Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 39
Tröllkonustígur og Skessugarður
5. mynd. Brú á Jökudal. Séð inn eftir dalnum og upp eftir Jöklu. Hugsanlega var „steinboginn " á nœsta
nefi innan við brúna neðst á myndinni. Flugmvnd Skarphéðinn G. Þórisson 3. október 200L
að engin grasatekja hafí þá verið lengur í
Jökuldals- eða Tunguheiðum. Til þess geta
legið ýmsar orsakir, svo sem aukinn upp-
blástur á Möðrudalsöræfum (séra Sigfús
talar um „sanddrif ‘ í vötn á heiðinni), mikil
hreindýrabeit o.fl. Af þessu sést að álög
tröllkvennanna voru í fullu gildi um miðja
19. öld og líklega allt fram á miðja 20. öld
eða lengur. Nú er hins vegar sköpum skipt,
því að fjallagrösum er rakað upp í stórum
stíl á Tungu- og Jökuldalsheiðum, en varla
fæst grasablað á Fljótsdalsheiði.
Skessugarður
Þegar ekinn er gamli þjóðvegurinn
norður Jökuldalsheiði liggur leiðin skammt
frá ytri enda Sænautavatns og bæjarrústum
Rangalóns, síðan um norðurtagl Sænauta-
fells (736 m) og ofan í grunnan dal, sem
merktur er Lœkjadalur á korti, en að sögn
kunnugra mun hann vera nafnlaus. Bílfær
slóð liggur um 2 km inn eftir dalnum, að
litlu vatni vestan undir Sænautafelli, sem
heitir Grjótgarðsvatn. Vestan við dalinn og
vatnið er lágur og flatur háls, sem heitir
Grjótgarðsháls, en vestan við hann er
pollaflói í grunnu daldragi, þar sem Lóna-
kíll rennur út með Möðrudalsljallgarði
eystra. (Nú er einnig komin slóð inn eftir
hálsinum, sem er meira farin en hin, enda
þurrari).
Þegar komið er að vatninu sést í austur-
endann á gríðarmiklum grjóthrygg, sem
liggur þvert vestur yfír hálsinn frá norður-
enda vatnsins. Það er „grjótgarðurinn“ sem
hálsinn og vatnið eru kennd við. Samkvæmt
þjóðsögum Sigfúsar heitir hann Tröllkonu-
garður, en heima fyrir hefur hann jafnan
verið nefndur Skessugarður eða Grjótgarð-
ur. Hann telst vera austast í landi Möðru-
dals, á merkjum við Rangalón.
Skessugarðurinn er hæstur austanvert á
37