Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 89
Hermann Pálsson
Hrafnkell Freysgoði*
Mannlýsingar Hrafnkels sögu eru
gerðar af stakri snilld; einkum er
mikil alúð lögð við að gera
glöggva mynd af Hrafnkatli sjálfum, enda
er persóna hans einstök í sinni röð og
meginþáttur sögunnar í heild. Alla götu frá
því að hann birtist fyrst á skipi föður síns
fimmtán vetra að aldri, ‘mannvænn og
gervilegur’ unglingur, uns hann fellur frá
‘ekki gamall maður’, blasir við augum les-
anda minnisstæður og stórbrotinn persónu-
leiki. Af sjálfsdáðum hefst Hrafnkell upp til
metorða ungur að árum og gerist einráður
höfðingi, sem öllum stendur beygur af,
verður síðan að þola harðar píslir og niður-
lægingu, en rís þó upp aftur um síðir og er
þá valdameiri en nokkru sinni fyrr. I stórum
dráttum minnir ferill hans á ódauðleg orð
Daríusar í Alexanders sögu (bls. 80)1 um
mannlegt þrek: ‘Það er mannsins eðli að
þola stundum stór áföll en fagna stundum af
farsællegum hlutum, bogna fyrir harðrétti,
rísa því næst upp við afturfenginn tíma.2
[...] En það er sigruðum einkavon að vænta
sér sigurs á óvinum sínum í annað sinn.’
Þótt einstakir þættir í fari Hrafnkels,
einkum ofríki og ójafnaður eigi sér nánar
hliðstæður í öðrum sögum, þá er hann eng-
um öðrum goða líkur. Lengi skal manninn
reyna, segir fomt spakmæli, og Hrafnkell er
látinn þola óvenju miklar þjáningar, en
hann reynist einnig öðram harður í horn að
taka. I slíkri sögu skiptir innræti meira máli
en yfírlit, enda er ekki skeytt um að birta
ytri mynd af honum,3 heldur er þeim mun
meiri rækt lögð við skapgerð hans og
athafnir. Meðferð Hrafnkels á öðrum mönn-
um er meginatriði. Svo er hermt þegar í
fyrsta kapítula að Hrafnkell væri ekki nema
sextán vetra að aldri þegar hann hóf að
Mér er skylt að þakka Peter Springborg fyrir að leyfa mér að vitna í útgáfu hans á Hrafnkels sögu sem hefur ekki enn komið
almenningi fyrir sjónir.
' Vitnað er í útgáfu Finns Jónssonar: Alexanders saga. Islandsk Over-sættelse ved Brandr Jónsson (Kobenhavn 1925).
^Orðið tími merkir ‘heill, hamingju, sælu’. Víðar í Alexanders sögu er vikið að brigðleika hamingjunnar; dauðlegir menn
skyldu ekki ‘stærast af gefnum ríkdómi og fyrlíta sér minni menn. Eigi skyldu þeir og hinir sigursælu vera óþakknæmir við hinn
hæsta sigurvegara. Sá er gefa má styrk og ríki, sigur og auðævi sá hinn sami má það allt í brott taka þegar er hann vill’ (37). Fyrr
í sögunni (16) er talið að sá sé óverður farsældar ‘er hann vill ekki þola það er hart þykir. En þótt manni veiti þungt um stundar
sakir, þá kemur þó jafnan logn á bak vindi.’ Mér þykir drjúgur fróðleiks auki vera fólginn í því að túlka Hrafnkels sögu í ljósi
Alexanders sögu. Glöggum lesanda mun koma kynlega fyrir sjónir sú staðhæfing Sigurðar Nordals (Hrafnkatla, 5) að í Hrafnkels
sögu séu ‘engin greinileg áhrif frá útlendum bókmenntum og ekki heldur frá öðrum íslendinga sögum.’ Síðar í ritgerð sinni (bls.
36-7) tekur hann í svipaðan streng: ‘Áhrifa erlendra bókmennta (þýðinga) verður lítið vart í sögunni, en vel hafa þær
getað verið höfundinum nokkuð kunnar.’
3Eina ytri mannlýsingin í Hrafnkels sögu er af Þorkatli Þjóstarssyni, rétt eins og hann birtist Sámi árla morguns á alþingi.