Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 154

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 154
Múlaþing búið á Tunguseli í Hallormsstaðasókn 1748 en árið áður fæðist Guðmundur, elstur þeirra bama sem á lífí em 1816, og segir manntalið hann fæddan á Amheiðarstöðum í Fljótsdal. Helga dóttir þeirra fæðist 1752 á Bessa- stöðum í Fljótsdal og er líklegt að þau búi stutt á Tunguseli og fari í Bessastaði um 1750, ekki er vitað hve lengi þau eru á Bessastöðum en þar eru þau 1773. ÆAU segja þau búa í Meðalnesi í Fellum 1784 til 1786 og í Bót 1787 til 1788. Af því sem vitað er um systkini Gunn- laugs Jónssonar þá virðast þau vera dugn- aðarfólk, bræður hans; Guðmundur á Víf- ilsstöðum, Þorsteinn á Hóli í Kelduhverfí og Gísli í Bót, síðar á Hvanná og Amórs- stöðum em allir góðir bændur. Systur hans; Sesselja í Fremraseli í Tungu, Helga á Gilj- um, Ingibjörg í Klausturseli og Sólrún í Hallfreðarstaðahjáleigu giftast góðum bændum og em sjálfrar sín. Sigurður, sem í Þjóðsögum Sigfúsar er kallaður Fljóts- dælaskáld, var vinnumaður á Húsum í Fljótsdal þegar hann var kosinn hreppstjóri. Um þau Halldór og Katrínu veit ég ekkert annað en það sem segir um þau í ÆAU að þau hafí verið bamlaus. í ÆAUer talin ættgeng geðveiki meðal þessa fólks og sögð um það þjóðsaga þar sem eitt bama Sölva Gunnlaugssonar og Helgu Sigfúsdóttur sem bjuggu í Hjarðar- haga síðari hluta 17. aldar var heillað af álfum en fyrir kyngi Sölva var því náð aftur til mannheima. Því íylgdu heitingar af hálfú álfkonunnar sem barninu hafði náð, á þá lund, að ævinlega skyldi einhver í ættinni vera geðveikur. Hvað sem líður þessari alþýðuskýringu þá er víst að geðveila er áberandi meðal af- komenda þessara systkina. ÆAU segja að Gunnlaugur Jónsson hafi verið efnilegur maður í æsku. Rétt er að geta þess að Gunnlaugur nokkur Jónsson yrkir sveitarvísur um bændur í Fellum ein- hvem tímann á níunda áratug átjándu aldar. Eiríkur frá Dagverðagerði telur að þar sé Vitlausi Gunnlaugur á ferðinni. Tímans vegna getur þetta staðist og Gunnlaugur þá um tvítugt þegar hann semur þessa lýsingu á Fellabændum. Vísurnar eru margar galsafengnar og ekki líklegar til að hafa aukið höfundi sínum vinsældir. Arið 1793 verður Gunnlaugi örlagaríkt. Hann mun þá vera vistfastur í Fljótsdal en er ekki skráður í húsvitjunarbók það ár. Um haustið, 19. september, dmkknar Sig- urður bróðir hans í Lagarfljóti við annan mann, þeir ætluðu að ríða fyrir Fljóts- botninn. Gera má ráð fyrir að þetta hafí orðið Gunnlaugi áfall og hugsanlega valdið því að hann varð vitskertur. Af geðveiki Gunnlaugs og ráðstöfun hreppstjóra á vist- un hans hlaust málarekstur sem lesa má um í dóma-og þingabók Norður-Múlasýslu ffá vorinu 1794. I fímm daga vom á annan tug Fljóts- dælinga bundnir yfír réttarhaldinu sem snerist að litlu leyti um Gunnlaug Jónsson. Aðalatriði málins virtust snúast um valda- tafl stærstu bændanna í sveitinni, annars vegar klausturhaldarans Guðmundar Páls- sonar sem var nýlega kvæntur Unu Guð- mundsdóttur ekkju Hans Wium sýslumanns og bjó á Skriðuklaustri og hins vegar prests- ins á Valþjófsstað, Vigfúsar Ormssonar. Klerkur kom lítið við sögu sjálfur en hann tefldi fram hreppstjórunum Guðmundi Ámasyni og Skúla Jónssyni. Það er líklegt að tiltektir höfðingja sveit- arinnar hafa kætt margan kotbóndann þessa vordaga þótt þeir hefðu sjálfsagt flestir sem bundnir voru sem dómsmenn eða vitni viljað hafa sama háttinn á og Ólaíur bóndi Jónsson á Kleif sem var af Guðmundi sýslumanni Péturssyni í Krossavík tilkall- 152
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.