Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 75
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
geta menn haft þær til
samanburðar við upp-
dráttinn í Árbók 2002
þar sem tekið var mið
af fyrirliggjandi ör-
nefnaskrám.
Hér skal þess get-
ið að á uppdrætti af
Hofsdal og Flugu-
staðadal í Arbók
Ferðafélags Islands
2002 (s. 30-31) hefur
ömefnið Nónhnjúkur
verið sett við hæðar-
töluna 806 á fjallinu suðvestur af bæ á
Flugustöðum. Rétta nafnið þar erNóntindur
en ömefnið Nónhnjúkur á við um hnjúk
neðar í fjallinu, nánar tiltekið á Heiði utan
við Stórhólsgil. Hvorutveggja, tindur og
hnjúkur, eru eyktamörk fyrir nón frá
Flugustöðum og liggja nánast í sömu stefnu
horft úr grennd bæjar. Þá er á sama upp-
drætti nafnið Vogahamrar norðaustan í
Kjölfalli hafit í eintölu í stað fleirtölu en
stendur rétt í texta.
Byggðaminjar á Flugustaðadal
Urkoma getur orðið geysimikil við
Alftafjörð, einkum í suðaustanátt. Vaxa þá
lækir á Flugustaðadal ekki síður en í vor-
leysingum og færa aur og grjót úr fjöllunum
niður á láglendi þar sem Suðurá tekur við
efninu og flytur út eftir dalnum og í Álfta-
ijörð sem grynnkar smám saman. I Afrétt
innst á Flugustaðadal fellur Suðurá í stokki
en utar flæmist hún um malareyrar uns hún
sameinast kvíslum Hofsár utan við Tungu-
sporð. Vafalaust hefur gróðurlendi á Flugu-
staðadal rýmað til mikilla muna frá því um
landnám, bæði vegna aurburðar úr giljum,
skriðufalla og upphleðslu Suðurár sem
veldur landhækkun og útfærslu eyra á lág-
lendinu. Era skýr dæmi um þessa þróun frá
Uppdráttur I. „Mosfell" - tóftir undir Mosfells-
heiði á Flugustaðadal. Guðný Zoéga.
20. öld (Seleyjar) og allra síðustu ámm.
Eflaust hefur því verið öðruvísi umhorfs og
betra undir bú inni á dalnum fram eftir
öldum en síðar varð.
Heimildir era um að minnsta kosti tvo
bæi á dalnum innan við Flugustaði fyrr á
öldum. I upplýsingum Olaviusar um eyði-
býli í Múlasýslum sem hann aflaði í ferð
sinni um Austurland 1776 (Olavius, Ferða-
bók II, s. 144) er í Hofssókn m. a. getið um
Grenjaðarstaði á Flugustaðadal og sagt að
bærinn hafl eyðst af skriðuhlaupi en ekkert
ártal tiltekið. Þar er einnig getið um Þor-
kelssel sem eyðst hafi af ágangi Hofsár.
Halldór Stefánsson hefur engu við þetta að
bæta í skrá sinni yfir fombýli og eyðibýli í
Múlasýslum (Mitlaþing 5, 1970, s. 187). í
Sveitum ogjörðum III (s. 471) er eyðibýlið
undir Mosfellsheiði [Mosvallarheiði] nefnt
Mosfell og munnmæli um að þar hafi búið
djákni. Um Grenjaðarstað er í sömu heimild
getið þjóðsagna um „ ... að þar hafi verið
stórbýli með 18 hurðir á jámum, að það hafí
verið við Hakahlíð, þ. e. heldur innar en
gegnt Tunguhlíð.“
í sóknarlýsingu Jóns Bergssonar á Hofí
frá 1840 má lesa eftirfarandi:
73