Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 78

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 78
Sjaldan var svipur mannsins makinda- legri en þegar hann sat í óða önn við að stútfylla sig af sætu rauðkáli. Blóðrás- in í líkama hans örvaðist eftir því sem á leið matmálstímann. Hann logaði hátt og lágt í kláða og smám saman fann hann, að honum fór að standa af vellíðan. Óeirð greip hann. Maðurinn marði kartöflurnar í ofsa, hrærði þeim saman við brúna sósu og rauða jarð- arberjasultu, sullaði með gafflinum í matargíg, sem hann hafði hrúgað upp á holdlitum diskinum, skimandi yfir fatið. (Anna, 2.—/.) Býsna líklegt þykir mér að Guð- bergur hafi ærinn viðbjóð á óhollu mataræði og lífsvenjum. í Sögunni af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans hendir hann grátt gaman að pylsumenningunni, þar sem Ari — heildsalinn holdugi — ryður í sig nokkrum pylsum og kartöfluskömmt- um á Kartöflukjörbarnum á meðan hann bíður eftir stóru pöntuninni sem hann ætlar að taka með sér heim. Hér hefur forstjóri barsins hins vegar orð- ið: Fólk kemur ekki hingað til drykkju, þótt staðurinn sé kenndur við bar, heldur til að borða hollan mat og forða sér frá svengd og létta af sér aukakíló- unum, því frönsku kartöflurnar okkar eru ekki fitandi, heldur næringarríkar og blátt áfram megrandi. Málskyn mitl meinar mér að skíra staðinn Kartöflukjörh eilsulindina. Nafnið fer ekki vel í munni. En á matseðlin- um okkar fer hver réttur ágætlega í maga. Aftur á móti fer nafnið Kart- öflukjörbarinn bæði vel í munni og maga, og særir ekki máltilfinningu nokkurs manns. (Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans, bls. 28) Og í síðustu skáldsögu sinni, IIjartað býr enn í helli sínum, lætur Guðbergur hjónaskilnaðarerjur reyk- vískra menntahjóna kristallast í „jafnréttisrifrildi“ út af skyndibita- staða- og sjoppufæði. Hjónin sem bók- in fjallar um voru vön að karpa um hvort þeirra ætti að skreppa út í sjoppu eftir nammi rétt fyrir hálf tólf: . . . Sá sem fór lá svo sífellt undir sterkum grun að hafa keypt sér ís- pinna aukalega eða fljótétið sælgætj og gleypt það í sig á heimleiðinni sem bragðbæti og borgun fyrir ómakið. Oft dunduðu þau á heimleiðinni hvernig sem viðraði, meðan bragðið og lyktin hurfu úr munninum, uns mann- inum datt í hug að Dóra væri orðin lipur við að skreppa út af því hún launaði sjálfri sér óhóflega vel fyrir ómakið, og þá heimtaði hann að fá að þefa út úr henni þegar hún kom heim. Eftir þetta fékk sá sem sat yfir telpun- um heima að þefa út úr þeim sem fór, og ef mikil sælgætislykt fannst mátti sá sem heima sat bíta tvisvar af sæl- gætinu. „Þetta var barnalegt en rétt- lætismál," hugsaði maðurinn. „Og svona er ástin og hjónabandið: stöðugt eftirlit á einn eða annan hátt bundið tíma og aðstæðum. Og sú ást sem í fyrstu var umhyggja fyrir þeim elsk- aða endar sem djöfullegt ráðríki." (Hjartað býr enn í helli sínum, bls. 83) Þessa bók ættu reyndar allir þeir sem eru nýfráskildir eða eru að skilja að lesa, sömuleiðis þeir sem af ein- hverjum ástæðum stunda huggunarát eða laundrykkju, og jafnframt þeir fjölmörgu sem þjást af skammdegis- geggjun á einhverju stigi (en bókin gerist einmitt í skammdeginu eins og það getur svartast orðið), því í bókinni ættu þeir að geta fundið sér viðeigandi víti til varnaðar, ef ekki bara sitt lausnarorð. ú kynni einhver að spyrja hvort einhvers staðar leyn- ist ekki verulega lystauk- andi matarlýsingar í ís- samtímabókmenntum. Ég verð að svara því neitandi fyrir mína parta, nema ef vera kynni að setning á borð við eftirfarandi kitli bragðlauka einhverra: „Hausastöppunnar var neytt af mörgum með velþóknun- arsmjatti og lofgerðarstunum.“ En þessa setningu úr Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar tekur Þórbergur Þórðarson sem dæmi um samruna lág- kúru og uppskafningar í stíl í ritgerð sinni Einum kennt — öðrum bent. Ef við lítum til vinsælla skemmtisagnahöfunda á borð við Guðrúnu frá Lundi og Snjólaugu Bragadóttur er þar fátt um eiginlegar borðhaldslýsingar, en þejm mun meira um kaffiuppáhellingar. í Lokast inn í lyftu eftir Snjólaugu sem gerist inni á miðhálendinu við virkjunarfram- kvæmdir, þar sem reynt er að virkja bæði fossa og táraflóð sögupersóna, er kaffið lífselexír beggja kynja en milli þeirra er ótrúlega breitt bil. í vinnu- hléunum skola menn „niður stórri lenskum könnu af kaffi án þess að gefa sér tíma til að setjast“ (86) og „drekka hafsjói af kaffi“ án þess að mæla orð og eru roknir á svipstundu. Konurnar nota vinnuhléin hins vegar til að sitja við hannyrðir og ræða um gordíonshnúta karlmannssálarinnar eftir því sem við verður komið, og þá verkar blessað kaffið alltaf sem sá nauðsynlegi járn- karl sem þarf til að losa um málbeinið stirða. Sé hins vegar gluggað í ljóð ný- græðinganna svokölluðu, eða þeirra skálda sem tíndust fram á ritvöllinn á síðasta áratug eða svo, er eftirtektar- vert í þessu tilliti hvernig soðið kál og fiskur, ásamt rigningu og strætóferð- um, eru látin undirstrika gráan og blautan hversdagsleikann. raunveruleikinn er vekjaraklukka lykt af soðnu káli og geðvont fólk I strætó segir Magnea Matthíasdóttir í Ijóðinu Amstur. Ljósblá blússa dregur ýsur upp úr pottinum og rennir fatinu á ská inn á rauðköflóttan dúkinn kveður Sveinbjörn I. Baldvinsson í Annar dagur í janúar. Og í Ijóðinu Á hundavöktum á lífsins ólgusjó lýsir Birgir Svan Símonarson hjónum sem hafa samband með því að hripa niður orð á miða sem skilinn er eftir á eld- húsborðinu. Húsmóðirin tilkynnir: það er snarl í pottinum og potturinn er í eldavélinni og kókflaska í ísskápnum. Vitanlega skildu hjónin. Mikil skelfing er að vita til þess að restórantabyltingin og heilsurækt- ar- og matarhollustuæðið skulu enn ekki vera farin að „endurspeglast“ í íslenskum samtímabókmenntum! Jóhanna Sveinsdóttir er cand. mag. í íslenskum bókmenntum. 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.