Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 149
Silfurrósir í svörtu flaueli
sem tengjast Þingvöllum.44 Áður hafði hún
sent frá sér ljóðabækurnar Einleikur á regn-
boga (1989) og Disyrði (1992).
Ljóð yngstu skáldakynslóðar síðustu
aldar einkennast oft á tíðum af mjög per-
sónulegri og innhverfri tjáningu og efa-
hyggju þar sem tilvistarangist, dauðageigur
og örvænting einstaklinga hefur leyst
þjóðfélagsgagnrýni 68-kynslóðarinnar af
hólmi.
Það ljóðskáld sem mestrar athygli hefur
notið á síðasta hluta 20. aldar er án efa
Gyrðir Elíasson (f. 1961). Hann er, eins og
kunnugt er, ættaður frá Borgarfírði eystra.
Má víða í verkum hans fínna efni sem teng-
ist Borgarfírði og næsta nágrenni. I ljóðinu
„Rissblað ferðamannsins“ segir m.a.:
tek morguninn eftir gönguferð útfrá hótelinu
samkvæmt forskrift iitprentaða bæklingsins. álfa-
borg stígur úr náttserknum höfuðlaus rafmangslaus
bíllaus en borg samt sem áður. innar afgirtur graf-
reitur fransmanna. utar á klettinum völdum til
sjálfsvíga endurvarpsstöð meðal við einangmn og
mastrið hallast svipað öðru mannvirki sunnar.
norðanátt sundurtættur fjarðarkjafturinn froðu-
fellir. geng fjömr en rommtunnur allar horfnar.
mastrið lætur undan hægt og sígandi undirstöður
að gefa sig. í þorpinu miðju er kirkjuskipið
ostmskel utan um handmálaða perlu.45
Myndmálið ber oft á tíðum ljóðin uppi
eins og hjá atómskáldunum en hefúr verið
endurskoðað og er oft tormelt og marg-
brotið. í Blindflug/Svarlflug er t.d. þessa
mynd að finna:
44Hús á heiðinni útg. 1996.
45Bakvið Mariuglerið, 2 útgáfa endurskoðuð 1987, bls. 124.
462. útg. 1987, bls. 143.
47Reykjavík 1995.
48Reykjavík 1996.
Uppaf botninum fljóta höfuðin áþekk
blöðrum skomum af streng, mara hálf
í vatnsskorpunni og hvelfíngin endur-
ómar af sogum vatnsfylltra öndunar-
færa, myllusteinn um háls, á bakkanum
liggja lendaskýlur til þerris.46
Þá er mikið lagt upp úr óbeisluðu hug-
myndaflugi eins og t.d. má sjá í bókum
Sjóns. Hann hefur vakið súrrealismann til
lífs á ný en honum hafði lítill sómi verið
sýndur í íslenskum bókmenntum síðan
Halldór Laxness var að gera tilraunir með
hann á þriðja áratugnum.
Á öllum tímum virðist óhamingja í
ástum vera öruggur aflvaki skáldskapar og
afurðimar svipaðar frá öld til aldar þótt
breytingar á framsetningu séu tískubundnar.
„Það er kunnugt,“ segir Jón Olafsson í
Skuld 1882,“ að flestöll Ijóðskáld byrja á
því, einkum á 17 til 20 ára aldrinum, að
kveða um „ást“, sem „brást“ og ríma saman
„harm“ við „barm,“ og „bál“ við „tál“; þeir
eru Ieiðir á lífínu áður en þeir eru famir að
lifa það fyrir alvöru“. Þau skáld sem hafa
verið að kveðja sér hljóðs í lok aldar em
engin undantekning að þessu leyti, leggja
jafnvel heilar bækur undir eins og t.d.
Gerður Kristný í ljóðabókinni Isfrétt. Um
þetta skortir ekki dæmi héðan að austan.
Steinunn Ásmundsdóttir notar megnið af
bók sinni Dísyrði undir slíkt efni, það sama
gerir Steinunn Snædal (f. 1971) í Ijóðabók
sinni Á heitu malbiki41 og Ingunn Sigmars-
dóttir (f. 1966) frá Desjarmýri í ljóða-
bókinni Hjörtu í ilmandi umslögum4& sem
hún gaf úr 1996. Undir þessum formerkj-
iim hafa mörg ódauðleg bókmenntaverk
orðið til á öllum tímum en einnig urmull af
ómerkilegu léttmeti.
147