Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 54
Múlaþing
^KR-03
?6- \4T
6. mynd. Hnífur með skafti úr beini er einn þeirra ellefu hnífa sem fundist hafa við uppgröftinn á
Skriðuklaustri.
Gripir
Á annað þúsund gripa hafa verið skráðir
í fundaskrá uppgraftrarins á Skriðuklaustri.
í skrána eru færðar inn upplýsingar um alla
fundi frá uppgreftrinum, þ.m.t. bein og sýni
auk gripa. Ur skránni má merkast nefna
ljósbera, liljulauf, kertaskreytingar af ýmsu
tagi, hengilás, lykil, sylgjur, talnabandsperl-
ur, keramik, bókarspensl, vikursteina,
nokkra stimpillakksmola, litunarstein, rak-
hnífa, matarhnífa, brýni og brot úr 16. aldar
leirkerum.
Margir þessara gripa benda ótvírætt til
þess að unnið hafi verið við skriftir og jafn-
vel handritagerð í klaustrinu, enda líkur á
því að svo hafi verið samkvæmt rituðum
heimildum. Bókarspenslin, vikursteinamir,
stimpillakksmolarnir og litunarsteinarnir
eru þar á meðal.
Flestir þessara gripa geta verið frá hvaða
tímaskeiði sem er, frá miðöldum fram til 19.
aldar, en þó er strax hægt að aldursgreina
eitt skrautbrotið til 14. aldar og sum kera-
mikbrotin með vissu til síðari hluta 15.
aldar eða fyrri hluta þeirrar 16. Gripir þessir
era þó allir mjög merkir, hver á sinn hátt,
því allir varpa þeir ljósi á það starf sem
fram fór á Kirkjutúninu á síðmiðöldum.
Litunarsteinarnir, vikursteinarnir og
stimpillakkið benda til þess að unnið hafí
verið við ritun handrita eða annarra skjala í
klaustrinu. Skrifað var á skjöl og handrit
með bleki, innfluttu eða heimagerðu, en
handritin vora auk þess gjaman skreytt með
mismunandi litum. Litimir gátu verið ýmis
konar, bæði fengnir beint úr íslenskri
náttúru eða fluttir inn. Til innfluttu litanna
má telja sérstaka litunarsteina. Þeir voru við
notkun muldir niður í fíngert duft sem síðan
var blandað saman við límkennt efni á borð
við eggjarauðu, eggjahvítu eða fískilím.
Þetta var gert svo hægt væri að festa það við
bókfellið.24
Áður en bókfellið var tekið í notkun var
það fægt með vikursteini eða kalki en
þannig var yfirborð þess sléttað og blekið
smaug betur inn í það.25 Þeir vikurmolar
sem fundist hafa við uppgröftinn era með
24Soffia Guðný Guðmundsdóttir og Laufey Guðnadóttir 2002. Bls. 53.
25Soffia Guðný Guðmundsdóttir og Laufey Guðnadóttir 2002. Bls. 49-50.
52