Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 4
 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI RAFMAGNSSMÁBÍLLINN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI. kristinnhaukur@frettabladid.is norðurland Viðbygging og endur­ bætur á Ráðhúsi Akureyrar munu kosta á bilinu 1,5 til 2 milljarða króna gróflega áætlað. Enn á þó eftir að teikna að fullu og kostnaðarmeta vinningstillögu hönnunarkeppni sem haldin var í ár. „Þarfagreining liggur nokkurn veginn fyrir en það á eftir að taka endanlega ákvörðun um hvað verði gert,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Með því að koma stjórnsýslunni allri á sama staðinn muni nást sparnaður sem nemi 100 til 150 milljónum króna á ári. „Við settum inn þessa upphæð núna en hver lokaupphæðin verður vitum við ekki alveg,“ segir Guð­ mundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarf lokksins og formaður bæjarráðs. Verið sé að Endurbætur á Ráðhúsinu kosti vel á annan milljarð króna Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs máta skrifstofur starfsfólks við staði í húsinu í núverandi mynd. „Það er spurning hversu mikil uppbygg­ ingin þarf að vera og hvort þessi tillaga sem vann keppnina sé of stórtæk,“ segir hann. Alltaf þurfi þó að fara í einhverjar framkvæmdir, að minnsta kosti skipta um þak og byggja við. Sa m k væmt f já rhag s áæt lu n Akureyrarbæjar eru 1,35 milljarðar króna áætlaðir í endurbætur á Ráð­ húsinu á næstu þremur árum. Þar af 500 milljónir árið 2022 og 600 árið 2023. Það var arkitektastofan Yrki sem vann hönnunarkeppnina og voru úrslitin tilkynnt í júlí síðastliðnum. Gert er ráð fyrir viðbyggingu norð­ an við Ráðhúsið, endurgerð fjórðu hæðar og endurbætur á annarri og þriðju hæð. Þrettán aðrar tillögur voru sendar inn. Í sumar var stefnt á að klára verkefnið á þremur árum. n Verð á gasi til grænmetis­ framleiðslu í Danmörku og Hollandi hefur fjórfaldast. Staðan skapar tækifæri fyrir útflutning á grænmeti, að mati Bændasamtakanna. bth@frettabladid.is landbúnaður Margföldun gæti orðið á gúrkuframleiðslu hérlendis þar sem hyllir undir stórfelldan útflutning og ný tækifæri. Ástæðan er stökkbreyting orkuverðs í Evr­ ópu. Gas, sem auk olíu er mikið notað til grænmetisframleiðslu í Danmörku og Hollandi, hefur hækkað um ríf lega 400 prósent á innan við hálfu ári. Það leiðir til opnunar markaðstækifæra fyrir útflutning frá Íslandi. Bændablaðið hefur greint frá áformum um stórfelldan útflutning á íslenskum gúrkum til Danmerkur. Þar eru framleiðendur að týna töl­ unni vegna hækkandi orkuverðs til framleiðslunnar. Vantar Dani fleiri gúrkur á diskinn sinn. Axel Sæland, Búgreinadeild garð­ yrkju Bændasamtakanna, segir enga spurningu að þetta skapi mikil tækifæri fyrir íslenska grænmetis­ bændur. „Neytendur leita í auknum mæli eftir grænni vöru og það er ekkert launungarmál að bróðurparturinn af grænmetisframleiðslu í Evrópu er kyntur með gasi eða olíu. Neyt­ endur eru mjög meðvitaðir um það,“ segir hann. Axel segir að í ljósi þess að verð á gasi hafi hækkað um ríflega 400 prósent á innan við hálfu ári, bæði í Danmörku og Hollandi, segi það sig sjálft að tækifæri til útflutnings hafi gjörbreyst. „Við höfum vatn, ódýrari orku en flestir aðrir og íslenska náttúru þar sem veturinn sótthreinsar umhverf­ ið,“ segir Axel. Á meginlandi Evrópu sé aftur við­ varandi að skordýravá ógni rækt í gróðurhúsum. Skordýrin reyni að komast inn í gróðurhúsin og geti valdið miklum skaða. „Sú ógn er ekki til staðar hér, sem gerir okkur kleyft að framleiða heil­ brigða vöru. Notkun varnarefna er líka fáheyrð hér, það eru dæmi um að garðyrkjustöðvar noti engin efni.