Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 61

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 61
Hjörleifur Guttormsson Um ömefni og þjóðminjar í Álftafirði r , Árbók Ferðafélags Islands 2002 er fjallað um Austfirði frá Álftafirði til Fáskrúðsijarðar. Þegar sett er saman rit um svo víðfeðmt svæði fer ekki hjá því að margt verði útundan sem höfundur hefði viljað víkja að eða gera fyllri skil. Því varð að ráði að biðja Múlaþing fyrir greinasyrpu til birtingar áður en fennti yfir sporin um þetta svæði. Þar eins og víðar er rík þörf fyrir rannsóknir og heimildasöfnun á mörg- um sviðum, bæði um mannvist, ömefni, málfar og þjóðminjar en einnig þróun at- vinnuhátta og myndun þéttbýlis. Sumt af þessu þolir enga bið vegna breyttrar land- nýtingar, kynslóðaskipta og eyðingar byggða. Náttúra þessa landshluta bíður einnig frekari rannsókna svo og margvísleg áhrif búsetunnar á landið í tímans rás. Marka þarf sem skýrasta stefnu um land- notkun í skipulagi og taka ákvarðanir um náttúruvernd og varðveislu minja. Æskilegt er að hafa þá í huga fræðslu og afþreyingu fyrir ferðamenn og aðrar aðgerðir til stuðn- ings ferðaþjónustu. Hér á eftir er vikið að ýmsu er tengist Álftafírði en hliðstætt efni af svæðinu austar bíður um sinn. 1- mynd. Gömul naust á fjörukambi í Styrmishöfn, Grœnistapi í hafnarvoginum og aðal legan norðan við hann. - Allar myndir með greininni eru teknar af höfundi. Lónsheiði og farsóttir Lónsheiði fær misjöfn eftirmæli sem íjallvegur og alfaraleið en einhver hindrun hefur hún verið talin í vegi farsótta. Olavius ferðaðist um sunnanverða Austfirði til Lóns 1776 og segir m. a. í Ferðabók II (s. 133): „Það er talið merkilegt við Lónsheiði, að flestar plágur eða pestir, sem yfír landið hafa dunið, hafa ekki komizt lengra en að henni, hvort sem þær komu úr norðri eða suðri, og er þó heiðin einungis þriggja mílna breið.“ - Henderson hinn enski sem hér var á ferð í þoku og regni 1814 skrifaði um Lónsheiði í Ferðabók sína (s. 139-140): „Er þar úfíð og ömurlegt umhorfs og stað- arins helst að geta fyrir það, að hjer eru mörkin rnilli Múlasýslu og Skaftafellssýslu. Hefír heiðin jafnan reynst varnargarður þegar farsóttir hafa gengið. Á henni er nán- ast sífellt þoka.“ Vegna ofangreindra ummæla leitaði undirritaður til Haraldar Briem sóttvarna- læknis og fékk frá honum minnisblað dag- sett 3. janúar 2001. Haraldur telur ummæl- in um heiðina sem trausta vöm gegn far- sóttum mjög orðum aukin ef marka megi heimildir um stærstu plágur sem yfír landið hafa gengið allt frá 15. öld. Vísar hann m. a. til rits Jóns Steffensen Menning og mein- semdir (Reykjavík 1975). Líkur bendi að 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.