Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 2
bth@frettabladid.is Samfélag Tilraunaverkefnið Frí- stundir í Breiðholti hefur þegar borið árangur, að sögn Söru Bjargar Sigurðardóttur, varaborgarfulltrúa og formanns íbúa ráðs Breiðholts. Frístundastyrkur fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk í hverfinu hefur verið hækkaður úr 50.000 í 80.000 krónur í tilraunaskyni en í ljós hafði komið að börn í hverfinu nýttu frí- stundastyrki verr en börn í öðrum hverfum. Síðastliðið vor skráðu 69 krakkar sig í frístundastarf sem ekki höfðu verið þátttakendur áður. Í haust komu ábendingar um 112 börn og ungmenni, sem eru nú til með- höndlunar. „Það er jákvæð þróun í hverfinu en hún gerist ekki á einni nóttu,“ segir Sara Björg. Markviss kynning hafi orðið á íþrótta- og frístunda starfi í náinni samvinnu við samtök íbúa af erlendum upp- runa. Áskorun sé að ná til breiðs hóps af erlendum uppruna sem býr í Breiðholti en fjölbreyttur félagsauður sé einn helsti styrkur hverfisins. n Það er jákvæð þróunn í hverfinu og hún gerist ekki á einni nóttu. Sara Björg Sigurðardóttir, varaborgar- fulltrúi Jólaköttur gengur laus Hinn rómaði jólaköttur er kominn á sinn stað á Lækjartorgi fjórða árið í röð. Nú bregður hins vegar svo við að hann horfir inn Austurstræti en ekki til Bankastræt- is eins og á aðventum undanfarinna ára. Jólakötturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Garðlistar og MK-illumination í Austurríki. Fréttablaðið/Ernir Bæjarráð Hveragerðis óttast að ný virkjun á Folaldahálsi verði aðeins upphafsskref inn á verðmætt náttúrusvæði. Verkfræðistofan Efla segir svæðið við háspennulínur, sem séu mun meira afgerandi en virkjunin verði. gar@frettabladid.is umhverfiSmál „Við teljum okkur þurfa að standa í lappirnar gagnvart þessu,“ segir Eyþór H. Ólafsson, for- maður bæjarráðs Hveragerðis, um eindregin mótmæli ráðsins vegna áforma um 3,9 megavatta gufuafls- virkjun á Folaldahálsi í landi jarðar- innar Króks. „Bæjarráð harmar að ekkert til- lit skuli hafa verið tekið til harðra mótmæla Hveragerðisbæjar við áform um virkjun á Folaldahálsi,“ segir í bókun ráðsins, sem kveður stórbrotið landslag og fjölbreytni í jarðfræðilegri gerð vera dýrmæta auðlind fyrir framtíðarkynslóðir. „Almannahagsmunir hljóta að liggja miklu frekar í verndun svæð- isins en röskun þess til minni háttar orkunýtingar,“ segir bæjarráðið. Eyþór segir málið eiga sér forsögu. Hvergerðingar hafi barist gegn bæði skjálftum frá Hellisheiðarvirkjun og mengun frá gufuvinnslu á svæðinu. Þótt menn séu kannski komnir fyrir það, þá hræði sporin. „ Þega r Bit r uv irk ju n va r í umhverfismati, fyrir hana mátti ekki einu sinni hafa Hveragerði inni á kortinu, því það hefði komið svo illa út. Sem betur fer tókst okkur að stöðva hana,“ segir Eyþór. „Og svo höfum við orðið vör við að það hefur dregið niður í orkunni í Hveragerði en það vill enginn viður- kenna það.“ Folaldaháls er norður af Hvera- gerði í átt að Þingvallavatni, upp af hæðunum ofan við Reykjadal. Eyþór segir að þótt virkjunin fyrir- hugaða á Foldaldahálsi eigi að vera frekar lítil séu Hvergerðingar á varð- bergi. „Það er gríðarlega falleg náttúra á þessu svæði og um leið og það er hleypt inn á það – þótt ekki sé nema pínulítilli virkjun sem hefði sem slík kannski lítil áhrif – þá eru menn komnir með annan fótinn inn á svæðið með framkvæmdir, bor- palla og vegi og vilja kannski halda áfram,“ útskýrir Eyþór. Nú liggur fyrir tillaga að aðal- skipulagsbreytingu sem felur í sér skilgreiningu iðnaðarsvæðis á Folaldahálsi fyrir gufuaflsvirkjun. Frestur til að skila inn athuga- semdum er til 17. desember og vís- aði bæjarráð Hveragerðis málinu til frekari umsagnar hjá skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins. Að því er fram kemur í greinar- gerð Ef lu um virkjunaráformin er gert ráð fyrir þremur bor- holum ásamt gufuskilju, gufu- há f i , ása mt g u f u lög nu m og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar, auk stöðvarhúss og kæliturna. Aðkoma að virkjunarsvæðinu er sögð verða eftir línuvegi Búrfellslínu 3 frá Hellisheiði. Jarðstrengur verði lagður um 7 kílómetra að bænum Króki í Grafningi. Raforkuna megi nýta fyrir sumarhúsabyggð og mögulega aðra starfsemi í landi Króks. „Svæðið sem verður fyrir raski er fast við háspennulínu og eru möstur þess mun meira afgerandi í umhverf- inu en mannvirki gufuaflsvirkjunar- innar,“ segir í skýrslu Eflu. n Telja virkjun á Folaldahálsi ógn við stórbrotið landslag Núverandi mannvirki á fyrirhuguðu borunarsvæði á Folaldahálsi. Mynd/EFla Og svo höfum við orðið vör við að það hefur dregið niður í orkunni í Hveragerði en það vill enginn viðurkenna það. Eyþór H. Ólafs- son, formaður bæjarráðs Hveragerðis Tilraun skilar árangri í Breiðholti adalheidur@frettabladid.is lögreglumál Tvær nýjar kærur á hendur meðhönlaranum Jóhann- esi Tryggva Sveinbjörnssyni eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Jóhannes var nýverið dæmdur í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir fyrir að nauðga fjórum konum. Ákæra vegna meintrar f immtu nauðgunar er til meðferðar í Hér- aðsdómi Reykjaness Rannsókn málsins hófst fyrir þremur árum þegar á annan tug kvenna kærðu Jóhannes fyrir kyn- ferðisbrot. Verjandi hans, Stein- bergur Finnbogason, hélt því fram að þáverandi réttargæslumaður kærendanna hefði auglýst eftir brotaþolum í málinu. Aðspurður segist Steinbergur ekki hafa séð nýjar kærur, en sam- kvæmt heimildum á lögregla enn eftir að taka skýrslur vegna þeirra. n Tvær nýjar kærur lagðar fram vegna meðhöndlarans Jóhannes var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi fyrir fjórar nauðganir. 2 Fréttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.