Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 29

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 29
Umkvörtunarbréf séra Finns á Klyppsstaö — Kœkjuskörð rétt vinstra megin við miðja mynd. Borgarjjörður í jjarska. Ljósm. SGÞ, september 2001. lestur þess og þá fyrst að nokkrum þeirra örnefna er þar greinir. Klerkur hefur leiða- lýsingu sína um sóknimar með því að telja íjallvegi þá er liggja úr Loðmundarfírði til Borgarfjarðar og Víkna og verður þar Skœkjuskarð efst á blaði. Vitanlega á hann hér við Kœkjuskörð og munu ýmsir ætla að þama sé um pennaglöp að ræða ellegar mislestur setjara blaðsins og verið getur að svo sé, en þarf þó engan veginn að vera. Að vísu ritaði séra Finnur síður en svo fagra hönd og þarf oft aðgæslu við þá augum er rennt yfir færslur hans í kirkjubókum en þær stinga mjög í stúf við handbragð fyrirrennara hans í Desjarmýrar- prestakalli, séra Sigurðar Gunnarssonar og þá ekki síður eftirkomandans, séra Stefáns Péturssonar. Á hinn bóginn vekur þessi orðmynd upp í huga mínum ögn kátlega minningu af Borgarfirði frá 6. áratug ný- liðinnar aldar: Var sagt að svo bæri til að roskinn bóndi þar í sveit sæti eitt sinn að kaffiborði með öðru fólki, gestkomandi á bæ, þar á meðal virðulegum frúm á sínum aldri og kæmu Kækjuskörð til tals einhverra hluta vegna. Hæfist bóndi þá upp yfír góðgerðunum og fullyrti að í raun réttri hétu skörð þessi Skækjuskörð og færði fram máli sínu til stuðnings að drangur nokkur stæði þarna í skörðunum og þar væri skækjan komin. Fálega voru frúrnar taldar hafa tekið þessari ræðu bónda og var hún svo og orð er sögð voru hafa fallið um hana af þeirra vörum, höfð að nokkru spaugsmáli í byggðarlaginu um hríð en því miður láðist mér að spyrja þennan kunningja minn eftir heimild að baki fullyrðingar hans meðan tóm var til. Um Kækjuskörð lá alfaraleið milli Borg- arfjarðar og Loömundarfjarðar á fyrri tíð og er orðið einatt haft í fleirtölu og svo er einnig um Mínuskörð er liggja vestar - í daglegu tali Borgfirðinga og Héraðsmanna norðar- á fjall- garðinum fyrir botni Borgarfjarðar. 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.