Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 89

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 89
Hermann Pálsson Hrafnkell Freysgoði* Mannlýsingar Hrafnkels sögu eru gerðar af stakri snilld; einkum er mikil alúð lögð við að gera glöggva mynd af Hrafnkatli sjálfum, enda er persóna hans einstök í sinni röð og meginþáttur sögunnar í heild. Alla götu frá því að hann birtist fyrst á skipi föður síns fimmtán vetra að aldri, ‘mannvænn og gervilegur’ unglingur, uns hann fellur frá ‘ekki gamall maður’, blasir við augum les- anda minnisstæður og stórbrotinn persónu- leiki. Af sjálfsdáðum hefst Hrafnkell upp til metorða ungur að árum og gerist einráður höfðingi, sem öllum stendur beygur af, verður síðan að þola harðar píslir og niður- lægingu, en rís þó upp aftur um síðir og er þá valdameiri en nokkru sinni fyrr. I stórum dráttum minnir ferill hans á ódauðleg orð Daríusar í Alexanders sögu (bls. 80)1 um mannlegt þrek: ‘Það er mannsins eðli að þola stundum stór áföll en fagna stundum af farsællegum hlutum, bogna fyrir harðrétti, rísa því næst upp við afturfenginn tíma.2 [...] En það er sigruðum einkavon að vænta sér sigurs á óvinum sínum í annað sinn.’ Þótt einstakir þættir í fari Hrafnkels, einkum ofríki og ójafnaður eigi sér nánar hliðstæður í öðrum sögum, þá er hann eng- um öðrum goða líkur. Lengi skal manninn reyna, segir fomt spakmæli, og Hrafnkell er látinn þola óvenju miklar þjáningar, en hann reynist einnig öðram harður í horn að taka. I slíkri sögu skiptir innræti meira máli en yfírlit, enda er ekki skeytt um að birta ytri mynd af honum,3 heldur er þeim mun meiri rækt lögð við skapgerð hans og athafnir. Meðferð Hrafnkels á öðrum mönn- um er meginatriði. Svo er hermt þegar í fyrsta kapítula að Hrafnkell væri ekki nema sextán vetra að aldri þegar hann hóf að Mér er skylt að þakka Peter Springborg fyrir að leyfa mér að vitna í útgáfu hans á Hrafnkels sögu sem hefur ekki enn komið almenningi fyrir sjónir. ' Vitnað er í útgáfu Finns Jónssonar: Alexanders saga. Islandsk Over-sættelse ved Brandr Jónsson (Kobenhavn 1925). ^Orðið tími merkir ‘heill, hamingju, sælu’. Víðar í Alexanders sögu er vikið að brigðleika hamingjunnar; dauðlegir menn skyldu ekki ‘stærast af gefnum ríkdómi og fyrlíta sér minni menn. Eigi skyldu þeir og hinir sigursælu vera óþakknæmir við hinn hæsta sigurvegara. Sá er gefa má styrk og ríki, sigur og auðævi sá hinn sami má það allt í brott taka þegar er hann vill’ (37). Fyrr í sögunni (16) er talið að sá sé óverður farsældar ‘er hann vill ekki þola það er hart þykir. En þótt manni veiti þungt um stundar sakir, þá kemur þó jafnan logn á bak vindi.’ Mér þykir drjúgur fróðleiks auki vera fólginn í því að túlka Hrafnkels sögu í ljósi Alexanders sögu. Glöggum lesanda mun koma kynlega fyrir sjónir sú staðhæfing Sigurðar Nordals (Hrafnkatla, 5) að í Hrafnkels sögu séu ‘engin greinileg áhrif frá útlendum bókmenntum og ekki heldur frá öðrum íslendinga sögum.’ Síðar í ritgerð sinni (bls. 36-7) tekur hann í svipaðan streng: ‘Áhrifa erlendra bókmennta (þýðinga) verður lítið vart í sögunni, en vel hafa þær getað verið höfundinum nokkuð kunnar.’ 3Eina ytri mannlýsingin í Hrafnkels sögu er af Þorkatli Þjóstarssyni, rétt eins og hann birtist Sámi árla morguns á alþingi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.