Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 101
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum
hefur verið hægt að fara með hesta
og reka búfénað, sem sjá má af
svokölluðum brúartolli „Bro-penge“.
Honum var komið á seint á 18. öld,
en hætt við hann fljótlega.E12 Það er
trúlega eina skiptið, sem krafíst hefur
verið brúartolls hér á landi.013 Eftir
að steinbogans hjá Brú naut ekki
lengur við, var aðeins brú á ánni hjá
Fossvöllum. Heimildir benda til, að
brýrnar þar hafí fallið niður eða
laskast, en virðast fljótlega hafa
verið endurnýjaðar.E14 Þegar Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson ferðuðust
um landið um miðja 18. öld er sam-
kvæmt ferðasögu þeirra svo komið,
að þar er eina brú landsins. Hún er þá
orðin hrörleg og þótti ástæða til að
taka ofan af hestum og bera klyljar-
nar yfír hana. Það hefur verið ómak
að standa í slíku, en sýnir hversu
miklum takmörkunum gömlu timb-
urbrýmar hafa verið háðar. A tímum Egg-
erts og Bjama hefur Jökulsá á Brú haft
sérstöðu meðal vatnsfalla landsins, því
gagnstætt flestum eða öllum öðrum ám, þá
virðist hún lengst af byggðar í landinu hafa
verið með brú eða brúm.
Aðdragandi brúar á Jökulsá hjá
Hákonarstöðum
Þegar kom að því að þjóðin hæfíst handa
við að koma brúm á ár landsins, seint á 19.
öld og í byrjun þeirrar 20., er athyglisvert,
að þá er það fljótlega þessi á, Jökulsá á Brú
á efra brúarstæðinu, þ. e. á Efra-Dal, sem
menn hugsa til. Það er að vonum, því sam-
kvæmt sögninni lá þarna fyrrum mikilvæg
leið yfír og ætla má, að menn hafí viljað
halda henni áfram. Því má geta sér til, að
steinboginn forni hafí minnt á, að þar hafði
mátt komast yfír ána á brú. Menn gátu á
þessum tíma bjargað sér sjálfum yfír ána á
Jökulsá hjá Fossvöllum; seinasta trébrúin frá
1883. Mynd af póstkorti.
kláfum, þótt óþægilegt og hættulegt væri.
En þá vantaði að koma hrossum og farangri
yfír, sem var nauðsynlegt flestum ferða-
löngum, sérstaklega á langferðum. Meðan
svo háttaði til, hefur varla verið hægt að tala
um að fær leið væri yfír ána. Reyndar, þegar
sá tími kom, var brú á Jökulsá á Efra-Dal
ekki sett við bæinn Brú, á slóðum stein-
bogans, heldur nokkru neðar, hjá Hákonar-
stöðum með Klaustursel á eystri bakkanum.
Það hefur trúlegast þótt heppilegra, því ekki
var lengur farin leiðin suður á land um hinn
foma alþingisveg, sem fyrr er nefndur, og
biskupar voru þar ekki lengur á ferð. Miklu
fremur hefur skipt máli leiðin milli Norður-
lands og Fljótsdalshéraðs og þá hefur legið
beinna við að fara hjá Hákonarstöðum yfír í
Fljótsdal. Sú leið hefur hentað betur byggð-
inni í Jökuldalsheiði og á Brekku í Fljótsdal
99