“ Ljóst er að margfalda þyrfti fram­ leiðslu á íslensku grænmeti ef áform verða að veruleika. Áður hafa komið fram hugmyndir um risafram­ leiðslu, ekki síst á Reykjanesi og við Hellisheiðarvirkjun. Hugað hefur verið að því að nýta aukaafurðir orkuvera en fyrst nú er kannski raunveruleg markaðsopnun að eiga sér stað, að sögn Axels. Ekki þyrfti nema eina stóra keðju til að sýna íslensku gúrkunni, sem þykir úrvalsvara, eða öðru íslensku grænmeti áhuga, til að gjörbreyta forsendum matvælaræktar. Stækka þyrfti stærstu gróðurhúsin hér á landi tífalt. Fara úr 10.000 fermetr­ um í 100.000 fermetra. Fréttablaðið greindi á sínum tíma frá félaginu Paradise Farms sem í samvinnu við sveitarfélagið Ölfus gekk frá viljayfirlýsingu um að félagið fengi leigða allt að 50 hekt­ ara lands sem ætlaðir yrðu undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. Framleiða átti tómata, kál, papr­ ikur og annað hefðbundið grænmeti en bæta við framleiðslu á mangói, avókadó, bönunum, papaja og fleiru, sagði um áformin í fundargerð sveit­ arstjórnar Ölfuss. Þá komu upp hugmyndir um að gera Ísland að „matvælalandi heims­ ins“, eins og Gunnar Þorgeirsson, formaður Félags garðyrkjubænda og nú formaður Bændasamtakanna, orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Er ljóst að vaxandi stemning er nú fyrir þessari framtíðarsýn. Í Bændablaðinu segir að útrás á íslensku grænmeti á erlenda mark­ aði hafi þegar skilað árangri í Dan­ mörku, Færeyjum og á Grænlandi. Fyrirtækið Pure Arctic og Sölufélag garðyrkjumanna eru sögð leiða áformin um markaðsátak græn­ metis á erlendri grundu.n Hækkun á orkuverði í Evrópu skapi færi í auknum útflutningi grænmetis Nýjar forsendur hafa skapast fyrir útflutning á íslensku græn- meti, ekki síst gúrkum. Þessar gúrkur eru í Garðyrkjuskól- anum í Hvera- gerði. Frétta blaðið/Ernir Axel Sæland, búgreinadeild Garðyrkju, Bændasam- takanna. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Svandís Svavars­ dóttir heilbrigðis­ ráðherra ruggar nú bátnum í talningarmálinu, vegna efasemda um að rétt sé að staðfesta kjör­ bréf þingmanna. Afstaða hennar vekur spurningar um hvort stjórnarflokkarnir verði ósamstíga í málinu þegar til úrslita dregur um það á Alþingi í næstu viku. Helgi Jóhannesson lögmaður Helgi Jóhann­ es son, sagði nýverið af sér sem yfir lög fræð ingur Lands virkj unar vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Afsökunar­ beiðni sem hann birti á Facebook í vikunni vakti mikla athygli. Í færslunni gekkst hann við fram­ komu, orð færi og hegðun sem hafi látið sam ferð a fólki hans líða illa. Ari Freyr Skúlason knattspyrnumaður Landsliðsmaður­ inn Ari Freyr Skúlason til­ kynnti í vikunni að hann hefði ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna til að gefa framtíðinni pláss í liðinu. Ari er níundi leikjahæsti leikmaður karlaliðsins frá upphafi og lék alla leiki Íslands á EM 2016 og tvo leiki á HM árið 2018. n n Þrjú í fréttum 4 Fréttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.