Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 12
Þjóöarbókhlaðan, eins og
hún kemur til með aö líta út.
Takið eftir lögun göngubrúar-
innar, inndreginni jarðhæð
með útveggjum úr gleri og
vatninu í kring.
Nargt bendir reyndar til þess að
arkitektarnir, þeir Manfreð og
Þorvaldur, hafi einmitt haft
hugmyndina um „virki“ eða
„brjóstvörn“ ofarlega í huga, er þeir lögðu
drög að bókhlöðunni. Um það vitnar hið
massífa yfirbragð hennar, „varðturnarnir“
fjórir utan á meginbyggingunni og gluggarn-
ir í formi skotraufa. Umhverfis bókavirkið er
síðan síki og yfir það er gengið um göngubrú
sunnanmegin við húsið. Héðan verður sem
sagt hægt að verjast ómenningunni til eilífð-
arnóns.
Þetta er alls ekki sagt byggingu þeirra
Manfreðs og Þorvalds til hnjóðs. Hugmynd-
in um bókasafnið sem vel varinn helgidóm
hefur fylgt vestrænni menningu frá upphafi.
í seinni tíð hafa bókasafnsfræðingar farið að
leggja meiri áherslu á þjónustuhlutverk
bókasafna, án þess þó að draga úr varðveislu-
hlutverki þeirra. Sjónarmið bókasafnsfræð-
inga hafa eðlilega haft áhrif á arkitekta og
hafa þeir í æ ríkara mæli teiknað byggingar
sem taka lesendum opnum örmum.
Því kom það mörgum á óvart að Man-
freð og Þorvaldur skyldu hafa endurvakið
bókavirkið. Ekki síst vegna þess að báðir
voru þeir umfram allt þekktir fyrir léttar,
opnar og stílhreinar byggingar og fremur
óíslenska lipurð í meðhöndlun steyptra
massa.
í einkasamtölum hafa margir starfs-
bræður Manfreðs og Þorvalds verið gjarnir á
að gagnrýna Þjóðarbókhlöðuna, fyrir brútal-
isma, þyngslalega formgerð og grófa notkun
á efnivið. „Of þung og kvaðratísk fyrir minn
smekk,“ eru orð Gunnlaugs Halldórssonar
arkitekts, fyrsta samstarfsmanns Manfreðs,
sem annars hefur gott eitt um hann að segja.
En hafa ber í huga að margir arkitektar voru
um hituna á sínum tíma og ekki allir þeirra
sáttir við þá ákvörðun byggingarnefndar að
fela þeim tvímenningunum verkefnið.
Ef til vill er það ofur eðlilegt að menn
séu á öndverðum meiði, þegar um er að ræða
byggingu sem gegna á svo mikilvægu hlut-
verki í þjóðlífinu um ókomin ár. En Manfreð
og Þorvaldur hafa yfirleitt uppskorið lof
fyrir byggingar sínar, og ýmislegt bendir til
þess að a.m.k. Manfreð hafi tekið gagnrýni á
Þjóðarbókhlöðuna nærri sér, einkum og sér-
ílagi þegar hún hefur komið frá starfsbræðr-
um. Til þess er tekið að hann hætti að mestu
leyti að taka þátt í félagsstarfi Arki-
tektafélagsins, eftir að þeir Þorvaldur voru
ráðnir til bókhlöðunnar. Manfreð er prúð-
menni, og það þarf að ganga á hann áður en
hann viðurkennir að umtal um Þjóðarbók-
hlöðuna hafi á stundum verið „óþægilegt“.
En hann bætir við að arkitektar sem fái
mörg opinber verkefni geti tæpast búist við
öðru. „Þeir Guðjón Samúelsson og Sigurður
Guðmundsson voru harkalega gagnrýndir á
sínum tíma, en nú þykja margar byggingar
þeirra hin ágætustu verk.“
Manfreð er sáttur við skilgreiningu á
10
LJÖSM. PALL STEFANSSON