Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 123

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 123
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum í ána en engar brýr á ánni sakaði þá að heldur.059 Eftir að grindinni var lyft verður að telja litlar líkur á að flóð nái að skemma brúna, svona í ljósi reynslunnar. Á Jökul- dalnum er jámi ákaflega lítið ryðhætt og er sennilega hvergi á byggðu bóli hérlendis betra hvað það varðar. Upphafleg vinna á brúnni hefúr verið góð, sem hvoru tveggja hefur gefíð henni svona marga daga og sér ekki ennþá fyrir endann á þeim. Brúin hefúr því nýst vegfarendum einkar vel allt fram á þennan dag. Umgengni um brúna hefur ekki verið sem skyldi, eins og íslendinga er oft háttur. Stórir bílar munu hafa farið með hjól niður í gegnum timburgólfíð, en það hefur þó ekki orðið að slysi. Bílar hafa lent út í grindina að innanverðu á leið sinni yfír hana. Viðgerðir hafa miðast við að bjarga málum í snatri, óháð upphaflegri gerð hlutanna og af litlum metnaði. Almennt viðhald á brúnni hefur verið í lágmarki. Það þyrfti að koma handrið á landbrúna frá 1953 í stíl við það, sem er fýrir á brúnni, sem er upprunalegt. Grindin er að sjálf- sögðu best komin á núverandi undirstöðum og ekki um annað raunhæft að ræða, en allar aðrar aðgerðir við brúna ættu að miðast við að hún haldi sínu upphaflega útliti sem mest. Gömlu undirstöðumar að norðanverðu ætti að varðveita, til að sýna hvemig þær voru upphaflega. Umhverfí brúarinnar þyrfti lagfæringar við. Það þyrfti að gera plan fyrir stóra bíla að snúa á norðurbakkanum. Einnig er ástæða til græða þau sár, sem rótið í melinn vegna aðkomunnar að brúnni að norðan hefur valdið. I Klausturseli - eina byggða bænum austan ár, sem brúin þjónar nú - hefur verið komið upp ferðaþjónustu og má því segja að brúin hæfí staðnum ákaflega vel og með skynsamlegri notkun, tengdri þeim eina bæ, er hún enn í gildi. Ekki er ástæða til að ætla stærstu langferðabílum að fara yflr hana því örstutt er að bænum. Að ganga frá brúnni ætti frekar að vera kærkomin hreyfing flest- um, sem em á ferðalagi, eftir að hafa setið í bíl langar leiðir. Full ástæða er til að gæta brúarinnar sem prýði staðarins. Þess er að geta, að hún er fyrsta nútíma brúin á Jöklu og númer tvö á Austurlandi eftir fyrri Lagarfljótsbrúnni og elsta uppi- standandi brú í landsfjórðungnum. Hún er elsta brú landsins, sem er enn í notkun fyrir bílaumferð. Hún er ótvírætt sá grindarbiti, ásamt göngubrúnni á Skjálfandafljóti hjá Fosshóli, sem ætti helst að varðveita til minja á Islandi. Brúin er óvenjulega sviphrein, þar sem eru hinir kúptu burðarbogar. Það er oft svo, að fallegt form og góð burðarþolshönnun helst í hendur og á það ótvírætt við þessa brú. Hún ber einnig vitni smekkvísi og verkmenningu stálframleiðandans og brúar- mennimir hér heima virðast líka hafa skilað sínu með sóma. Hún hefur sannað gildi sitt á langri ævi, sem sér ekki enn fyrir endann á. Því verður að telja þá ákvörðun oddvit- ans, að tillögu verkfræðings landsins, sem vitnað var til hér fyrr í greininni „að sett yrði amerísk jámbrú á Jökulsá hjá Hákonar- stöðum í stað trébrúar þeirrar, er áður var samþykkt að setja þar,“ mjög framsýna. Brýr á Jökulsá á Brú árið 2003 Brú á Jökulsá hjá bænum Brú var byggð 1953 og þá trúlegast helst vegna byggðar- innar í Hrafnkelsdal. Svo minnst sé á stöðu brúamála á Jöklu í nútímanum, þá verður að telja hana vel brúaða, sem er á sex stöðum. Það er hjá Brúarási (Fossvöllum), Hjarðar- haga, Merki, Hákonarstöðum, Brú og nú seinast Kárahnjúkum. Reyndar er ein brú til viðbótar, þ. e. brúin hjá Fossvöllum frá 1931, sem nú er göngubrú. 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.