Fréttablaðið - 20.11.2021, Side 102

Fréttablaðið - 20.11.2021, Side 102
Í lokin gera krakkarnir tilraunir til að leika á hljóðfærin eftir tón- smíðunum. Horfnar er nýjasta bók Stefáns Mána um lögreglu- manninn Hörð Grímsson, en bækurnar um hann hafa árum saman notið mikilla vinsælda. Þótt Horfnar sé nýjasta bókin í rit- röð Stefáns Mána um Hörð Gríms- son, þá er hún sú fjórða í þeirri tíma- línu sem sögurnar gerast. „Fyrstu sögurnar komu út nokkurn veginn í réttri tímaröð en það var fyrst í Svartagaldri sem ég fór aftur til for- tíðar og byrjaði á nýrri tímalínu,“ segir Stefán Máni. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hversu margar bækurnar um Hörð muni verða segir hann: „Eins og staðan er í dag er ég ekki alveg búinn með karlinn. Kannski á ég ekki eftir að vilja hætta. Maður verður samt að hætta áður en maður fer út í einhverja vitleysu. Ætli ég viti nokkuð svarið við þessari spurn- ingu? Ég hef allavega svo gaman af Herði að ég er ekkert að fara að hætta strax.“ Hernaðarleyndarmál Ætlarðu að láta fara illa fyrir Herði? spyr blaðamaður og fær svarið: „Þú spyrð mig að þessu á hverju ári! Það er algjört hernaðarleyndarmál hvernig mun fara fyrir Herði. En hann er þannig gerður að maður gerir ekki ráð fyrir að allt gangi upp í hans lífi.“ En yrði ekki erfitt að skilja við Hörð, sem á svo marga aðdáendur? „Ég er einn af þeim. Mér finnst óskaplega gaman að skrifa um Hörð og vera með hann inni í hausnum og skrifa bækurnar um hann.“ Skuggar fortíðar Í Horfnar er Hörður sendur á Kirkju- bæjarklaustur þar sem hann gerist varðstjóri. Þýskar stúlkur eru á ferð á svæðinu. Svo sjást þær ekki lengur. „Ég fékk þá hugmynd að nota Kirkjubæjarklaustur sem sögusvið en þekkti ekkert til þar og auglýsti á Facebook eftir tengilið á staðnum. Ég komst í samband við heimamann, Marvin Einarsson, fór austur og tók myndir og glósur. Síðan hef ég farið þarna nokkrum sinnum mér til ánægju og yndisauka, því ég er mjög hrifinn af þessum stað. Það var líka skemmtilegt að setja Hörð í nýtt umhverfi. Hann er ókunnugi mað- urinn á staðnum. Þarna rannsakar hann hvarf tveggja stúlkna og það kemur upp úr krafsinu að manns- hvörf hafa orðið þarna áður. Hörður fer að róta í skuggum fortíðar.“ Stefán Máni hefur fengið sterk viðbrögð frá þeim sem lesið hafa bókina. „Viðbrögðin hafa verið frá- bær. Bókin er að falla virkilega vel í kramið hjá aðdáendum Harðar og öðrum. Margir segja mér að þetta sé mín besta bók, en um það er ég ekki dómbær,“ segir Stefán Máni. n Hörður Grímsson í nýju umhverfi Hörður fer að róta í skuggum fortíðar, segir Stefán Máni, um nýja glæpasögu sína. fréttablaðið/ valli Bækur Kolbeinsey Bergsveinn Birgisson Útgefandi: Bjartur fjöldi síðna: 208 Kristján Jóhann Jónsson Skáldsagan Kolbeinsey er að ýmsu leyti sérkennileg. Aðalpersónur eru þrjár, sögumaður, þunglyndur vinur hans og hjúkrunarkona sem kallast Maddam Hríslukvist eða bara Maddaman. Þetta með hríslu- kvistinn tengist því að hún er girt hrísvendi eins og sverði. Í hrísvend- inum er falin raf kylfa og „stórir strákar fá raf lost“, ef þeir haga sér ekki vel. Sögumaður er vel settur í sam- félaginu. Kærastan hans er blíð og góð, hann býr fallega og á að halda fyrirlestraröð. Þunglyndi vinurinn má vart mæla framan af, en færist í aukana þegar á líður. Sögumaður- inn skrópar í vinnunni til þess að hlúa að honum. Hjúkrunarkonan sem annast þunglynda vininn er andstyggilegur svarkur og því lengra sem líður, þeim mun ljósari verður fólska þeirrar illu gribbu. Í upphafi eru skýr skil milli per- sóna. Sögumaðurinn er góður í sér og reynir að hjálpa niðurbrotnum og