coupled device) magn-
ara. Hann framleiðir rafboð í hlutfalli
við það ljós sem á hann fellur og er
tækið mjög nákvæmt, en eina helst
mætti líkja því við lítinn plötuspilara.
Rafseguldisknum er snúið 3.600 snún-
inga á mínútu af mótor á stærð við
þumalfingurgóm, og CCD magnarinn
býr svo til rásir sem hann síðan les af
til að fá mynd. Magnarinn þarf að
vera á hárréttum stað yfir disknum, og
má ekki skeika meira en 0,005 mm.
Sporin eru 0,06 mm breið og bilið á
milli þeirra er 0,04 mm. Eftir að þær
25 myndir sem rúmast á disknum hafa
verið teknar, er hann tekinn úr vélinni
og þarf þá einungis að setja hann í lítið
tæki sem breytir myndinni í sjón-
varpsmynd á skjá, en einnig er hægt
að láta tækið prenta myndirnar.
Rostirnir við þessa tækni eru
þeir helstir að engrar fram-
köllunar er þörf og hægt er að
skoða myndirnar strax eftir
að þær hafa verið teknar. Einnig er
mjög auðvelt að flytja rafsegulmyndir
milli staða. ókostirnir eru hinsvegar
þeir að mjög mikið vantar enn uppá
gæðin, miðað við venjulegar filmur.
Myndin hjá Sony var svo óskýr að
fyrirtækið hefur enn ekki sett vélina á
markað, þrátt fyrir að loforð hafi verið
gefin árið 1982 um að Mavica myndi
koma á markaðinn í lok 1983.
En þótt Sony hafi unnið fyrstu
lotuna, eru fleiri um hituna. í lok maí
1984 sameinuðust 32 fyrirtæki um að
nota seguldisk samsvarandi Sony-
disknum sem staðal. Undir þennan al-
þjóðlega staðal skrifuðu öll stærstu
fyrirtækin á sviði ljósmyndunar og
77