Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 22
Í kvöld verður dansverkið ROF frumsýnt í Tjarnarbíói, en verkið er unnið upp úr rannsókn sem höfundur þess, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, hóf fyrir tveimur árum síðan. bjork@frettabladid.is Verkið ROF er hluti af Reykjavík Dance Festi- val sem nú fer fram, en Sveinbjörg er einmitt ein stofnenda hennar. „Í rannsókn minni, Öll hreyfing hefur huga í tíma og rúmi, leitast ég eftir því að tengja innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans,“ segir Sveinbjörg. „Ég byrjaði að þróa rannsókn- ina fyrir um tveimur árum – áður en heimsfaraldurinn reið yfir og breytti heimsmynd okkar allra.“ Hún segir löngun sína til að hægja á, skynja og skoða nýjar leiðir í list- sköpun þar sem samkennd, skynj- un, hlustun og dýpt ræður ferð, hafa drifið sig áfram. „Ég hef verið að rannsaka líkama dansarans, tækni dansarans og þá viðamiklu óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. Auk dans- menntunar er ég menntaður jóga- kennari og nota hugleiðslu mikið til að tengja dansarann við undirmeð- vitund sína, skynjanir sínar, tilfinn- ingar og reynslu. Þaðan leggjum við af stað í að spinna hreyfingar sem síðar eru skoðaðar, ræddar og þró- aðar áfram. Þannig hef ég þróað aðferðir mínar áfram í miklu trausti og samtali við dansarann.“ Sveinbjörg segist hafa sérlegan áhuga á því hvaða sögu eða reynslu líkami dansarans býr yfir og hvernig hún kemur út í hreyfingu. „Hvernig er hægt að hámarka virkni líkamans á sviði þannig það hreyfi við áhorf- andanum? Öll vitneskjan sem kemur út úr spununum í ferlinu hefur svo bein áhrif á kóreógrafíuna, tónlistina og alla umgjörð verksins.“ Dans festival í tæp tuttugu ár ROF er fyrsti afrakstur könnunar- innar en Sveinbjörg ætlar að þróa aðferðina áfram með f leiri döns- urum og skapa ný verk. „Rannsóknin hefur verið í gangi í tæp tvö ár og hefur Halla Þórðar- dóttir dansari hitt mig reglulega í stúdíóinu til að prófa aðferðina og vera í virku samtali við mig. Sjálft listræna ferlið fyrir ROF hófst svo í vor í formi undirbúnings, en hefur svo staðið yfir núna í sex vikur með listrænum stjórnendum verksins,“ segir Sveinbjörg, en ráðgerðar eru tvær sýningar, í kvöld og 9. des- ember en Sveinbjörg lofar að bæta fleirum við ef eftirspurn verði meiri. Reykjavík Dance Festival var stofnað árið 2002 og er hátíðin því að verða 20 ára gömul, en Sveinbjörg var ein stofnenda hennar. „Hátíðin hefur þróast mikið frá stofnun og er orðin ómissandi hluti af menn- ingu borgarinnar. Þetta er alþjóð- leg danshátíð og mikilvægur vett- vangur fyrir danslistafólk landsins. Ekki bara til að sýna verk sín og sjá önnur, heldur líka til að hitta fólk í bransanum og mynda tengsl og setja sig sem listamenn í stærra sam- hengi. Við erum þakklát fyrir það að getað haldið hátíðina í ár þrátt fyrir íþyngjandi sóttvarnareglur, en því miður verða engin partý í ár. Allar upplýsingar um hátíðina og verk hátíðarinnar má finna hér: www.reykjavikdancefestival.is. n Ég hef verið að rann- saka líkama dansarans, tækni dansarans og þá viðamiklu óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. Sveinbjörg Þórhallsdóttir, ein stofnenda Reykjavík Dance Festival og höf- undur verksins ROF Gerði tveggja ára rannsókn á líkama dansarans Sjálfur segist hann fyrir löngu búinn að brynja sig fyrir sví- virðingum. Ríkis- skuldir hafa hækk- að um 600 milljarða. