Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 133
Silfurrósir í svörtu flaueli
eskju án þess að það sé sagt berum orðum.
Fyrst er blóminu lýst, hvemig það vex og
dafnar í skjólsælli brekku uns það er rifið
upp með rótum og lokað inni í bæ þar sem
það hefur misst allt sem það unni og
kvelst af þrá eftir sól og sumri. Svo þegar
reynt er að gróðursetja það á nýjum stað
eru lífsskilyrði þess önnur en fyrr:
Skalf það í næðingum norðvestri frá,
bjó ekki lengur í brekku.
Æskan var horfín og útkulnuð þrá,
draumar um blómskrýdda brekku; ...
í ljóðabókum Guðfmnu er talsvert um
íburðarmiklar náttúralýsingar og fetar hún
þar í fótspor ýmissa síðrómantískra skálda
eins og Páls Ólafssonar, auk samtímaskálda.
Guðfmna bjó alla tíð við frekar þröngan kost. Hún var lengst af húsfreyja í sveit og
átti stóran barnahóp. Tóm til að liggja yfír skáldskap hefur því verið mjög takmarkað.
Ljóð Guðfínnu era tilfínningarík og hjarta hennar slær með þeim sem eiga bágt, hvort
sem það eru menn, jurtir eða dýr. Hún lést 1972.
V_______________________________________________________________________________________J
Magnús orti allmörg kvæði í nýróm-
antískum anda (t.d „Skipbrot“, „Ásrún“,
„Skilnaðartár") en raunsæi í 19. aldarstíl
bregður einnig fyrir (sjá t.d. ljóðið „Æru-
prís“ sem hann orti um Ammund Gíslason á
Bakkafírði). Lengst mun nafn Magnúsar
lifa í íslenskri bókmenntasögu fyrir ádeilu-
skáldskap og meinfýndna lífsspeki. Að því
leyti var hann fyrirrennari Steins Steinarrs.
Eitt besta kvæði Magnúsar af þessu tagi
heitir „Sköpun mannsins“:
Alfaðir í Eden fann
apa, sem um greinar rann;
ætlaði að gjöra úr honum mann,
sem elskaði guð og náungann.
Sat hann við með sveittar brár
sextánhundraðþúsund ár.
Apinn reyndist þrjóskur, þrár
þykkjukaldur og hyggjuflár.
Að hálfu leyti api enn,
eðlin geymir tvenn og þrenn;
lítil von hann lagist senn.
- Lengi er guð að skapa menn.7 * 9
Magnús bjó lengst af í Vestmannaeyjum
og Hafnarfírði, átti við heilsuleysi að stríða
og lést 1942. Ljóðasafn hans,Illgresi, kom
fyrst út 1924 og síðar aukið og endurbætt
1942. Illgresi mun jafnan verða talið meðal
vönduðustu Ijóðabóka 20. aldar.
En ekki voru allir jafn heillaðir af nýró-
mantíkinni. Einn af þeim var ungur maður
7Reykjavík 1937, bls. 25-26. 131
^Hélublóm, bls. 56.
^lllgresi, bls. 55.