Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 154
Múlaþing
búið á Tunguseli í Hallormsstaðasókn 1748
en árið áður fæðist Guðmundur, elstur
þeirra bama sem á lífí em 1816, og segir
manntalið hann fæddan á Amheiðarstöðum
í Fljótsdal.
Helga dóttir þeirra fæðist 1752 á Bessa-
stöðum í Fljótsdal og er líklegt að þau búi
stutt á Tunguseli og fari í Bessastaði um
1750, ekki er vitað hve lengi þau eru á
Bessastöðum en þar eru þau 1773. ÆAU
segja þau búa í Meðalnesi í Fellum 1784 til
1786 og í Bót 1787 til 1788.
Af því sem vitað er um systkini Gunn-
laugs Jónssonar þá virðast þau vera dugn-
aðarfólk, bræður hans; Guðmundur á Víf-
ilsstöðum, Þorsteinn á Hóli í Kelduhverfí
og Gísli í Bót, síðar á Hvanná og Amórs-
stöðum em allir góðir bændur. Systur hans;
Sesselja í Fremraseli í Tungu, Helga á Gilj-
um, Ingibjörg í Klausturseli og Sólrún í
Hallfreðarstaðahjáleigu giftast góðum
bændum og em sjálfrar sín. Sigurður, sem
í Þjóðsögum Sigfúsar er kallaður Fljóts-
dælaskáld, var vinnumaður á Húsum í
Fljótsdal þegar hann var kosinn hreppstjóri.
Um þau Halldór og Katrínu veit ég ekkert
annað en það sem segir um þau í ÆAU að
þau hafí verið bamlaus.
í ÆAUer talin ættgeng geðveiki meðal
þessa fólks og sögð um það þjóðsaga þar
sem eitt bama Sölva Gunnlaugssonar og
Helgu Sigfúsdóttur sem bjuggu í Hjarðar-
haga síðari hluta 17. aldar var heillað af
álfum en fyrir kyngi Sölva var því náð aftur
til mannheima. Því íylgdu heitingar af hálfú
álfkonunnar sem barninu hafði náð, á þá
lund, að ævinlega skyldi einhver í ættinni
vera geðveikur.
Hvað sem líður þessari alþýðuskýringu
þá er víst að geðveila er áberandi meðal af-
komenda þessara systkina.
ÆAU segja að Gunnlaugur Jónsson hafi
verið efnilegur maður í æsku. Rétt er að
geta þess að Gunnlaugur nokkur Jónsson
yrkir sveitarvísur um bændur í Fellum ein-
hvem tímann á níunda áratug átjándu aldar.
Eiríkur frá Dagverðagerði telur að þar sé
Vitlausi Gunnlaugur á ferðinni. Tímans
vegna getur þetta staðist og Gunnlaugur þá
um tvítugt þegar hann semur þessa lýsingu
á Fellabændum. Vísurnar eru margar
galsafengnar og ekki líklegar til að hafa
aukið höfundi sínum vinsældir.
Arið 1793 verður Gunnlaugi örlagaríkt.
Hann mun þá vera vistfastur í Fljótsdal en
er ekki skráður í húsvitjunarbók það ár.
Um haustið, 19. september, dmkknar Sig-
urður bróðir hans í Lagarfljóti við annan
mann, þeir ætluðu að ríða fyrir Fljóts-
botninn. Gera má ráð fyrir að þetta hafí
orðið Gunnlaugi áfall og hugsanlega valdið
því að hann varð vitskertur. Af geðveiki
Gunnlaugs og ráðstöfun hreppstjóra á vist-
un hans hlaust málarekstur sem lesa má um
í dóma-og þingabók Norður-Múlasýslu ffá
vorinu 1794.
I fímm daga vom á annan tug Fljóts-
dælinga bundnir yfír réttarhaldinu sem
snerist að litlu leyti um Gunnlaug Jónsson.
Aðalatriði málins virtust snúast um valda-
tafl stærstu bændanna í sveitinni, annars
vegar klausturhaldarans Guðmundar Páls-
sonar sem var nýlega kvæntur Unu Guð-
mundsdóttur ekkju Hans Wium sýslumanns
og bjó á Skriðuklaustri og hins vegar prests-
ins á Valþjófsstað, Vigfúsar Ormssonar.
Klerkur kom lítið við sögu sjálfur en hann
tefldi fram hreppstjórunum Guðmundi
Ámasyni og Skúla Jónssyni.
Það er líklegt að tiltektir höfðingja sveit-
arinnar hafa kætt margan kotbóndann þessa
vordaga þótt þeir hefðu sjálfsagt flestir sem
bundnir voru sem dómsmenn eða vitni
viljað hafa sama háttinn á og Ólaíur bóndi
Jónsson á Kleif sem var af Guðmundi
sýslumanni Péturssyni í Krossavík tilkall-
152