Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 56
Múlaþing
Silungur Þorskur Síld
8. mynd. Skipting fiskbeina eftir tegundum.
niðurstöður úr greiningu dýrabeina í áfanga-
skýrslu Skriðuklaustursrannsókna sem út
kom vorið 2003 og byggir meðfýlgjandi um-
Qöllun að mestu á því sem þar er birt.
Mikið fannst af beinum húsdýra og físka
innan rannsóknarsvæðisins. Þrjár heilar
hauskúpur af hestum hafa fundist en búið er
að tegundargreina öll bein sem fundust við
uppgröft sumarið 2002.
Húsdýrabeinin eru af sauðfé, hestum,
nautgripum og fuglum, líklega hænsnum.
Bein af sauðfé eru langflest, nautgripa-
beinin fylgja þar á eftir hvað íjölda varðar,
síðan hestabein og loks fuglabein sem eru
örfá (7. mynd).30
Athyglisvert er að sauðijárbeinin voru
í flestum tilfellum af kjötmestu pörtum
skepnunnar, sem augljóslega hafa þá verið
valdir sérstaklega úr þeim kjötminni.31
Þessar niðurstöður úr greiningu á beina-
safninu sýna ekki aðeins að kinda- og
lambakjöt hefur verið algengasta fæða
reglubræðranna, og þeirra sem höfðust við í
klaustrinu á Skriðu, heldur hefír sérvalið
kjötmeti verið þar helst á borðum.
Fisktegundirnar eru þrjár, silungur,
þorskur og síld. Svipað magn fannst af
þorsk- og silungsbeinum en síldarbeinin eru
aðeins tvö talsins (8. mynd).32 Silungurinn
getur hafa verið veiddur í ám og vötnum í
nágrenni Skriðuklausturs. Þorskurinn og
síldin hafa líklega verið flutt þangað ffá sjó
en vitað er að Skriðuklaustur átti ítök allt að
Héraðsflóa og á tjörðunum.33
Það verður þó að teljast afar merkilegt
að síldarbein skuli hafa fundist í rústunum
því síld þótti ekki mannamatur fyrr en á
síðari tímum. Síld var mikið notuð sem
skepnufóður hér áður fyrr, en rústir þær sem
grafíð var í sumarið 2002 eru án efa
mannabústaðir svo tæplega er hér um
skepnufóður að ræða. Verið getur að þeir
erlendu munkar sem hugsanlega höfðust
við í klaustrinu hafí borið þennan sið með
sér ffá heimalandi sínu en reikna má með að
einhverjir reglubræðranna hafi komið frá
Hollandi þar sem síld var algeng fæða
fólks.
Einnig má túlka síldarbeinin sem fúnd-
ust í rústunum á Skriðuklaustri sem vís-
bendingu um að Islendingar hafi borðað
síld á miðöldum þó svo hafí ekki verið
síðar. Rétt er að minna á að varðveisluskil-
yrði eru með eindæmum góð á Skriðu-
klaustri og því getur verið að síldarbeinin
hafi varðveist betur þar en annarsstaðar.
Bent skal sérstaklega á að beinin eru ein-
ungis tvö.
3oM0ller, Jonathan 2002.
31M0ller, Jonathan 2002.
32M0ller, Jonathan 2002.
33Heimir Steinsson 1965. Bls. 126 o. áfi.
54
I