Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Qupperneq 60
aði eigin bók. Ég komst að því að ekki hefur
verið skrifuð góð bók á ensku um ísland síðan
1855, þegar Lord Dufferin samdi Bréf frá norð-
urslóðum (Letters from Northcrn Latitudes)
upp úr eigin bréfum til móður sinnar.
í öllum bókum sem skrifaðar hafa vcrið
um Island síðan, hefur sama þulan um Þing-
velli, Gullfoss og Geysi verið endurtekin, með
stöku innskoti um eldgos, svona til að halda
lesandanum við efnið. Hér mætti snúa út úr því
sem sagt var um frammistöðu breska flughers-
ins í síðara stríði: Ekkert land á eins litlu svo
mikið að þakka. Ég afréð að færa umheiminum
þá fregn að á íslandi byggi líka fólk, þó ein-
kennilegt mætti virðast. Að vísu væri sumt af
þessu fólki morðingjar, en á móti kæmi að ekki
Jóhann Pétursson
Hiröskáld
svartfuglsins
á Hornbjargi.
væri hægt að flokka það með fossum ... Ég
sncri aftur til íslands.
Ýmislegt hafði breyst. Kominn var amer-
ískur sendiherra sem hélt sig vera skáld. Og
mcrarhland sem hélt sig vera bjór. Og nýr for-
seti. Og kúrekainnréttingar á Oðali. Og móð-
ursjúkir hundavinir á Alþingi. En Jóhann Pét-
ursson stóð alltaf af sér stormsveipina á Horn-
bjargsvita. Á föstudags- og laugardagskvöldum
hélt stóðlífið áfram fyrir utan Landssímahúsið.
Efnahagslífið virtist enn þjakað af sjúkdómi
sem læknavísindi nútímans virtust hafa gefist
upp á. Og varnarliðið í Keflavík var enn að
pukrast með dularfull vopn og vernda íslenskar
smámeyjar fyrir kommúnisma .. .
Ég gat ómögulega verið að láta fólk vita að
ég væri að skrifa bók um ísland. í þau fáu skipti
sem þær upplýsingar hrukku upp úr mér, þá var
eins og sérviskan rynni af íslendingum. Þeir
urðu allt í einu dæmalaust ábyrgir og töluðu
ábúðarmiklir um nýjustu uppgötvanir í fisk-
pökkun.
En hver hefur eiginlega áhuga á fiskpökk-
un? Áreiðanlega ekki fiskarnir. Ég varð því að
finna mér dulargervi. Ég dulbjóst sem prófessor
í bandarískum bókmenntum við Háskólann. Ég
gekk um með mildilegt yfirbragð fræðimanns-
ins. Til tilbreytingar tók ég stöku sinnum að
mér kennslu á Reykjavíkurflugvelli, í sundlaug-
unum og heitu pottunum. Þrátt fyrir það hef ég
lítið álit á háskólum, á Islandi sem annars stað-
ar. Þar er líka unnið við nokkurs konar fisk-
pökkun.
Ekki leið á löngu uns það rann upp fyrir
mér að þessi einmanalega eyja langt úti í
Dumbshafi, sem Danir hafa glcymt, Ameríkan-
ar hafa óeðlilegan áhuga á og eldar og ísar hrjá
á víxl, er einfaldlega á skjön við afganginn af
heiminum. Afgangurinn af heiminum kýs yfir
sig forseta sem eru annað hvort kúrekar eða
stjórnmálamenn, ísland velur sér forseta sem
eru annað hvort fornleifafræðingar eða leik-
húsmenn með áhuga á Jean Genet. Afgangur-
inn af heiminum heldur úti miklum hcrjum;
eini herafli íslendinga eru skátarnir. Afgangur-
inn af heiminum á sér líka hulduher í líki
lcynilögreglu, meðan íslcndingar halda upp á
huldufólk. Afgangurinn af heiminum telur að
þekkingin eigi heima í háskólum; á íslandi á
hún heima upp til sveita. Ég nefni bara tvo
fjölfræðinga, þá Magnús á Gilsbakka og Elías á
Sveinseyri. Ég heimsótti þessa menn sem voru
jafnvígir á bókmenntir og rollur. Við Magnús
skeggræddi ég um herstjórnarlist Napóleons og
við Elías töluðum um stílbrögð Þorgcirs Þor-
geirssonar.
Afgangurinn af heiminum á sér líka
presta sem eru a.m.k. ekki alveg
áhugalausir um vegi Guðs. ís-
lenskur prestur hefur hins vegar
megnustu andstyggð á öllu tali um Guð. Llann
hefur miklu meira gaman af að dispútera við
sannfærða trúleysingja heldur en sanntrúað
fólk. Mestan áhuga hefur hann á því að rann-
saka vistarverur huldufólks í sókn sinni, veiða
sér silung í soðið (þótt veiðitími sé ekki hafinn
eða löngu búinn), eltast við fallegar stelpur,
drekka sig fullan í réttum, eða troða tóbaki upp
í nasirnar á sér, sem sagt allt annað en að æra
óstöðugan með trúarlegri umræðu.
Sjálfum finnst mér þetta spor í rétta átt.
Hefði Jesús fæðst í baðstofu í Strandasýslunni,
þá mundi Evrópa enn una glöð við sína heiðni.
Og hefði Jesús fæðst í hlöðunni hjá séra Rögn-
valdi, þá værum við sennilega búddhatrúar í
dag.
Hvar annars staðar en á íslandi er hægt að
rekast á menn á borð við Jóhann Pétursson?
Væri hann Ameríkani, væri ugglaust búið að
grafa hann lifandi sem einhvers konar háskóla-
58