Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 157
Gunnlaugur og Ingibjörg
spjöll voru orðin á Þórunni og við því hefur
Guðmundur sýslumaður brugðist. Þórunn-
ar finnst ekki getið í manntalinu 1801 og er
ekki fráleitt að hún hafi verið send til Kaup-
mannahafnar þar sem ættmenn Guðmundar
sýslumanns voru í góðum metum.
Þann 17. maí 1800 fær hún uppreisn frá
kónginum fyrir brot sitt og jafnframt leyfi
til að giftast andlegrar stéttar manni. I sept-
ember 1801 giftist hún séra Birni Vigfús-
syni sem þá var prestur á Eiðum. Tæpu ári
seinna dó hún af barnsförum. Ef litið er til
venju á þessum tíma þá er líklegt að hjóna-
band Þórunnar og Bjöms hafi verið löngu
ákveðið en faðir Bjöms var einn auðugasti
maður landsins á þessum tíma og því
jafnræði með þeim.
Þess er að vænta að Guðmundur sýslu-
maður hafí ekki tekið með silkihönskum á
Gunnlaugi eftir að upp komst um ráð-
spjöllin á Þómnni. Um það era engar heim-
ildir eða sagnir. Það veldur erfiðleikum
þegar æviferill Gunnlaugs er rakinn á þess-
um tíma að kirkjubækur Kirkjubæjarkirkju
frá þessum ámm em glataðar.
Það sem næst spyrst til Gunnlaugs er að
þegar manntalið er tekið 1801 er hann í Bót
í Tungu hjá bróður sínum Gísla sem þar bjó.
Líklegt er að hann hafi leitað skjóls hjá
Gísla þegar í óefni var komið í Krossavík.
Þama er Gunnlaugur skráður vinnumaður
og ekki neitt sem bendir til þess að hann sé
vanheill.
Líklega er Gísli bóndi í Bót til 1808 þeg-
ar hann flytur að Hvanná á Jökuldal.
Ástæða er til að ætla að Gunnlaugur sé á
þessum árum vinnumaður í Bót. Þann 22.
september 1804 fæðist Gunnlaugi sonur
sem skírður var Eiríkur, móðir hans var
Ingibjörg Guðmundsdóttir ættuð úr Eiða-
þinghá. Ekkert virðist hafa orðið úr frekara
sambandi Gunnlaugs og Ingibjargar.
Eiríkur Gunnlaugsson var tekinn í fóstur
af Sesselju Jónsdóttur föðursystur sinni sem
bjó í Fremraseli. Seinna varð hann bóndi á
Nefbjamarstöðum í Tungu. Börn Eiríks
voru Sigfús faðir Eiríks á Skjöldólfsstöðum
og Önnu Þrúðar á Brú og Þórdísar á
Skjöldólfsstöðum.
Þegar Gísli Jónsson flytur í Hvanná er
meðal heimilismanna hans Ingibjörg
Bjamadóttir og er skráð fósturdóttir hjón-
anna Gísla og Ingveldar Guðmundsdóttur.
Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Eyj-
ólfsson og Margrét Björnsdóttir. Bjami og
Margrét bjuggu m.a. á Breiðavaði í Eiða-
þinghá, Hafrafelli í Fellum, Hrafnkelsstöð-
um í Fljótsdal og síðast á Hofi í Fellum.
Ingibjörg er hjá foreldrum sínum á Hafira-
felli þegar manntalið var tekið 1801. Hún
var fædd þar árið 1798. Hún er á Hvanná til
ársins 1816 en það ár mun hún hafa farið
vinnukona að Brekkuseli í Tungu. I
Brekkuseli bjó Jón Gíslason, sonur Gísla á
Hvanná af fýrra hjónabandi. Hann var þá
nýlega kvæntur og fýrsta barn hans og
Kristbjargar Ámadóttur konu hans fæddist
á Hvanná 27. ágúst 1815. Ingibjörg kemur
síðan frá Brekkuseli að Hvanná 1818 og er
þar til 1827 þegar hún fer vinnukona í Set-
berg í Fellum.
Húsvitjunarbók Hofteigs frá þessum
tíma er varðveitt og gefur dálitla innsýn í
mat sóknarprestsins á siðferði og kunnáttu
sóknarbamanna.
Ingibjörg Bjamadóttir fær þann vitnis-
burð þegar sr. Einar Bjömsson sem þjónaði
Hofteigi 1809 vísiteraði í fyrsta sinn eftir að
Gísli Jónsson varð landseti hans á Hvanná,
að hún sé hlýðin, það er hún til ársins 1812,
þá er hún 14 ára og er nú „óhlýðin og illa
kunnandi.“
Hún fermist í Hofteigi 2. maí 1813 og
hefur greinilega bætt sig því hegðun hennar
er „óátalin“ og kunnátta „sæmileg.“ Sr.
Einar húsvitjar í síðasta sinn í Hofteigssókn
155