Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Qupperneq 46

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Qupperneq 46
þessum listiðnaði. Eftir að myndirnar höfðu verið skornar út voru þær mál- aðar í sterkum og glaðlegum litum og mikil gylling var notuð. Myndunum var raðað saman hlið við hlið, sjö til níu myndum, í málaða tréumgjörð og var miðmyndin jafnan hæst þeirra. Loftverk úr alabastri, í gotneskum stíl, var yfir hverri mynd. Bríkurnar voru yfirleitt með vængjum, þannig að þeim mátti loka og sáust þá ekki myndirnar. Þetta var mjög hentugt við flutninga en einnig nauðsynlegt í dymbilvikunni, þegar hylja skyldi all- ar skreytingar í kirkjum. Er leið á 15. öldina var tréverkið yfir myndunum æ íburðarmeira og senurnar stöðugt flóknari og órólegri, en jafnframt varð skurður myndanna grófari. En það kom ekki að sök á meðan liturinn sat enn á þeim. Einnig stækkuðu altaris- töflurnar og var myndunum þá raðað í tvær raðir. Lágmyndunum var raðað saman eftir ákveðnum myndefnum. Píslar- sagan, gleðiviðburðir í lífi Maríu og píslarsögur dýrlinga voru einna vin- sælust. Venjan var að sýna boðun Maríu, tilbeiðslu konunganna, upp- stigningu Krists, upphafningu Maríu og miðtöflu af heilagri þrenningu ef um gleðiviðburði í lífi Maríu var að ræða, en svik Júdasar, húðstrýkingu Krists, greftrun og upprisu Krists og krossfestinguna í miðið ef meginefnið átti að vera píslarvætti Krists. Lág- myndir af dýrlingi eða postula voru annaðhvort til hvors enda, eða þær voru settar inn á milli lágmyndanna, ein stök eða tvær minni hvor fyrir ofan aðra. Einnig voru einstaka lágmyndir settar í málaða skápaumgjörð ætlaðar til heimanotkunar eða sem skrín í kirkjur eins og skrínið frá Selárdal, nú í Þjóðminjasafninu, ber vitni um, en það sýnir heilaga þrenningu. Alabasturstöflurnar sóttu mynd- efni í hefðbundið táknmál þess tíma, eins og það birtist í lýsingum handrita, veggmyndum og steindum gluggum. Verkin voru unnin eftir ákveðnum for- skriftum og oft eru smábreytingar, sem sjá má, einungis tilkomnar vegna mistaka eða misskilnings. Höfundar áttu oft erfitt með að túlka flóknar hreyfingar persónanna og útkoman gat því orðið stirð og tilgerðarleg. Al- menn stíleinkenni persónanna eru mjög beinaberir útlimir, breiðar auga- brúnir og bólgin augnlok. Myndirnar voru ætíð hugsaðar sem tvívíður flöt- ur, jafnvel þótt persónurnar gætu ver- ið útskornar nær sjálfstætt frá bak- grunni sínum. Þannig er samspil ljóss og skugga ekki nýtt. Myndunum var fyrst og fremst ætlað að segja sögu og var því minna lagt í bakgrunninn, sem yfirleitt var málaður, í stað þess að smáatriði væru skorin út. F fi11 hefur reynst að ákvarða aldur alabastursverka, eink- um einstakra lágmynda. Um aldur einnar altaristöflu, frá Santiago de Compostela á Spáni, er nákvæmlega vitað, en hún mun^ vera frá því skömmu fyrir 1456. íslenskir kirkju- máldagar eru mikilvægar heimildir við aldursgreiningu verka er hér hafa varðveist. I máldaga kirkjunnar í Hít- ardal frá 1463 er getið um altaristöflu úr alabastri og er mjög líklegt að um sé að ræða sömu töflu og þá sem varð- veist hefur. Þá er einnig getið um altaristöflu í máldaga Möðruvalla- kirkju frá 1471 og má af því einnig ætla að taflan frá Möðruvöllum sé frá því fyrir 1471. Frekari rannsóknir á heimildum um alabastur á fslandi munu geta komið að miklu gagni við Þetta var ódýr fjöldaframleidd nytjalist... aldursákvörðun ýmissa lágmynda í heildarskráningu verkanna sem unnið er að í Englandi af Francis W. Cheetham, aðalsérfræðingnum í ala- bastri í dag. „Alabastermen“ eins og höfundar myndanna eru kallaðir í enskum heim- ildum voru mjög íhaldssamir. Breyt- ingar sem urðu á tímabilinu 1375—1550 í vopnum og klæðaburði er ekki hægt að sjá í myndunum. Táknmál þeirra var óbreytt yfir löng tímabil og oft frá eldri tímum. Einnig eru fá dæmi um byggingar í myndun- um í perpendicular stílnum sem þá var í tísku. Samanburður við skreyt- ingar legsteina með alabastri í enskum kirkjum frá þessum tíma hafa komið að góðu gagni við aldursákvörðun enda nákvæmlega tímasettar. Einnig gefa kantar lágmyndanna vísbendingu um aldur, því þeir verða grófari eftir því sem líður á 15. öldina. Alabastursmyndum var skipað niður í einstök tímabil af prófessor E.S. Prior þegar árið 1913. Sú tíma- röðun stendur í meginatriðum enn, þótt hún hafi verið einfölduð af Fran- cis W. Cheetham. Skipa má myndun- um í þrjú tímabil; frá 1340—1400, 1400—1460 og 1460—1550. íslensku alabastursverkin, sem varðveitt eru, má tímasetja frá 1430 til 1525. Elst er altarisbrík úr kirkju Munkaþverár- kiausturs frá 1430—1450, en flest verkanna eru frá síðasta tímabilinu, þ.e. eftir 1460. Alabastursverkin sem varðveitt eru á íslandi gefa góða mynd af hvað framleitt var á 15. öld úr alabastri í Engiandi. Þau sýna smekk þess tíma fyrir skrautlega hluti sem auðvelt var að flytja milli staða. Myndirnar voru framleiddar í stórum stíl á vinnustof- um þar sem mjög íhaldssöm hefð var ríkjandi. Þetta var ódýr fjöldafram- leidd nytjalist frekar en einstæð lista- verk sjálfstæðra listamanna. En þrátt fyrir það eru margar myndanna ágæt- lega skornar og yfir þeim er fínlegur blær. Hið ríkulega útlit verkanna og hinn einfaldi frásagnarstíll þeirra gerði þau afar eftirsótt. Þær eru ágæt- ur vitnisburður um afstöðu samtíðar sinnar til listar sem miðils til að upp- lýsa almenning. Bera Nordal er MA í listfrœði og sérfrœðingur í miðaldalist. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.