Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 91
arbúum, nýtur til dæmis ótakmarkaðs
málfrelsis og kemst oft í nánara sam-
band við víðáttur hugans.
Þess vegna hlýtur Jón, af því
hann hefur hvorki vængi á höndunum
né mótor í maganum og getur þar af
leiðandi ekki svifið með þotunum um
blámann, þess vegna hlýtur hann að
vera á einhverju öðru flugi í huganum.
Við nánari athugun, þegar penninn er
færður nær Ijósastaurnum, kemur líka
í Ijós, — hversu göfugt sem það nú er
— að Jón situr með klámblað í skauti
sér, en það hefur þá sögulega sérstöðu
að vera fyrsta klámblaðið í einkaeign
stráks í götunni.
Og hvar skyldi Jón hafa náð í
klámblaðið?
Svarið við þeirri spurningu er
einfalt: því hnuplaði hann í fornbóka-
sölunni hjá feitasta fornbókasala borg-
arinnar, honum Jóa sódó, en hann sel-
ur í fornbókasölunni sinni myndablöð
með berrössuðum konum og þar á
hann systur sem stundum dansar nak-
in fyrir miðaldra kalla. Neðri vörin á
Jóa nær alla leið niður á bringu og
hann tók ekki eftir neinu þegar Jón
hnuplaði blaðinu, af því að hann, eins
og Jón sagði síðar, var svo upptekinn
við að klóra sér í rassinum.
Á meðan Jón flettir klámblaðinu,
hanga lappir hans fram af Ijósakrón-
unni. Stundum lítur hann upp og
horfir grettinn framan í daufa sólar-
geislana og af og til pirrar peninga-
lyktin úr strompi síldarbræðslunnar
nef hans; já hún kemur stundum í
gusum, ekki ósvipað og það sé hellt
lýsi uppí nasirnar.
En allt í einu heyrir Jón að ein-
hvers staðar hringlar í lyklum, úti-
dyrahurð opnast og lokast og hann sér
hvar Lárus legsteinasali, sem vanalega
er kallaður Lalli leg, kemur labbandi
út úr næsta húsi.
Jón byrjar að glotta og glottir því
tvíræða hæðnisglotti, sem í bíómynd-
um á hvíta tjaldinu, er vanalega eign-
að amerískum einkaspæjurum, þó ræt-
ur þess í bókmenntunum séu raktar
allt aftur til íslenskra fornkappa: Að
minnsta kosti á þetta glott sér langa
sögu og kemur víða við í samskiptum
mannanna.
Hvað á ég nú til bragðs að taka,
hugsar Jón um leið og hann rúllar
klámblaðinu saman og stingur því í
rassvasann, nuddar saman höndunum
og horfir á Lárus sem er samanrekinn
og kubbslegur, með stóra ístru í mót-
un.
Það voru skrifstofu- og úti-
dyralyklar sem hringlaði í
og Lárus, sem heldur á
skjalatösku niður tröppurn-
ar, er í Ijósgráum jakkafötum, með
hvítan skyrtuflibba og bindi sem helst
líkist þjóðfána.
Gullúr glitrar og skyrtuhnappar
með útskornum hrókum á, glampa í
sólinni. Ef Jón væri með litla vasa-
spegilinn sinn, mundi hann kannski
beina sólargeislunum í auga Lárusar,
bæði til að skemmta sjálfum sér og til
að rugla Lárus í ríminu.
Lárus legsteinasali rekur, einsog
viðurncfnið gefur til kynna, fyrirtæki
sem framleiðir legsteina, legsteina í
öllum stærðum, með útflúri og
ískornu skrauti, og hann er, eftir að
hann birtist aldraðri spákonu sem
þingmaður bæði í kaffibolla og spil-
um, allur að stússast í stjórnmálum og
heldur oft ræður í ýmiskonar kalla-
klúbbum.
Varirnar á Lárusi bærast á leið
hans að bílnum og þess vegna ályktar
Jón, að sé hann ekki að fara yfir bók-
hald legsteinagerðarinnar í huganum,
þá hljóti hann að vera með ræðu uppi
í munninum, ræðu sem hann reynir að
rifja upp og læra utanbókar.
En hvað um það .. .
Ræða eða bókhald ...
Á meðan Lárus legsteinasali
fimbulfambar með skjalatöskuna fyrir
framan bílinn sinn og leitar að bíllykl-
unum í jakkavösunum, þá býr Jón til
lúður úr öðrum lófanum og lætur rödd
sína hljóma ofan af Ijósastaurnum,
einsog hún komi úr helli.
Hvert ertu að fara spyr hann.
Lárusi bregður. Hann kippist við
og hrekkur í kút. Er verið að tala til
hans úr loftinu? Heyrir hann rödd af
himnum? Nei, Lárus sér ekki neinn,
ekki fyrr en hann í gegnum daufa sól-
argeislana kemur auga á Jón.
Hvað káfar það upp á þig, segir
Lárus með kulda í röddinni, líkt og
hann haldi að þar með sé málið af-
greitt og hann geti bara keyrt burt og
skilið þessa sögu hér eina eftir í göt-
unni.
Er það eitthvert leyndarmál?
Nei, en þú átt ekki skipta þér af
annarra högum.
Þá breytist glottið á Jóni í hlátur.