Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 12
10 HEILSUVERND un lil að ófrægja gerilsneyddu mjólkina, heldur vegna þess, að þær eru ekki aðeins sögur af dýraungviðura. Þær eru jafnframt sögur flestra ungbarna hér i Reykja- vik og viðar. Fæstar niæður geta gefið börnum sínum brjóst nema nokkrar vikur og suraar alls ekki. Þá eru ekki önnur ráð til en þau, að gefa þessum börnum sam- lagsmjólk. Hún er gerilsneydd og oft orðin 2—4 sólar- hringa gömul. Slík ungbarnafæða getur ekki reynzt vænleg til að ala upp hrausta kynslóð. Fyrst kálfurinn þrífst ekki á henni, þótt kúamjólkin sé hans rétta fæða, þá er ekki von til þess, að ungbarnið haldi fullri heilsu af henni. Nútíðarfæða barna veldur sjúkdómum. Það reynist líka svo, að þegar á fyrsta ári og fyrstu árum er lagðiir grundvöllur að allskonar heilsuleysi barnanna. Fyrstu einkenni þess eru lin bein eða beinkröm á lágu stigi, þroti í slímhúðum nefs og koks, bólgnir kokkirtlar; tregar hægðir fá sum börn fyrstu vikurnar, sem þau lifa, og síðan verða meiri brögð að þeim, ef ekki er gert að með réttu mataræði. Mjólkurtennur flestra barna skemmast oftast, svo að áberandi er. Það er ekki fágætt, að taka þarf botnlangann úr unglingum og börnum. Það er sorgleg en sönn saga, að fjöldi barná og unglinga eru haldin meltingartruflunum. Og það hefði sannazt, ef hér hefði verið herútboð, eins og i nágrannalöndunum, að orðið hefði úrgangssamt liðið. Fjöldi ungra manna hafa magasár og taka sjaldan á heilum sér. Svo taka við gigtarsjúkdómar, húðkvillar og svo röð af margs- konar kvillum. Það er sannað mál, meðal annars af tilraunum Mac- Carrisons, sem getið var áðan, að meginorsakanna til kvillasemi menningarþjóðanna er að leita i ófullkom- inni næringu, dauðri og efnasnauðri. Það er ekki skort- ur á hitaeiningum, sem ógæfunni veldur, heldúr oft hið gagnstæða, of margar hitaeiningar, ofeldi. Fæða allra manna, ekki sizt barnanna, þarf að vera lifandi, jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.