Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 4
Ávarp.
Forráðamenn Náttúrulækningafélags íslands hafa lengi
haft I hyggju að gefa út tímarit, þótt ýmsar ástæður hafi
tafið fyrir því, að úr því gæti orðið. Nauðsyn þess er
brýnni nú en nokkru sinni fyrr, þar eð ókleift er að ná.til
félagsmanna með fundum eða strjálli bókaútgáfu. Tíma-
ritið HEILSUVERND, sem nú hefur göngu sína, á því að
verða einskonar tengiliður á milli forráðamanna félagsins
og annarra félagsmanna og á mili þeirra sjálfra innbyrðis.
Og] ennfremur er því ætlað að ná til sem flestra, sem utan
vébanda þess standa. Rit þetta á, eins og bækur félags-
ins, að fræða lesendur um það, sem vér vitum sannast
o.g réttast í heilbrigðismálunum. Það mun skýra frá ýms-
um nýjungum og niðurstöðum vísindanna, og ennfrem-
ur frá reynslu sjúklinga og annarra manna. Það mun
auk þess flytja ýmsar fréttir af starfi félagsins og úr dag-
legu lífi. Það mun ekki fara með ófrið á hendur neinum,
en hinsvegar mun það með festu, og alvöru vara við ýmsu
því, sem aflaga fer eða stefnir í öfuga átt við viðleitni
vora.
Meðal menningarþjóðanna er fullkomin heilbrigði
sjaldgæf. Flestir þurfa á lækni að halda meira og minna,
og þeir fáu, sem komast af án læknishjálpar og telja sig
heilsugóða, eru í raun og veru langt frá þvl marki að
vera alheilbrigðir, eins og bezt má verða, og njóta þeirrar
vellíðanar cg lífsgleði, sem fulikomin heilbrigði ein veitir.
Náttúrulækningastefnan lítur svo á, að forsjón lífsins
ætlist til þess, að allir séu heilbrigðir, og að hún hafi lagt
oss í hendur allt það, sem til þess þarf. Flestir sjúkdóm-
ar stafi af því, að vér brjótum lögmál þau eða skilyrði,
sem fulkomin heilbrigði er háð.
öllum vel menntuðum manneldisfræðingum kemur