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Við mælum með bjork@frettabladid.is Í ROF ber Halla Þórðardóttir dansari verksins tvo „wave“ snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingu í rauntíma. Verkið ROF er unnið upp úr tveggja ára rannsókn Sveinbjargar á hreyfingum dansara. Myndir/saga sig Alþingi hefur verið látið sitja aðgerðalaust síðan 5. júlí, eða í 138 daga. Þing hefur ekki getað komið saman vegna klúðurs og hroka af hálfu yfirkjörstjórnar Norðvestur- kjördæmis. Hringavitleysan með talninguna í Borgarnesi nær út yfir allan þjófabálk. Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar hamast við að moka sandi í botnlausa tunnu, en botninn er suður í Borgarfirði eins og hjá Bakkabræðrum. Vart verður önnur ályktun dregin en að Birgi Ármannssyni hafi verið falið að tefja málið vegna þess að formönnum stjórnarf lokkanna hefur ekkert gengið við að koma saman nýjum stjórnarsáttmála. Fær hann jafnvel forsetastól á Alþingi að launum? Á meðan er allt látið reka á reið- anum varðandi stjórn landsins, þrátt fyrir síendurtekið neyðar- ástand í heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19 og þrátt fyrir að nú blasi við að kjörnir fulltrúar fólksins í landinu fái vart að kynna sér fjár- lagafrumvarp, samið af ókjörnum embættismönnum, áður en þeir greiða um það atkvæði. Ljóst er að þingmenn fá innan við mánuð til að ganga frá fjárlögum. Ríkisskuldir hafa hækkað um 600 milljarða. Á ekkert að fjalla um það? Ríkisstjórnin sýndi kjósendum og sjálfu lýðræðinu fullkomið virðing- arleysi með því að teygja kosningar fram á haust í stað þess að kosið yrði í vor og misnotaði aðstöðu sína til Óvirðing við lýðræðið eða eru þingmenn óþarfir? að moka út ríkispeningum í stað þess að bregðast við málum sem á brenna. Alþingi, æðstu stofnun þjóðar- innar, er haldið á hliðarlínunni og frá störfum. Það er ófært um að sinna eftirlitshlutverki sínu og stefnumótun. Mætti ekki fækka þingmönnum verulega fyrst þeir eru svo óþarfir að landið getur verið án þjóðþings mánuðum og jafnvel misserum saman og enginn segir neitt? n Jólaboðinu Í Jólaboðinu fá áhorfendur að skyggnast inn í líf reykvískrar fjöl- skyldu á aðfangadagskvöld yfir hundrað ára tímabil. Sýningin er sýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og er einlæg, falleg og einstaklega fyndin. Leikararnir sýna snilldar- takta þegar þeir leika karaktera á hinum ýmsu aldursbilum og sér- staklega ber að nefna túlkun þeirra á ungbörnunum sem mæta í boðið. Kertaljós Það er ótrúlega róandi að kveikja kertaljós á kvöldin. Þau færa birtu og frið og gera heimilið enn nota- legra. Leiðindaveður sem er utan dyra skiptir um leið engu máli. Til að auka enn á góða stemningu er svo upplagt að hlusta á fallega tón- list við kertaljósin. n Forsíðumynd þessa tölublaðs er tákn- ræn og engin tilviljun að borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, gægist þar út um glugga heimilis síns í miðbæ Reykja- víkur. Þessi sami gluggi skapaði til- finningu varnarleysis hjá Degi eftir skotárás, sem virðist hafa verið beint að heimili hans í upphafi árs. „Það er óhuggulegt í alla staði að vera hræddur heima hjá sér,“ lætur Dagur hafa eftir sér og við getum án efa öll verið sammála um það. Heimilið er okkur f lestum griðastaður og eins og hann kemur sjálfur inn á, híbýli f leiri en hans, þeirra sem honum eru kærastir, barna hans og eiginkonu. Dagur, sem setið hefur sem borgarstjóri frá árinu 2014 og íhugar nú framhaldið, hefur mátt þola óvægna gagnrýni á störf sín og per- sónu. Sjálfur segist hann fyrir löngu búinn að brynja sig fyrir svívirðingum. Þetta hafi aftur á móti verið allt annað. Atburðurinn var honum áfall, enda hafi hann trúað á gott og friðsamt samfélag. Lái honum hver sem vill. n Griðastaðurinn 22 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðiðHeLGin Fréttablaðið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.