Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 18
Múlaþing
Sandvíkurpartur, Mið-Sandvík og beitarhús frá Hundruðum. Lengst til hœgri sést heyhlaða sem byggð var
á rústum Damms. Myndina tók Nikolina Sverrisdóttir. Eigandi Sveinbjörn Guðmundsson.
bænhús sitt því leiðin til sóknarkirkjunnar á
Skorrastað, og síðar að Nesi, er bæði löng
og ströng.
í Sandvíkurskarði er svolítill klettaskúti
sem nefndur er Líkhellir. Herma munnmæli
að þar hafi stundum verið geymd lík þegar
dag þraut eða veður og ófærð hömluðu för.
í rekaskrá Skálholtsstóls frá 1270 kemur
fram að stóllinn eigi sjötta hlut í hverjum
hval sem á land kemur í Sandvík og sömu-
leiðis sjöttung í borðlægum viði og stærri.
Hefur ítakið líklega gengið til kirkjunnar á
Skorrastað, þegar Skálholtsstóll var lagður
niður um aldamótin 1800, því Norðijarð-
arkirkja á nú íjórðung í öllum reka.
Lítið er fjallað um Sandvík og Sandvík-
inga í þjóðsagnasöfnum, þó er að fínna í
afreksmannasögum Sigfúsar Sigfússonar
ffásögn af bónorðsför til Sandvíkur árið
1798. Þar bjó þá Bjami Skarði Guðmunds-
son frá Hólum í Norðfirði og kona hans
Gunnhildur Jónsdóttir. Var dóttir þeirra
Margrét gjafvaxta þegar saga þessi gerðist.
Þá bjuggu í Höfn á Borgarfirði eystra
kraftakarlarnir Jón og Hjörleifur Amasynir.
Var Hjörleifur fyrir nokkm kvæntur og fýsti
Jón að festa ráð sitt líka. Verður úr að þeir
bræður setjast undir árar og róa til Sand-
víkur til kvonbæna. Tók Bjami þeim bræðr-
um vel og mun hafa haft grun um hvert
erindi þeirra væri. Sátu þeir á tali lengi
dags, ekkert var þó tæpt á bónorðinu.
Um kvöldið kallar Bjami á Jón með sér
ofan og fram í eldhús. Þar stóð pottur á
hlóðum, mjög stór, barmafullur af lýsi.
Segir Bjami glottandi, að hann hafi heyrt
mikið látið af afli Jóns og vilji nú biðja
hann að bera pottgrýtuna út með sér þar
sem hann treysti engum öðmm til þess. Jón
glotti við en þagði. Snarast Bjami út í
skemmu að sækja króka. Kom hann aftur að
vörmu spori og mætti þá Jóni í bæjardyr-
unum. Kom hann þar með pottinn. Bar hann
á löngutöngunum, gekk með hann á sinn
rétta stað og setti hann þar hægt niður. Þá
segir Bjami: -„Það eru varla ofsögur sagðar
af aflinu þínu, Jón. Ég held ég megi gefa
þér hana Möngu.“ Daginn eftir fór Margrét
með þeim. Sat hún í framskut. A leiðinni
leit Jón eitt sinn um öxl til hennar og segir:
-Æ, ekki þykir mér þú falleg Manga! - Eða
Ijót ertu Manga. Gerði hann þetta til að
reyna hana. En hún lét sem hún heyrði eigi.
Brúðkaup þeirra Jóns og Margrétar var
haldið 22. júlí 1798. Ekki telja samtíma-
heimildir að hjónabandið hafa verið farsælt
og áttu þau hjón illa skap saman.Allt hefúr
sinn tilgang. Þau eignuðust tvær dætur, og
er af annarri þeirra komin mikill ættbogi og
margt þjóðkunnra karla og kvenna.
16
J