Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 83
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
Á Starmýrardal er Bót ein og óskipt
innst, á Hofsdal austan Hofsár eru Hofs-
bætur tvískiptar (Ytri- og Innri-Hofsbót) en
Tungubót er gegnt þeim sunnan ár innst í
Hofstungu. Þessar bætur tilheyrðu allar
Hofí. Þar eru grösugar mýrar og flóar og var
þar, eins og áður greinir, heyjað um tíma á
19. öld frá Hvannavöllum. Á Múladal innst
eru Múlabætur tvískiptar (Ytri- og Innribót)
sunnan ár, en austan árinnar eru Geithella-
bætur þrískiptar (Ysta-, Mið- og Innstabót).
Innan við Bótarfoss (Stórafoss) í Geithellaá
eru þannig fimm aðgreindar bætur en
landfræðilega er þetta að heita má óskiptur
dalbotn en bætumar aðgreindar af þverám.
Á Bragðavalladal innan við Melíjall inn og
niður af Háahrauni er Vesturbót sunnan
Hamarsár (ömefnaskrá Bragðavalla, skráð
af Margeiri Jónssyni 1938 eftir Guðmundi
Dagssyni) en austan ár em Hamarsbætur,
Innribót (Innri-Hamarsbót) innan við Múla
og utar Ytribót (Ytri-Hamarsbót) gegnt
Þrándamesi (Sóknalýsingar, s. 531). Sú
breyting virðist þama hafa á orðið, líklega á
fyrrihluta 20. aldar, að hætt var að gera
greinarmun á Vesturbót og Innri-Hamarsbót
og hafa bændur síðan neíht svæðið innan
við Múla og Melljall Vesturbót, báðum
megin Hamarsár. Kann þetta að hafa gerst
með breyttri ábúð og fjallskilum.
Fjöldi afleiddra ömefna er dreginn af
dalbótunum og gætir endurtekninga, m. a.
koma fyrir í umræddum dölum hliðstæð
heiti eins og Bótargil, Bótará og Bótarfoss.
Þetta er ofur eðlilegt þegar litið er til þess
að hver jörð og dalur var eining út af íyrir
sig og lítil hætta á misskilningi af þessum
sökum. Fyrir ókunnuga getur hins vegar
reynst harla snúið að átta sig á þessum
samheitum og staðsetja þau.
Enn um Geithella
í árbók Ferðafélags íslands 2002 (s. 58)
fjallaði ég um uppruna nafnsins Geithellar
og leiddi líkur að því að sú væri hin
upprunalega orðmynd og afleiddar orð-
myndir eins og Geithelladalur, Geithellaá
og Geithellahreppur eigi því að rita n-laust.
Fyrir þessu eru ótal gild rök enda bæjar-
nafnið fram á 20. öld nær alltaf ritað Geit-
hellar eða Geithellrar, sem var hin eðlilega
fleirtölumynd í framburði fólks á þessu
svæði allt fram undir okkar daga. Um
Hellra-ömefni vísast í nafnaskrár árbóka
Ferðafélags Íslandsl993 (Við rætur Vatna-
jökuls) og 2002 (Frá Álftafirði til Fáskrúðs-
ffarðar), en af slíkum örnefnum úir og grúir
suðaustanlands. Hellar fleiri en einn vom í
nágrenni bæjar á Geithellum, sá stærsti
undir Helliskletti skammt inn og upp af bæ,
notaður fyrir reiðtygi ferðafólks fram á
síðasta ljórðung 19. aldar, en aurskriður frá
Leitislæk hafa síðan lokað nær alveg fyrir
hellismunnann.
Hægt væri að tína til ijölda dæma úr
ritum 19. aldar og til okkar daga þar sem
heiti bæjarins er ritað Geithellar (eða Geit-
hellrar) og afleidd öme&i n-laus, Geit-
helladalur osfrv. I ritinu Sveitir og jarðir er
ritað „samkvæmt heimavenju Geithellar“.
(,Sveitir og jarðir III, 1976, s. 454) Þannig
er ömefnið líka í sóknarlýsingum Bók-
menntafélagsins, einnig afleidd ömefni, en
hafa hins vegar verið tekin rangt upp í
nafhaskrá prentaðrar útgáfu (Sóknalýsingar
2000, s. 596). Orðmyndin Geithellur finnst
í seinni tíð varla nema á kortum Land-
mælinga íslands og hefur stofnunin endur-
prentað þetta ónefni aftur og aftur, síðast á
landabréfi af Norðaustur- og Austurlandi
útgefnu í júní 2003 (ferðakort 3, mæli-
kvarði 1 : 250 000). Jónas Hallgrímsson
ritar Geithellrar í dagbók sína 1842 (Ritverk
II. bindi , Reykjavík 1989, s. 487) og hefúr
81