þunglyndum vini. Þegar hagur sjúklingsins lagast hallast hins vegar á merinni hjá sögumanni. Seinna verður stundum vafasamt hvort vinirnir eru einn maður eða tveir og ef þeir eru tveir, hvor á þá við meiri örðugleika að stríða. Hjúkrunar- konan er bölvaldurinn í lífi þeirra og reynir stöðugt að lækna þá af til- finningasemi og skáldskap. Reyndar verður smám saman ljóst að þeir eru engir englar heldur. Sögumaðurinn hjálpar vini sínum að strjúka af geðsjúkra- húsinu og meginhluti sögunnar gerist á æðisgengnum flótta þeirra tveggja. Látið er að því liggja að sadistar þjóðarinnar hafi komið sér fyrir í heilsugæslunni eftir að flest unglingaheimili voru lögð niður og vissulega er hjúkrunarkonan illvíg. Hún geysist á eftir þeim yfir allt Suðurlandið á ógnvekjandi hvítum Yaris (!) en sú þjóðvegadramatík verður ekki rakin hér. Í hugsanagangi sögunnar er tölu- verður Rousseau-ismi, rétt eins og í Lifandilífslæk sama höfundar. Einlægar tilfinningar, náttúra og fagurt manneðli verður andstæða siðmenningar, fjölmennis og þeirrar aðhæfingar sem nútímasamfélagið krefst. Opinberar stofnanir eru böl, þeim fylgja skilgreiningar á geð- heilbrigði og aðlögun að samfélag- inu. Vinirnir berjast gegn þeim heiladauða sem krafist er af þeim. Í Kolbeinsey getur hinn lúmski og illi nútími hins vegar ekki lifað. Þar eru engar stofnanir og ekkert „nútímasamfélag“. Þar er hægt að finna „myndlíkingarnar í hjartanu“. Viðhorf sögunnar til fjölmennis og fámennis, siðmenningar og nátt- úru getur varla talist einhlítt, þó að vissulega sé það vel þekkt. Margir hafa leitað úr fásinninu og inn í fjöl- mennið til þess að vernda „mynd- líkingarnar í hjartanu“. Maður er manns gaman. Hér er rými fyrir íhuganir og ágreining. Frá öðru sjónarhorni má segja að sagan fjalli um það hve erfitt er að verða fullorðinn og skilja að æskan er horfin, skáldskapurinn í brjóst- inu heldur ekki gildi sínu í hörðum heimi fullorðinna og það er engin leið til baka. Kolbeinseyjar bernsku okkar molna undan sjógangi tímans og þar er erfitt að ná landi. Margir öflugir rithöfundar hafa tekist á við þennan vanda, sem er bæði gamall og nýr. n Niðurstaða: Sérkennileg og fjörleg skáldsaga sem þykist vera raunsæ en er þó líka furðu- saga. Sagt er frá bílaeltingaleik, prjónandi vélsleðum og hörðum átökum við illa hjúkrunarkonu. Maddam Hríslukvist og myndlíkingarnar í hjartanu Opinberar stofnanir eru böl, þeim fylgja skilgreiningar á geð- heilbrigði og aðlögun að samfélaginu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Tónlistarsmiðja fyrir fjölskyldur á Landnámssýningunni verður á morgun, sunnudaginn 21. nóvem- ber, klukkan 13-15. Sv iðslist a hópu r inn Tr ig ger Warning býður upp á vinnustof- una Brum, þar sem fjölskyldum gefst kostur á að skapa tónlist inn- blásna af náttúrunni. Farið verður út í náttúruna á hljóðaveiðar og til að afla efniviðar í hljóðfæri. Í kjöl- farið verður haldið í listasmiðju þar sem búin verða til grafísk tónlistar- skor með vatnslitum og sett verða saman alls konar hljóðfæri. Í lokin gera krakkarnir tilraunir til að leika á hljóðfærin eftir tónsmíðunum. Námskeiðið leiða Andrea Vil- hjálmsdóttir og Kara Hergils sviðs- listakonur og Ragnheiður Erla Björnsdóttir tónsmiður. Hópurinn byggir námskeiðið á aðferðum sínum við gerð sviðslistaverksins Brums, sem var sýnt á hátíðinni Plöntutíð í byrjun september bæði 2020 og 2021. Aðeins er rými fyrir 25 þátttak- endur. Skráning fer fram í síma 411- 6370. n Á hljóðaveiðar í náttúrunni Gefinn er kostur á því að skapa tón- list innblásna af náttúrunni. 58 Menning 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.