Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 149
Silfurrósir í svörtu flaueli sem tengjast Þingvöllum.44 Áður hafði hún sent frá sér ljóðabækurnar Einleikur á regn- boga (1989) og Disyrði (1992). Ljóð yngstu skáldakynslóðar síðustu aldar einkennast oft á tíðum af mjög per- sónulegri og innhverfri tjáningu og efa- hyggju þar sem tilvistarangist, dauðageigur og örvænting einstaklinga hefur leyst þjóðfélagsgagnrýni 68-kynslóðarinnar af hólmi. Það ljóðskáld sem mestrar athygli hefur notið á síðasta hluta 20. aldar er án efa Gyrðir Elíasson (f. 1961). Hann er, eins og kunnugt er, ættaður frá Borgarfírði eystra. Má víða í verkum hans fínna efni sem teng- ist Borgarfírði og næsta nágrenni. I ljóðinu „Rissblað ferðamannsins“ segir m.a.: tek morguninn eftir gönguferð útfrá hótelinu samkvæmt forskrift iitprentaða bæklingsins. álfa- borg stígur úr náttserknum höfuðlaus rafmangslaus bíllaus en borg samt sem áður. innar afgirtur graf- reitur fransmanna. utar á klettinum völdum til sjálfsvíga endurvarpsstöð meðal við einangmn og mastrið hallast svipað öðru mannvirki sunnar. norðanátt sundurtættur fjarðarkjafturinn froðu- fellir. geng fjömr en rommtunnur allar horfnar. mastrið lætur undan hægt og sígandi undirstöður að gefa sig. í þorpinu miðju er kirkjuskipið ostmskel utan um handmálaða perlu.45 Myndmálið ber oft á tíðum ljóðin uppi eins og hjá atómskáldunum en hefúr verið endurskoðað og er oft tormelt og marg- brotið. í Blindflug/Svarlflug er t.d. þessa mynd að finna: 44Hús á heiðinni útg. 1996. 45Bakvið Mariuglerið, 2 útgáfa endurskoðuð 1987, bls. 124. 462. útg. 1987, bls. 143. 47Reykjavík 1995. 48Reykjavík 1996. Uppaf botninum fljóta höfuðin áþekk blöðrum skomum af streng, mara hálf í vatnsskorpunni og hvelfíngin endur- ómar af sogum vatnsfylltra öndunar- færa, myllusteinn um háls, á bakkanum liggja lendaskýlur til þerris.46 Þá er mikið lagt upp úr óbeisluðu hug- myndaflugi eins og t.d. má sjá í bókum Sjóns. Hann hefur vakið súrrealismann til lífs á ný en honum hafði lítill sómi verið sýndur í íslenskum bókmenntum síðan Halldór Laxness var að gera tilraunir með hann á þriðja áratugnum. Á öllum tímum virðist óhamingja í ástum vera öruggur aflvaki skáldskapar og afurðimar svipaðar frá öld til aldar þótt breytingar á framsetningu séu tískubundnar. „Það er kunnugt,“ segir Jón Olafsson í Skuld 1882,“ að flestöll Ijóðskáld byrja á því, einkum á 17 til 20 ára aldrinum, að kveða um „ást“, sem „brást“ og ríma saman „harm“ við „barm,“ og „bál“ við „tál“; þeir eru Ieiðir á lífínu áður en þeir eru famir að lifa það fyrir alvöru“. Þau skáld sem hafa verið að kveðja sér hljóðs í lok aldar em engin undantekning að þessu leyti, leggja jafnvel heilar bækur undir eins og t.d. Gerður Kristný í ljóðabókinni Isfrétt. Um þetta skortir ekki dæmi héðan að austan. Steinunn Ásmundsdóttir notar megnið af bók sinni Dísyrði undir slíkt efni, það sama gerir Steinunn Snædal (f. 1971) í Ijóðabók sinni Á heitu malbiki41 og Ingunn Sigmars- dóttir (f. 1966) frá Desjarmýri í ljóða- bókinni Hjörtu í ilmandi umslögum4& sem hún gaf úr 1996. Undir þessum formerkj- iim hafa mörg ódauðleg bókmenntaverk orðið til á öllum tímum en einnig urmull af ómerkilegu léttmeti. 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.