Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 139
Silfurrósir í svörtu tlaueli
Bergvatnið dunar við sindrandi laufgull á lundum
leikur sér glettinn andvari kominn af heiðum.
Frammi á eyrinni miðaldra maður að veiðum.
Makráðar sýnast eyjar á húmbláum sundum.19
Sigurður Óskar Pálsson er þekktastur
fyrir gamanmál og stökur um menn og mál-
efni þótt ljóð af alvarlegra tagi byrjuðu
snemma að birtast eftir hann í blöðum og
tímaritum. Má þar nefna kvæðið „Gangna-
dagsmorgun“ sem birtist í Múlaþingi 1966
og verður seint oflofað. Það var þó ekki
fyrr en 2001 að ljóðum Sigurðar var safnað
saman í bókina Austan um land að fFum-
kvæði Félags ljóðaunnenda á Austurlandi.
Lokaljóð bókarinnar heitir því táknræna
nafni „Búist til síðslægna“. Það er býsna
fast í forminu en hin eldgamla hugmynd um
„manninn með ljáinn“ gengur þar í endur-
nýjun lífdaga:
Tygjaður naslar í varpanum hrímbleikur hestur.
Húsbóndinn sjálfur niður við steðjann er sestur;
þungbúinn, ffáneygur horfír um hríð útí bláinn,
hamrinum lyftir, tekur að dengja ljáinn.20
Sigurður Óskar Pálsson
Eitthvert vandaðasta Ijóðasafn sem út hefur komið
eftir austfirskan höfund.
Atómskáld
Til voru þeir sem vildu ganga enn lengra
í endumýjun ljóðlistarinnar í kjölfar breyttr-
ar heimsmyndar eftir stríð en Snorri Hjart-
arson og sporgöngumenn hans. Einn af
þeim var ungur Eskfirðingur, Einar Bragi,
fæddur 1921. Ásamt Hannesi Sigfússyni,
Sigfúsi Daðasyni, Jóni Óskari og Stefáni
Herði myndar hann hóp skálda sem venja er
að nefina „atómskáldin". Það vom þessi
skáld sem stigu skrefíð til fulls til „mód-
emisma“. í tímaritinu Birtingi, 3.-4. hefti
1958, lýsir Einar Bragi kröfum sem hann
telur að eigi að gera til nútímaljóða og ræðst
í leiðinni á hefðbundna ljóðagerð. Greina
má augljóst bergmál frá orðum Þórbergs
sem vitnað var til hér að framan: „Hann
[módemisminn] er eftir mínum skilningi
fyrst og fremst uppreisn gegn stöðnuðum
formum, vélrænum stuðlamnum, óinnlif-
uðu orðaskvaldri, andlausri skrúðmælgi,
umskiftalausum ytri lýsingum, myndlaus-
um frásagnarkvæðum og alls konar bundnu
„þjóðlegu“ rausi sem var að kæfa ljóðið -
og jafnframt er hann viðleitni til endumýj-
unar: Sköpunar nýrra ljóðforma, hreinsunar
ljóðmálsins, nýbreytni í myndum, líkingum
og hugmyndatengslum í þeim megintil-
gangi að heija ljóðið sjálft til öndvegis.“21
Orð Einars Braga lýsa vel þeim hugmynd-
um sem atómskáldin stóðu fyrir á þröskuldi
nýrra tíma. Mannkynið stóð agndofa gagn-
vart eigin valdi þar sem lífið var allt í einu
orðið jafn “meðfærilegt eins og vindla-
19/garði konu minnar. Útgáfustaðar ekki getið en bókin kom út 1998. „Við ána“ er á bls. 27. 137
20
^Austan um land. Utgáfustaðar ekki getið. Bókin kom út 2001. „Búist til síðslægna" er á bls. 69.
21Hér vitnað eftir Eysteinn Þorvaldsson: Ljóðaþing. Reykjavík 2002, bls. 219.