Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Side 86
hafa starfsemi í mörgum landshlutum,
eftir að tengja vinnustaði saman með
eigin upplýsinganetum. Því fylgja þó
oft talsverð vandamál því ósjaldan er
nauðsynlegt að leggja kapla yfir land,
sem er í eigu margra óskyldra aðila.
Leyfi til lagnanna liggja því ekki ætíð
á lausu. Mörg þessara fyrirtækja hafa
í seinni tíð óskað eftir leyfi járnbraut-
arfélaga til að leggja glerkapla eftir
járnbrautarlínum og landræmum með-
fram þeim.
Nokkrir vísindamenn telja að
Ijósþráðatæknin muni gjörbreyta
tölvutækninni. Þeir benda á að hraði
rafstraumsins sé þegar farinn að
standa reiknihraða og afkastagetu full-
komnustu tölvanna fyrir þrifum. í
reikniverki tölva fer rafstraumur um
straumrásirnar með hálfum Ijóshraða.
Sérfræðingar bandaríska símafélagsins
AT&T eru þeirrar skoöunar að Ijósþráða-
tæknin verði svo ódýr, að fjarskipti um
gervihnetti geti ekki keppt við hana.
Þrátt fyrir að telja verði það ærinn
sendihraða á boðum, fer Ijósið 50%
hraðar um glerið í Ijósþráðunum. Með
því að finna leiðir til að þróa glerþræði
í rásirnar telja hinir bjartsýnustu í
hópi áðurnefndra vísindamanna að
framleiða megi nýjar kynslóðir af tölv-
um, sem reikni með Ijósi í stað raf-
magns. Þær tölvur muni taka rafeinda-
tölvunum fram um reiknihraða, fyrir-
ferð og orkunotkun.
Þegar eru hafnar tilraunir til að
nota Ijósþræði í stað rafeindatækni við
hönnun tölvutækja. Hollenska fyrir-
tækið Philips hefur ásamt fleirum
reynt að hanna „ljósdiska“ til að varð-
veita upplýsingar á. Talið er að varð-
veita megi margfalt meira magn upp-
lýsinga á þannig diskum en hinum
hefðbundnu seguldiskum. Þó að þess-
ar tilraunir hafi oft virst lofa góðu
hefur enn sem komið er reynst erfitt
að nýta þær í tölvutækjum. Miðað við
þá reynslu má ætla að Ijósbyltingin
eigi ennþá alllangt í land með að koma
í stað rafeindatækninnar. Hins vegar
er Ijóst að glerþræðirnir hafa nú þegar
gjörbylt hugmyndum manna um fjar-
skipti og flutning upplýsinga. Þessi
tækni mun að öllum líkum taka við af
koparvírunum, sem nú eru í notkun,
eins fljótt og hagkvæmt reynist.
Hin svonefndu tölvunet eða
upplýsinganet krefjast bein-
línis afkastamikilla boðlína.
Tölvunet, sem tengja saman
tæki á þröngu svæði, og nefnd hafa
verið nærnet á íslensku, nota mörg
hver Ijósþræði í kapla sína. Sem dæmi
um eitt af þeim fyrirtækjum, sem
hannað hafa athyglisverð tölvunet, er
nota Ijósþráðatækni má nefna danska
fyrirtækið Christian Rovsing.
Ekki er ólíklegt að með tilkomu
símakcrfa, sem eingöngu nota lagnir
úr Ijósþráðum muni allir möguleikar á
upplýsingamiðlun í þjóðfélaginu gjör-
breytast. Flutningsgeta Ijósþráðanna
er það mikil að ætla má að sendingar
útvarps og sjónvarps megi leiða um
símakerfið. Þá verður einnig einfald-
ara og ódýrara að tengja heimilistölv-
ur við upplýsingabanka og aðrar tölv-
ur cn nú er. í dag er nauðsynlegt fyrir
tölvunotanda að kaupa sérstakt tæki,
sem breytir tölvuboðunum fyrir síma-
kerfið og þýðir boð, sem koma úr því,
fyrir tölvuna. Þessi tæki eru kölluð
„módem“. Þegar notaðar eru símalín-
ur með Ijósþráðum verður þeirra ekki
þörf. Ef þessi verður raunin mun
hvert heimili hafa sitt „upplýsinga-
inntak“. Við þetta inntak má tengja
venjulegt talsímatæki auk heimilis-
tölvu, sjónvarps og útvarps.
Hér hlýtur þó kostnaður að
stjórna framkvæmdahraða. Endurnýj-
un alls símakerfisins mun að sjálf-
sögðu taka langan tíma. Hin stærri og
þéttbýlli lönd munu væntanlega fyrst
njóta þessarar tækni. Áður hefur verið
drepið á áform japanska símafélags-
ins. Fleiri lönd munu að sjálfsögðu
fylgja á eftir. Hér á landi er þess þó
tæplega að vænta að þessi tækni muni
hafa umtalsverð áhrif í náinni framtíð.
Stefán Ingólfsson er verkfrœðingur og starfar
hjá Fasteignamati ríkisins. l/ann á sæti í stjórn
Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar.
84