Fréttablaðið - 20.11.2021, Side 46

Fréttablaðið - 20.11.2021, Side 46
Sviðslistamiðstöð Íslands Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna- dóttir (audur@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is). Sviðslistamiðstöð Íslands gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir og auka sýnileika þeirra og hróður innanlands sem utan. Tilgangi sínum hyggst miðstöðin ná með öflugu kynningarstarfi og sértækum átaksverkefnum sem hvetja til alþjóðlegra tengsla sviðslistafólks og -stofnana á Íslandi. Sviðslistamiðstöð veitir upplýsingar, sinnir fræðslu og annast námskeiðahald. Að Sviðslistamiðstöð standa 17 stofnanir og fagfélög sem saman mynda hryggjarstykkið í íslenskum sviðslistum. Sviðslistamiðstöð er sjálfseignarstofnun. Hún var formlega sett á laggirnar í október 2021. Hún hefur sérstaka stjórn sem ber ábyrgð á rekstrinum og starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem vinna samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöð Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfssvið viðkomandi er stefnumótun Sviðslistamiðstöðvar í samráði við stjórn, daglegur rekstur og uppbygging miðstöðvarinnar. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og brennandi áhuga á sviðslistum og reynslu af störfum í menningargeiranum. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn. Menntunar- og hæfniskröfur: • Víðtæk reynsla af alþjóðlegu starfi í heimi sviðslista og sterkt tengslanet á þeim vettvangi. • Reynsla af rekstri og verkefnastjórnun. • Leiðtogahæfni og lipurð í samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. • Drifkraftur og hæfni til að hrinda verkefnum í framkvæmd. • Öguð vinnubrögð og lausnamiðuð nálgun í starfi. • Góð tungumálakunnátta. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. DEILDARSTJÓRI Á LYFJASVIÐI ICEPHARMA ICEPHARMA LEITAR AÐ SÖLUDRIFNUM OG METNAÐARFULLUM LIÐSMANNI TIL AÐ LEIÐA EINA AF SÖLUDEILDUM SAMHEITALYFJA Umsóknir óskast fylltar út á vef Hagvangs, hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Við hvetjum hæfileikaríkt fólk til að sækja um, óháð kyni. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um meðferð persónuupplýsinga. Ert þú leiðtogi með reynslu af lyfjamarkaði, viðskiptum og markaðsstarfi? Ertu góður liðsfélagi og fær um að starfa í flóknu og þverfaglegu umhverfi? Þá gætum við verið að leita að þér til að taka við spennandi starfi sem deildarstjóri hjá Icepharma. Icepharma býður upp á fjölbreytt og hratt vaxandi vöruúrval samheitalyfja frá stórum alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum. Starf deildarstjóra felst í því að styrkja stöðu okkar birgja á íslenskum lyfjamarkaði eftir þremur meginleiðum: • Að vinna að vexti og aukinni markaðshlutdeild samstarfsaðila • Að annast markaðssetningu lyfja, þátttöku í útboðum og samskipti við hagsmunaaðila • Að greina og sækja tækifæri á markaði Ennfremur felur starfið í sér þátttöku í verkefnum þvert á rekstrareiningar í nánu samstarfi við samstarfsfólk hjá Icepharma og móðurfélaginu Ósum. HÆFNIKRÖFUR: • Reynsla af markaðssetningu og sölu á heilbrigðisvörum eða lyfjum • Góð þekking á samheitalyfjamarkaði er kostur • Háskólamenntun í viðskiptum, heilbrigðisvísindum eða á öðru sviði sem nýst getur í starfi • Mikil hæfni til að greina markaðinn og ný viðskiptatækifæri • Jákvæðni og framúrskarandi færni í tengslamyndun og mannlegum/rafrænum samskiptum • Hæfileikar til að vinna faglega, sjálfstætt og skipulega að skýrum markmiðum • Reynsla af samningagerð • Gott vald á íslensku og ensku Icepharma er í fararbroddi á íslenskum heilbrigðis- og neytendamarkaði. Kjarninn í starfsemi okkar er að auka lífsgæði með öflugu framboði af heilsueflandi vörum. Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Við leggjum áherslu á metnað, frumkvæði, gleði og svigrúm starfsfólks til að vaxa og þróast í starfi. Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is 4 ATVINNUBLAÐIÐ 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.