Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 120
Múlaþing
Horftyfir til Klaustursels frá norðurbakkanum, mynd tekin 2000. Brúin eftir að grindinni hafði verið lyft
1953. Komið er landhaf að norðan (nœr á mynd). Nýir stöplar beggja vegna ár. A norðurbakkanum sér í
gamla landstöpulinn undir grindarendanum. A austurbakkanum er gamli landstöpullinn farinn. Steypt
hefur verið framan stöpulsins til að tryggja hann fyrir ánni. Ljósm. Aron Bjarnason, fengin hjá Vega-
gerðinni.
tími mannvirkisins er tekinn með í dæmið,
þá væri brúin hjá Hákonarstöðum vafalítið
með þeim hagstæðustu. Timburbrúin, sem
ráðgerð var þar í upphafi, hefði örugglega
farið verst í þeim samanburði, eins og Jón
talaði um í bréfinu frá 14. október 1906, og
fyrr er vitnað í.
Til að reyna að átta sig á kostnaði við
brúna uppá tæpar 9 þús. kr. þarf frekari
samanburð en tölumar einar. Allt verðmat
milli ólíkra tíma er mjög hæpið. Helst er að
setja hlutina í samhengi við önnur verðmæti
á sama tíma. I því sambandi má nefna, að
um svipað leyti og brúin var byggð var
jörðin Möðmdalur á Fjöllum þarna skammt
frá auglýst til sölu og vom settar upp 5000
kr.154 Hún hlýtur að hafa verið í háu verði,
því undir aldamótin 1900 er búið þar orðið
eitt það allra stærsta austanlands og þó víða
væri leitað.155 Að auki var jörðin mjög
landmikil eins og kunnugt er og hefur því
verið mikil eign. En vegleg brú á stórfljót
eins og Jöklu hefur líka verið mikils virði.
Brúin hjá Hákonarstöðum var ásamt
Fnjóskárbrúnni endapunkturinn á erlendri
hönnun og verkframkvæmd hérlendis við
gerð varanlegra brúa.056 A þessum árum
vom íslendingar einmitt að taka að sér slíka
mannvirkjagerð að miklu eða öllu leyti.
Timburbrýmar höfðu landsmenn aftur á
móti séð sjálfir um að mestu. Það var aðeins
í fáeinum dæmum að erlendir aðilar kæmu
við sögu brúabygginga hérlendis síðar og
þá helst í sambandi við hengibrýrnar.
Islendingar byggðu á erlendum fyrirmynd-
um að sjálfsögðu og þá helst frá Evrópu og
þar vom viðskiptin með aðföng á efni.
Grindarbitinn hjá Hákonarstöðum hafði
sérstöðu hérlendis. Sérkenni hans hinn
breiði og kúpti bogi (þ. e. hliðamar í
brúnni), var ekki tekinn upp hér, þótt hann
sé öflugur og svipmikill. I staðinn vom
118