Storð : heimur í öðru ljósi - 01.03.1985, Blaðsíða 17
læsilegt fyrir augum skoðandans. Þetta eru
þjál hús og þola vel breytingar, að mati
þeirra sem í þeim búa. Og alls ekki dýr. Um
þetta tvennt ber þeim saman, Kristjáni Dav-
íðssyni, listmálara, í Barðavogi 13, og Gunn-
ari Bernhard, sem býr í einu af elstu
einbýlishúsum Manfreðs að Langholtsvegi
78. Gunnari líkaði svo vel samvinnan við
arkitektinn, að hann fékk hann til að teikna
fyrir sig bílaumboð sitt, Honda.
Fyrir ókunnuga liggur hlutverk Barða-
vogs 13 hins vegar alls ekki í augum uppi við
fyrstu sýn, en það stendur fyrir ofan Elliða-
voginn og lyftir bláum vængjum í tvær áttir.
Þó hygg ég að einhverjir muni skynja nær-
veru listamanns. Og er menn vita hver eig-
andinn er, opinberast markmið vængjanna:
að hleypa Ijósi úr tveimur áttum inn í vinnu-
stofu málarans.
Barðavogur 13 hefur einnig til að bera
„sviP‘, sem er e.t.v. aðalsmerki Manfreðs.
Það verður til m.a. vegna hinna léttu, jafnvel
gagnsæju efna sem hann velur einatt í hús
sín: timbur, gler og málmplötur, og þó aðal-
lega í samstillingu hinna ýmsu byggingar-
efna. Þeim er raðað saman þannig að við
sjáum öll samskeyti, hvar burðurinn liggur
og hvar ekki. Allt kallast á, lágum rómi en
ákveðið: timbur nemur við striga sem nemur
við steypu, eða þá að gróf áferð á furu og
steinsteypu myndar mótvægi við lakk, gler
og fjörugrjót. Efni eru ekki dulbúin, heldur
koma til dyranna eins og þau eiga að sér að
vera. Inn í þetta hófstillta samræmi koma
svo allt í einu hárfínir lit-effektar: rauðir
listar utan á Honda-umboðinu, rauðir súlu-
oddar (nú svartmálaðir) á Laugarásvegi 40,
bláir Ijósastaurar fyrir utan Mávanes 4 —
eins og glaðlegar trillur í Ijóðasöng.
Þrátt fyrir þessar hörðu kröfur til efni-
viðar og umbúnaðar, hefur Manfreð ekki orð
á sér fyrir að vera tilætlunarsamur gagnvart
vinnuveitendum sínum. „Ég held að hann
hafi skilið þarfir okkar hjóna betur en við
sjálf,“ segir Kristján Davíðsson. „Þó veit ég
ekki til þess að hann hafi áður teiknað fyrir
listmálara.“ Gunnar Bernhard bætir við:
„Það má segja að Manfreð sé seinvirkur. En
hann er ákaflega vandvirkur. Hann hættir
ekki að velta hlutunum fyrir sér fyrr en hann
hefur dottið niður á réttu lausnina.“
Hinar látlausu, opnu byggingar
Manfreðs virðast stundum eins
og viðkvæm austurlensk blóm
innan um víggirðingarnar sem
margir Islendingar láta steypa utan um sig
og sína. Ég brydda upp á þessari líkingu við
Manfreð, sem tekur henni fagnandi. „Ég
held ég hljóti að þafa verið Japani í fyrra
lífi,“ segir hann. „Á námsárum mínum í Sví-
þjóð höfðu myndir af japönskum húsum
mikil áhrif á mig. Og þegar ég kom heim og
reisti mér eigið hús, Smiðshús á Álftanesi,
tók ég mér til fyrirmyndar ýmislegt úr jap-
anskri húsagerð: hið opna rými, létta milli-
veggi, rennihurðir, virðingu fyrir náttúru-
legum efnivið. Þessi áhrif hafa fylgt mér
síðan.“
Manfreð kímir við frostrósunum á
gluggunum. „Nú má segja að hinn létti aust-
urlenski byggingarmáti henti ekki allskostar
íslenskri verðráttu. Mér flýgur það í hug,
þegar vetrarstormarnir berja utan stóru
gluggana heima hjá mér. En svo birtir á ný,
og þegar birtan smýgur inn í hvern krók og
kima á húsinu, þá sannfærist ég um réttmæti
þessa byggingarstíls.“
Ég ber undir Manfreð þau orð banda-
ríska arkitektsins Philips Johnson, að alla
arkitekta þyrsti í ódauðleika og sá þorsti væri
undirrót að sköpun þeirra. Manfreð er hugsi
um stund.
„Þetta á ekki við um mig,“ segir hann svo.
„Ég er fyrst og fremst sonur föður míns, sem
var trésmiður og notaði aðeins góð tré og
vönduð vinnubrögð. Ég er í raun að reyna að
gera það sama og hann. Ég hef engan tíma
til að hugsa um ódauðleikann.“
Skíðaskálinn í Bláfjöllum,
teiknaður 1980 (með Þorvaldi
S. Þorvaldssyni).
Tilgangur byggingarinnar og
staðsetning kalla á náttúru-
leg efni og lögun hennar og
svart þakiö tekur mið af fjöll-
unum í kring. Við samsetn-
ingu hússins liggur hlutverk
hinna ýmsu efna í augum
uppi. Samskeyti eru ekki falin
og burðarstoðir eru auðsjá-
anlegar. Hverju smáatriði er
gefinn gaumur, en samtímis
er heildin fastmótuð. Arki-
tektinn notar mjög oft við-
arsvalir eða verendur viö hús
sín, þó svo að þau séu steypt,
þar sem þær hreinsa sig aö
mestu leyti sjálfar.
15