Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 94
Múlaþing Þá sagði hann það til að hann kvað það hégóma að trúa á goð og sagðist þaðan af aldrei skyldu á þau trúa. Og það efndi hann síðan að hann blótaði aldrei. Næst skal drepa á framgang Hrafnkels eftir eldraunina þegar hann hefst til auðs og valda austan heiðar. ’Hrafnkell sat á Hrafnkelsstöðum og rakaði fé saman. Hann fékk brátt miklar virðingar í héraðinu, vildi svo hver maður sitja og standa sem hann vildi. [...] Enginn náði með frjálsu að sitja nema Hrafnkel bæði leyfis að; urðu og allir honum að heita sínu liðsinni, hann hét þeim sínu liðsinni og trausti og lagði svo undir sig allt fyrir aust- an Lagarfljót.’ Um samskipti þeirra Hrafhkels og Sáms meðan báðir sitja að völdum tekur sagan það skýrt fram að þeir fimdust ol't ‘á mannamótum og minntust þeir aldrei á sín skipti.’ Þetta kemur prýðilega heim við heilræði Aristó- tilesar: ‘Skalattu á minnast eftir teknar sættir umliðið sundurþykki’ (Alexanders saga 7). Þær hrottalegu píslir sem Hrafnkell er látinn þola á Aðalbóli virðast í fljótu bragði orka á hann til mildi: ‘Var nú skipan á komin brátt mikil, að maðurinn var miklu vinsælli en áður. Hrafnkell tók hina sömu skapsmuni um gagnsemd og risnu, en miklu var hann nú gæfri maður en fyrr og hægri að öllu.’13 í þráa við þessa lýsingu reynist Hrafnkell jafn grimmur og fýrir eldraunina þegar hann lætur eggjast af orðum griðku á Hrafn- kelsstöðum til að ráða niðurlögum Eyvindar, alsaklauss manns. Hún minnir Hrafnkel á fýrri völd og niðurlægingu: ‘Verður sú lítil virðing sem snemma leggst á ef maður lætur síðan með ósóma og hefúr eigi traust til að reka þess réttar síðan o.s.ffv.’14 Með drápi Eyvindar og sigri yfir Sámi vinnur Hrafnkell allt sem hann hafði áður tapað og tekur þá upp íýrri hætti, þegar hann stóð í manndrápum og bætti engan mann fé: ‘Fyrir Eyvind bróður þinn skulu öngvar bætur koma.’ Hraíhkatli er ekki einungis mikið í mun að endurheimta þau völd sem Sámur hafð svipt hann, heldur vill hann einnig verða sami harðráði höfð- inginn og fýrr; hann vegur saklausan vítis- laust. Hluti í upphefð Hrafiikels að lokum er niðurlæging Sáms: ‘Þú munt sitja kyrr á Leikskála ef þú ofsar þér eigi til vansa, og minn undirmaður skaltu vera meðan við lifúm báðir. Muntu og til þess ætla mega að þú munt lægra fara verða en fyrr.’15 Illa hefur Hrafnkatli liðið meðan ‘smá- maðurinn’ Sámur fór með goðorð og taldist jafningi Hrafnkels. 13Hér er glögglega gefíð skyn að líkamlegar þjáningar Hrafhkels hafí breytt honum til hins betra, enda er um að véla hugmynd sem fólgin er í orðtakinu að berja e-n til batnaöar, að lemja úr kauða hvers konar illsku og ófagnað. Ólafs saga helga segir frá för konungs upp í Raumaríki, þar sem bændur höfðu her manns. ‘En er þeir fundust ortu bændur þegar á til bardaga, en brátt brann hlutur þeirra við og hrukku þeir þegar undan, og voru þeir barðir til batnaðar því að þeir tóku þegar við kristni.’ Glöggum lesendum Knytlinga sögu (149) hefur jafnan þótt mikið koma til orða Asbjamar jarls sem hvetur Knút konung til að fara með mikið lið á hendur ótrúum bændalýð. Vœri þá níðingar barðir til batnaðar. andstæðu við Hrafnkel, sem lætur umsvifalaust eggjast af orðum griðkonu sinnar og fara að Eyvindi sem aldrei hafði gert honum neitt til miska, hlýðir Bjami á Hofi rólegur á konu sína þegar hún hvetur hann til að hefna þriggja heimamanna hans sem Þorsteinn hafði vegið. Bjami bendir henni á að þeir voru engan veginn saklausir. Morguninn eftir fer hann einn síns liðs til Sunnudals að heyja einvígi við Þorstein (Þorsteins þáttur stangarhöggs). ^Slík ummæli minna á orð Magnúss berfætts þegar hann deildi á óhlýðni lendra manna: ‘Heyrir það til konungs tign að lægja uppgang og ofurkapp sinna undirmanna ef þeir kunna eigi að meta sig sjálfír.’ (Fornmanna sögur VII, bls. 22). 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.