Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 74

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 74
bæ og launar góðar móttökur með hollum ráðum sem hann flytur húsráð- endum. Þar er hóf í mat og drykk brýnt fyrir mönnum í mörgum til- brigðum: Er-a svo gott sem gott kveða öl alda sonum, því að færra veit er fleira drekkur síns til geðs gumi. Erindi þetta útleggst á þá leið að engum sæmi að ganga í alkóhólinn, af öldrykkju missi menn ráð og rænu smám saman. Gráðugir menn verða skynsamari mönnum að athlægi og geta jafnvel etið sig til dauðs, ef þeir missa stjórn á sér: Gráðugur halur, nema geðs viti, etur sér aldurtrega, oft fær hlægis, er með horskum kemur, manni heimskur magi. Til að varast framangreint víti er mönnum t.d. ráðlagt að borða, áður en þeir búa sig til veislu, ósvinna er að koma glorsoltinn á annan bæ. Rígsþula, sem fræðimenn telja meðal yngstu Eddukvæðanna, e.t.v. frá því um 1200, greinir frá uppruna stéttanna í mannfélaginu. Þar er dökkt kornbrauð og hvítt brauð eitt þeirra atriða sem notuð eru til að undirstrika stéttskiptingu manna. Þar segir um fulltrúa lágstéttarinnar: Þá tók Edda ökkvinn hleif, þungan og þykkvan, þrunginn sáðum. Þarna er verið að fagna ásnum Heimdalli sem ferðaðist í mannheim- um undir dulnefninu Rígur. í vísunni er líklega átt við brauð úr byggi eða höfrum, en dýrt hveitið var löngum ríkra manna matur, hér á landi sem annars staðar. Annars fáum við fátt að vita um mataræði forfeðra vorra af lestri Eddukvæðanna. En í Gylfaginningu Snorra-Eddu, sem byggir reyndar að stórum hluta til á Eddukvæðunum, eru hins vegar tekin af öll tvímæli um næringu þeirra sælu kappa, einherj- anna, sem voru svo heppnir að láta líf sitt í orrustu og hljóta þar með vist í Valhöll með Oðni og öðrum ásum. Fæðuvandamálið var einfaldlega leyst á þann veg að menn átu sýknt og heil- agt flesk galtar þess er Skrímnir hét. Hann var soðinn dag hvern en varð aftur heill að aftni. Eins gott, því þær fáu konur sem dvöldust í Valhöll höfðu ábyrgðarmeiri hlutum að sinna en matseld, t.a.m. við að kjósa mönnum val: ákveða hverjir skyldu falla í orrustu og þar með veljast til Valhallarvistar. Valkyrjurnar þurftu þó eigi að síður að þjóna í Valhöll, „bera drykkjarföng og gæta borðbún- aðar og ölgagna“. Fyrir áfengisvand- anum var séð með því móti að úr spen- um geitarinnar Heiðrúnar rann stöð- ugt mjöður, „... er hún fyllir skapker hvern dag. Það er svo mikið, að allir einherjar verða fulldrukknir af.“ Fornsögurnar eru einnig spar- ar á matseldar- og borð- haldslýsingar. En sé þær að finna gegna þær_ yfirleitt mjög ákveðnum tilgangi. Á tímum þegar sæmd ættarinnar sat í fyrirrúmi og stoltið og heiftin fyrirskipuðu blóð- hefnd ef vegið hafði verið nærri manni, hefur okkar atorkusömu for- mæðrum oft þótt súrt í broti að mega ekki hefna harma sinna sjálfar, t.d. að vega banamenn eiginmanna eða_ nán- ustu ættingja með eigin hendi. í sög- unum grípa þær því býsna oft til þess ráðs að egna undir borðum þá karl- menn, sem blóðið rann til skyldunnar, t.d. með því að bera þeim mat sem þær töldu táknrænan fyrir víg það er þeim bæri að hefna. Gott dæmi um þetta er í Heiðarvígasögu er Þuríður húsfreyja egnir syni sína þrjá til að hefna íjórða bróðurins sem hafði verið veginn. Hún ber fyrir þá yxnisbóg sem brytjaður hafði verið í þrennt, og steina sem meðlæti. Er þeir undrast þessi gríðarlegu kjötstykki, svarar hún: Ekki er þetta furða nein fyrir því að stærra var Hallur, bróðir yðar, brytj- aður, og heyrði ég yður ekki þess geta að það væri furða nein.“ Hún lætur fylgja slátrinu sinn stein fyrir hvern þeirra. Þeir spurðu hvað það skyldi merkja. Hún svarar: „Melt hafi þér það, bræður, er eigi er vænna til en steina þessa, er þér hafið eigi þorað að hefna Halls, bróðir yðar. . . (Heiðarvígasaga, 22. kafli) Um þetta hafði húsfreyja enn fleiri orð og ekki var að sökum að spyrja: bræðurnir þustu til vopna sinna og hesta eins og til var ætlast. f Njálssögu er eigi getið þeirra kræsinga er Hildigunnur Starkaðar- dóttir bar fyrir Flosa föðurbróður sinn eftir víg Höskuldar Hvítaness-goða, eiginmanns hennar. En meðan á borðhaldinu stóð hafði hún lagt sig fram við að fá Flosa til að hefna hans, en hann hélt stillingu sinni. Þrauta- lending Hildigunnar var að kasta yfir Flosa mettan skikkjunni sem Hös- kuldur hafði verið veginn í, svo storknað blóðið dundi yfir hann allan. Hætt er því við að Flosa hafi verið nokkuð bumbult, er hann rak skikkj- una aftur í fang Hildigunnar og mælti hin frægu orð: „Þú ert hið versta forað og vildir, að vér tækjum það upp, er öllum oss gegndi verst, og eru köld kvennaráð." (Njálssaga, 16. kafli) Ef karlmenn eru bendlaðir við matseld í fornsögunum er það yfirleitt í háðungarskyni. Þótt eldað væri ofan í fornkappana heima fyrir, þurftu þeir sjálfir að sjá um matseldina í víkingu og öðrum ferðalögum. Skiptust þeir þá gjarnan á að hæða hvern annan af þeim sökum, eins og í Eyrbyggju þar sem segir frá tveim íslendingum, Þorleifi kimba og Arinbirni, á ferða- lagi með norskum kaupmönnum. Þor- leifur var í mötuneyti með kaup- mönnum, en Arinbjörn sá einn um 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.