Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 40
Múlaþing
6. mynd. Skessugarður á Grjótgarðshálsi, Jökuldalsheiði. Flugmynd tekin af Skarphéðni G. Þórissyni 3.
okt. 2001. Hér sést greinilega að garðurinn nœr þvert yfir hálsinn og er hœstur á jöðrum hans. I baksýn
er Möðrudalsjjallgarður eystri og Herðubreið.
há-hálsinum, um 5 m að innan (sunnan) en
6-7 m utan (norðan). Hann er úr eintómu
stórgrýti, aðallega nokkuð rúnnuðum stein-
um, sem eru allt að 1-2 m í þvermál og tugir
tonna að þyngd. Þeim er hrúgað kyrfilega
upp í tiltölulega mjóan hrygg, sem gæti
verið álíka breiður neðst og hann er hár (7.
og 8. mynd). Aðalhryggurinn er um 250 m
langur, en lægri grjótröð er í framhaldi af
honum um 200 m til vesturs. Rekja má
garðinn vestur yfír hálsinn að flóanum vest-
an við hann, þar sem hann rís aftur nokkuð
samfellt, en það er um 2,5 km vegalengd (6.
mynd).
Ekki er sýnilegur munur á stærð stein-
anna neðantil og ofantil í hryggnum. Efstu
steinamir em svartir af skófum að utan- og
ofanverðu, en alveg naktir að sunnan, lík-
lega vegna sandfoks og sólarhita úr þeirri
átt. Norðan við garðinn er ásinn þakinn af
stórgrýtisdreif, einkum austan megin, og
nær grjótdreifín þar út undir þjóðveg. Innan
við garðinn em líka steinar á víð og dreif,
hálfgrafnir í melinn.
Elstu heimildir sem mér em kunnar um
þetta sérstæða náttúmfyrirbæri em sóknar-
lýsing Hofteigssóknar (1840), eftir Sigfús
Finnsson, sem fyrr var vitnað til, og sóknar-
lýsing Möðmdalssóknar eftir Stefán Þórar-
insson prest á Skinnastað, sem rituð er árið
1839, en þar segir svo:
„Þar vesturaf [þ.e. Sænautafelli] er háls lág-
ur, er heitir Grjótgarðsháls. A honum er garður
sem heitir Skessugarður. Hönum sýnist að vera
mtt saman eins og menn skyldu henda saman
grjóthrúgu og hvör steinn tylldi eða hrapaði
eftir heppni. í hönum era svo stórir steinar, að
38
J