Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 12

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Síða 12
Þjóöarbókhlaðan, eins og hún kemur til með aö líta út. Takið eftir lögun göngubrúar- innar, inndreginni jarðhæð með útveggjum úr gleri og vatninu í kring. Nargt bendir reyndar til þess að arkitektarnir, þeir Manfreð og Þorvaldur, hafi einmitt haft hugmyndina um „virki“ eða „brjóstvörn“ ofarlega í huga, er þeir lögðu drög að bókhlöðunni. Um það vitnar hið massífa yfirbragð hennar, „varðturnarnir“ fjórir utan á meginbyggingunni og gluggarn- ir í formi skotraufa. Umhverfis bókavirkið er síðan síki og yfir það er gengið um göngubrú sunnanmegin við húsið. Héðan verður sem sagt hægt að verjast ómenningunni til eilífð- arnóns. Þetta er alls ekki sagt byggingu þeirra Manfreðs og Þorvalds til hnjóðs. Hugmynd- in um bókasafnið sem vel varinn helgidóm hefur fylgt vestrænni menningu frá upphafi. í seinni tíð hafa bókasafnsfræðingar farið að leggja meiri áherslu á þjónustuhlutverk bókasafna, án þess þó að draga úr varðveislu- hlutverki þeirra. Sjónarmið bókasafnsfræð- inga hafa eðlilega haft áhrif á arkitekta og hafa þeir í æ ríkara mæli teiknað byggingar sem taka lesendum opnum örmum. Því kom það mörgum á óvart að Man- freð og Þorvaldur skyldu hafa endurvakið bókavirkið. Ekki síst vegna þess að báðir voru þeir umfram allt þekktir fyrir léttar, opnar og stílhreinar byggingar og fremur óíslenska lipurð í meðhöndlun steyptra massa. í einkasamtölum hafa margir starfs- bræður Manfreðs og Þorvalds verið gjarnir á að gagnrýna Þjóðarbókhlöðuna, fyrir brútal- isma, þyngslalega formgerð og grófa notkun á efnivið. „Of þung og kvaðratísk fyrir minn smekk,“ eru orð Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts, fyrsta samstarfsmanns Manfreðs, sem annars hefur gott eitt um hann að segja. En hafa ber í huga að margir arkitektar voru um hituna á sínum tíma og ekki allir þeirra sáttir við þá ákvörðun byggingarnefndar að fela þeim tvímenningunum verkefnið. Ef til vill er það ofur eðlilegt að menn séu á öndverðum meiði, þegar um er að ræða byggingu sem gegna á svo mikilvægu hlut- verki í þjóðlífinu um ókomin ár. En Manfreð og Þorvaldur hafa yfirleitt uppskorið lof fyrir byggingar sínar, og ýmislegt bendir til þess að a.m.k. Manfreð hafi tekið gagnrýni á Þjóðarbókhlöðuna nærri sér, einkum og sér- ílagi þegar hún hefur komið frá starfsbræðr- um. Til þess er tekið að hann hætti að mestu leyti að taka þátt í félagsstarfi Arki- tektafélagsins, eftir að þeir Þorvaldur voru ráðnir til bókhlöðunnar. Manfreð er prúð- menni, og það þarf að ganga á hann áður en hann viðurkennir að umtal um Þjóðarbók- hlöðuna hafi á stundum verið „óþægilegt“. En hann bætir við að arkitektar sem fái mörg opinber verkefni geti tæpast búist við öðru. „Þeir Guðjón Samúelsson og Sigurður Guðmundsson voru harkalega gagnrýndir á sínum tíma, en nú þykja margar byggingar þeirra hin ágætustu verk.“ Manfreð er sáttur við skilgreiningu á 10 LJÖSM. PALL STEFANSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.