Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 12
10
HEILSUVERND
un lil að ófrægja gerilsneyddu mjólkina, heldur vegna
þess, að þær eru ekki aðeins sögur af dýraungviðura.
Þær eru jafnframt sögur flestra ungbarna hér i Reykja-
vik og viðar. Fæstar niæður geta gefið börnum sínum
brjóst nema nokkrar vikur og suraar alls ekki. Þá eru
ekki önnur ráð til en þau, að gefa þessum börnum sam-
lagsmjólk. Hún er gerilsneydd og oft orðin 2—4 sólar-
hringa gömul. Slík ungbarnafæða getur ekki reynzt
vænleg til að ala upp hrausta kynslóð. Fyrst kálfurinn
þrífst ekki á henni, þótt kúamjólkin sé hans rétta fæða,
þá er ekki von til þess, að ungbarnið haldi fullri heilsu
af henni.
Nútíðarfæða barna veldur sjúkdómum. Það reynist
líka svo, að þegar á fyrsta ári og fyrstu árum er lagðiir
grundvöllur að allskonar heilsuleysi barnanna. Fyrstu
einkenni þess eru lin bein eða beinkröm á lágu stigi,
þroti í slímhúðum nefs og koks, bólgnir kokkirtlar;
tregar hægðir fá sum börn fyrstu vikurnar, sem þau
lifa, og síðan verða meiri brögð að þeim, ef ekki er gert
að með réttu mataræði. Mjólkurtennur flestra barna
skemmast oftast, svo að áberandi er. Það er ekki fágætt,
að taka þarf botnlangann úr unglingum og börnum. Það
er sorgleg en sönn saga, að fjöldi barná og unglinga eru
haldin meltingartruflunum. Og það hefði sannazt, ef
hér hefði verið herútboð, eins og i nágrannalöndunum,
að orðið hefði úrgangssamt liðið. Fjöldi ungra manna
hafa magasár og taka sjaldan á heilum sér. Svo taka
við gigtarsjúkdómar, húðkvillar og svo röð af margs-
konar kvillum.
Það er sannað mál, meðal annars af tilraunum Mac-
Carrisons, sem getið var áðan, að meginorsakanna til
kvillasemi menningarþjóðanna er að leita i ófullkom-
inni næringu, dauðri og efnasnauðri. Það er ekki skort-
ur á hitaeiningum, sem ógæfunni veldur, heldúr oft hið
gagnstæða, of margar hitaeiningar, ofeldi. Fæða allra
manna, ekki sizt barnanna, þarf að vera lifandi, jafn-