Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 60

Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 60
aði eigin bók. Ég komst að því að ekki hefur verið skrifuð góð bók á ensku um ísland síðan 1855, þegar Lord Dufferin samdi Bréf frá norð- urslóðum (Letters from Northcrn Latitudes) upp úr eigin bréfum til móður sinnar. í öllum bókum sem skrifaðar hafa vcrið um Island síðan, hefur sama þulan um Þing- velli, Gullfoss og Geysi verið endurtekin, með stöku innskoti um eldgos, svona til að halda lesandanum við efnið. Hér mætti snúa út úr því sem sagt var um frammistöðu breska flughers- ins í síðara stríði: Ekkert land á eins litlu svo mikið að þakka. Ég afréð að færa umheiminum þá fregn að á íslandi byggi líka fólk, þó ein- kennilegt mætti virðast. Að vísu væri sumt af þessu fólki morðingjar, en á móti kæmi að ekki Jóhann Pétursson Hiröskáld svartfuglsins á Hornbjargi. væri hægt að flokka það með fossum ... Ég sncri aftur til íslands. Ýmislegt hafði breyst. Kominn var amer- ískur sendiherra sem hélt sig vera skáld. Og mcrarhland sem hélt sig vera bjór. Og nýr for- seti. Og kúrekainnréttingar á Oðali. Og móð- ursjúkir hundavinir á Alþingi. En Jóhann Pét- ursson stóð alltaf af sér stormsveipina á Horn- bjargsvita. Á föstudags- og laugardagskvöldum hélt stóðlífið áfram fyrir utan Landssímahúsið. Efnahagslífið virtist enn þjakað af sjúkdómi sem læknavísindi nútímans virtust hafa gefist upp á. Og varnarliðið í Keflavík var enn að pukrast með dularfull vopn og vernda íslenskar smámeyjar fyrir kommúnisma .. . Ég gat ómögulega verið að láta fólk vita að ég væri að skrifa bók um ísland. í þau fáu skipti sem þær upplýsingar hrukku upp úr mér, þá var eins og sérviskan rynni af íslendingum. Þeir urðu allt í einu dæmalaust ábyrgir og töluðu ábúðarmiklir um nýjustu uppgötvanir í fisk- pökkun. En hver hefur eiginlega áhuga á fiskpökk- un? Áreiðanlega ekki fiskarnir. Ég varð því að finna mér dulargervi. Ég dulbjóst sem prófessor í bandarískum bókmenntum við Háskólann. Ég gekk um með mildilegt yfirbragð fræðimanns- ins. Til tilbreytingar tók ég stöku sinnum að mér kennslu á Reykjavíkurflugvelli, í sundlaug- unum og heitu pottunum. Þrátt fyrir það hef ég lítið álit á háskólum, á Islandi sem annars stað- ar. Þar er líka unnið við nokkurs konar fisk- pökkun. Ekki leið á löngu uns það rann upp fyrir mér að þessi einmanalega eyja langt úti í Dumbshafi, sem Danir hafa glcymt, Ameríkan- ar hafa óeðlilegan áhuga á og eldar og ísar hrjá á víxl, er einfaldlega á skjön við afganginn af heiminum. Afgangurinn af heiminum kýs yfir sig forseta sem eru annað hvort kúrekar eða stjórnmálamenn, ísland velur sér forseta sem eru annað hvort fornleifafræðingar eða leik- húsmenn með áhuga á Jean Genet. Afgangur- inn af heiminum heldur úti miklum hcrjum; eini herafli íslendinga eru skátarnir. Afgangur- inn af heiminum á sér líka hulduher í líki lcynilögreglu, meðan íslcndingar halda upp á huldufólk. Afgangurinn af heiminum telur að þekkingin eigi heima í háskólum; á íslandi á hún heima upp til sveita. Ég nefni bara tvo fjölfræðinga, þá Magnús á Gilsbakka og Elías á Sveinseyri. Ég heimsótti þessa menn sem voru jafnvígir á bókmenntir og rollur. Við Magnús skeggræddi ég um herstjórnarlist Napóleons og við Elías töluðum um stílbrögð Þorgcirs Þor- geirssonar. Afgangurinn af heiminum á sér líka presta sem eru a.m.k. ekki alveg áhugalausir um vegi Guðs. ís- lenskur prestur hefur hins vegar megnustu andstyggð á öllu tali um Guð. Llann hefur miklu meira gaman af að dispútera við sannfærða trúleysingja heldur en sanntrúað fólk. Mestan áhuga hefur hann á því að rann- saka vistarverur huldufólks í sókn sinni, veiða sér silung í soðið (þótt veiðitími sé ekki hafinn eða löngu búinn), eltast við fallegar stelpur, drekka sig fullan í réttum, eða troða tóbaki upp í nasirnar á sér, sem sagt allt annað en að æra óstöðugan með trúarlegri umræðu. Sjálfum finnst mér þetta spor í rétta átt. Hefði Jesús fæðst í baðstofu í Strandasýslunni, þá mundi Evrópa enn una glöð við sína heiðni. Og hefði Jesús fæðst í hlöðunni hjá séra Rögn- valdi, þá værum við sennilega búddhatrúar í dag. Hvar annars staðar en á íslandi er hægt að rekast á menn á borð við Jóhann Pétursson? Væri hann Ameríkani, væri ugglaust búið að grafa hann lifandi sem einhvers konar háskóla- 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Storð : heimur í öðru ljósi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Storð : heimur í öðru ljósi
https://timarit.is/publication/1614

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.