Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Page 25
1) Ef HÚN vill vera heimavinnandí 2) Ef HÚN vill afla 20% heimilistekna 3) Ef HÚN vill afla 40% heimilistekna
eftir giftingu. (ca. 'h starf án yfirvinnu). (ca. fullt starf án yfirvinnu).
Dæmi er tekiö af einstæðri móöur
meö tvö börn. Á árinu 1985 fær hún
a.m.k. 53.000 krónur í mæðralaun,
a.m.k. 64.600 kr. í meðlag (sem hún
reyndar heldur nema hún gangi í
hjónaband með fööur barnanna), og
sé gert ráð fyrir því að annað barnið
sé yngra en 7 ára þá getur hún fengið
67.500 kr. útgreiddar í barnabætur.
Samtals geta þetta orðið a.m.k.
185.100 kr. á þessu ári. Við að ganga
i hjónaband lækka barnabæturnar og
mæðralaunin hverfa. Ennfremur eykst
heimiliskostnaðurinn vegna mannsins
og hér er reiknað með því að sá
kostnaður sé 25% af ráðstöfunartekj-
um heimilisins.
Á mynd 1 sjáum við hvernig
dæmið getur litið út fyrir þessa konu
ef hún vill aðeins giftast með því skil-
yrði að hún geti verið heimavinnandi
og hugsað um heimilið. Ef hún sjálf
myndi t.d. vinna fyrir 200 þúsundum á
þessu ári, þá þyrfti tilvonandi eigin-
maður að hafa 425 þúsund í árstekjur
til þess aö hún kæmi fjárhagslega
slétt út úr því að giftast honum og
taka alfarið upp húsmóöurstarfið. Ef
hún myndi sjálf hafa upp undir 300
þúsund þarf hinn tilvonandi eiginmað-
ur að ná 600 þúsund króna árstekjum.
Og ef hún er sjálf með enn hærri tekj-
ur t.d. með 400 þúsund á þessu ári,
þá þyrfti maðurinn aö vera með 725
þúsund til þess að hún kæmi fjár-
hagslega jafn vel sett út úr því að
giftast og gerast húsmóðir.
Á mynd 2 sjáum við hvernig út-
reikningarnir breytast ef þessi ein-
stæða móðir vill halda áfram að vinna
t.d. hálfan daginn, sleppa yfirvinnu og
taka sérstök frí við og við. Þá lækka
tekjumörkin fyrir hinn tilvonandi eigin-
mann. Ef hún myndi að óbreyttu hafa
200 þúsund á þessu ári en eftir gift-
ingu 65 þúsund þá þyrfti eiginmaður-
inn tilvonandi að hafa 340 þúsund í
tekjur á þessu ári til þess að fjár-
hagsstaða hennar versni ekki við gift-
inguna. Ef hún heföi að óbreyttu 250
þúsund en 100 þúsund eftir giftingu,
þá þyrfti eiginmaöurinn að vera með
405 þúsund króna árstekjur.
Á mynd 3 sjáum við sömu út-
reikninga fyrir þessa konu ef hún vill
áfram vinna fullt starf en draga úr yfir-
vinnu og taka sér kannski einhver frí.
Ef hún myndi að óbreyttu hafa í árs-
tekjur 150 þúsund en 130 þúsund gift,
þá lækka tekjumörkin hjá tilvonandi
eiginmanni í 195 þúsund. Ef tekjurnar
yrðu 300 þúsund án giftingar en 230
þúsund með giftingu, þá yrðu tekju-
mörkin fyrir eiginmanninn 340 þús-
und.
Þessir útreikningar hafa verið
settir upp út frá einstæðri móður með
tvö börn. En þetta eru í raun líka út-
reikningar fyrir gift fólk sem veltir því
fyrir sér að skilja. Nákvæmlega það
sama gildir í því tilfelli. Útreikningarnir
eru ennfremur byggðir á ákveðnum
forsendum sem eru breytilegar eftir
einstaklingum og aðrar forsendur
gefa aðrar niðurstöður.
Mjög mikilvægt er að gera sér
grein fyrir því að þetta eru fjárhags-
legir útreikningar. Að sjálfsögðu giftir
fólk sig á öðrum forsendum en fjár-
hagslegum, þótt enginn sleppi undan
því aö hugsa líka um krónur og aura.
Fjölskyldulíf er mikils virði og börnin,
uppeldi þeirra og líf er aldrei unnt aö
meta í tilfinningalausum peningum.
Spurningin sem þessum útreikn-
ingum er ætlað að vekja er sú hvort
eðlilegt samræmi sé á milli aðstoðar
við einstæða foreldra og skattlagn-
ingar hjóna. Sú niðurstaða virðist
næsta augljós að svo sé ekki, en það
þýöir ekki aö hækka eigi skatta á ein-
stæðum foreldrum eða draga úr aö-
stoðinni við þá, heldur viröist mun
skynsamlegra aö lækka tekjuskatta á
hjónum og sérstaklega að afnema
þann mismun sem er á skattlagningu
heimila eftir því hvernig tekjum hjón-
anna er skiþt. Lægri skattar á hjón
myndu stórlega draga úr þeim fjár-
hagsskelli sem einstæðir foreldrar
geta orðiö fyrir viö að ganga í hjóna-
band og þess vegna raunhæfasta aö-
geröin til lausnar á því sígilda vanda-
máli sem hér er kynnt.
Vilhjálmur Egilsson tók saman.