Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 21
hoddi@frettabladid.is Fótbolti Það er hátíð í bæ hjá aðdá- endum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, þegar fjöldi leikja fer fram í þessari vinsælustu deildarkeppni í heimi. Hátíð sófasérfræðinga hefst rétt eftir hádegi þegar Evrópumeist- arar Chelsea heimsækja Leicester á King Power-vellinum. Topplið Chelsea gerði jafntefli við Burnley í síðustu umferð, úrslit sem fáir sáu fyrir upphafsflautið. Ekki hefur verið sami kraftur í Leicester eins og síðustu ár, en liðið er erfitt heim að sækja. Það má því búast við spennandi viðureign. Um miðjan dag færist svo athygl- in yfir til Watford þar sem tutt- ugufaldir Englandsmeistarar Man- chester United verða í heimsókn. Fari United ekki með sigur af hólmi er ljóst að knattspyrnustjóri liðsins, Ole Gunnar Solskjær, gæti misst starf sitt, en hann hefur verið undir mikilli pressu undanfarnar vikur eftir slæm úrslit gegn erkifjendum. Þegar líða fer að kvöldi fer fram stærsti leikur  dagsins á Anfield í Bítlaborginni, þegar Arsenal heim- sækir Liverpool. Bæði lið hafa spilað vel á þessu tímabili og Arsenal hefur verið á miklu skriði undanfarnar vikur undir stjórn Mikel Arteta. Liverpool er hins vegar erfitt heim að sækja og má búast við fjörugum leik. Liðin sitja í fjórða og fimmta sæti deildarinnar fyrir orrustu helgarinnar. n aron@frettabladid.is GolF Hulda Bjarnadóttir verður fyrsti kvenkyns forseti Golfsam- bands Íslands og tólfti forseti sam- bandsins frá upphafi. Kjör hennar verður staðfest í dag á ársþingi golfsambandsins, sem fer fram um helgina á Fosshótel Reykjavík. Hulda var eini frambjóðandinn í embætti forseta sambandsins og er því sjálf kjörin. Hulda er öllum hnútum kunnug hjá þessu stóra s é r s a m b a n d i ÍSÍ, eftir að hafa setið í stjór n s a m b a n d s i n s sem formaður m a r k a ð s - o g k y n n i n g a r - nefndar undan- farin fjögur ár. Hulda hefur áður starfað í fjöl- miðlum og var einnig framkvæmda- stjóri Félags kvenna í atvinnulífinu í fimm ár. Golfsamband Íslands var stofnað þann 14. ágúst árið 1942 og er elsta sérsamband innan ÍSÍ. n Nánari upplýsingar á reykjavik.is/graenthusnaedi Áhugasamt fagfólk Við óskum eftir áhugasömum og þverfaglegum teymum sem vilja þróa vistvænni mannvirki í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um lóðir, umsóknarferli og matsþætti má finna á vef Reykjavíkurborgar reykjavik.is/graenthusnaedi Umsóknir skal senda í síðasta lagi 22. desember 2021 Græna planið Græna planið er sókn aráætlun Reykja vík ur borgar og leggur línurnar í fjár málum, fjár fest­ ingum og grænum lykil verk­ efnum til 10 ára. Græna planið byggir á sjálf bærni og skýrri fram tíð arsýn um kolefn is hlut­ laust borg ar sam félag. Öflug fjár festing í grænum samgöngum, grænum innviðum, grænum hverfum, grænni nýsköpun og grænum störfum mun gegna lykil hlut verki og þannig auka lífs gæði fólks. Lóðir í boði Fjórar lóðir verða á föstu verði og umsóknir um þær metnar út frá sjálfbærni verkefnanna og losun gróðurhúsalofttegunda. Fimmta lóðin verður auk þess metin út frá verðtilboði. • Arnarbakki 6 • Völvufell 13-23 • Völvufell 43 • Frakkastígur 1 • Veðurstofureitur Samkeppni um samstarf Grænt húsnæði framtíðarinnar Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu á grænu húsnæði framtíðarinnar á fimm spennandi lóðum. Við viljum draga úr neikvæðum áhrifum búsetu og mannvirkjagerðar á loftslag og umhverfi. Horft verður heildrænt á sjálfbærni og að fagurfræði, tækni og notagildi haldist í hendur. Samkeppnin er hluti af Græna planinu. aron@frettabladid.is Formúla 1 Baráttan um heims- meistaratitlana í Formúlu 1 er í algleymingi. Nánast ekkert skilur á milli Mercedes og Red Bull Racing, nú þegar að þrjár keppnir eru eftir af tímabilinu. Keppt verður á nýrri braut um helgina, Losail International-braut- inni, sem er staðsett rétt fyrir utan höfuðborg Katar, Doha. Yfirburðir Mercedes voru algjörir um síðustu helgi er sjöfaldi heims- meistarinn, Sir Lewis Hamilton, hrósaði sigri í Brasilíu og náði að saxa á forystu Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, sem trónir á toppi stigakeppni ökuþóra. Aðeins fjórtán stig skilja kappana að og ljóst að um er að ræða baráttu sem fer í sögubækurnar, sem ein sú mest spennandi í sögu Formúlu 1. n Tímamótabarátta í Formúlu 1 Lewis Hamilton sigraði síðasta kappakstur. Fréttablaðið/EPa Boltabullur verða í sófanum í dag Hulda Bjarnadóttir Sögulegur dagur í golfheiminum Mo Salah er kominn aftur til Liver- pool eftir landsliðsverkefni. Fréttablaðið/GEtty Enski boltinn í dag: 12.30 Leicester - City Chelsea 15.00 Aston Villa - Brighton 15.00 Burnley - Crystal Palace 15.00 Newcastle - Brentford 15.00 Norwich - Southampton 15.00 Watford - Man. United 15.00 Wolverhamp. - West Ham 17.30 Liverpool - Arsenal LAUGARDAGUR 20. nóvember 2021 Íþróttir 21Fréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.