Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 15
HEILSUVERND
13
Síður en svo. Enginn skyldi h.eldur halda, að konuf,
sem vanala sig á kúnstfæði, svo að lieilsa þeirra lætur
á sjá, framleiði í brjóstum sér fullkomna mjólk lianda
börnum sínum. En þar tekur bara sú líknsama móðir
Náttúra oft í taumana. Hún sviptir konuna mjólkinni,
til þess að bjarga heilsu barnsins.
Sérhyggja — Samhyggja. Um.kuna er nokkuð öðru máli
að gegna. Hagsmunahyggja mjólkurframleiðandans
krefst meiri mjólkur, og fóðurvísindi nútímans kunna
ráð til þess að taka mjólkina með valdi. En það kost'ar
kúna oft og einatt heilsuna eða lífið, og gengur alltaf út
yfir mjólkurgæðin. Þetta eru því vafasöm vísindi og
vafasöm hagfræði.
Það er ekki nýtt, að liagsmunahyggjan og heilbrigðin
eigi ekki samleið, heldur stefni sitt í hvora áttina. Hags-
munahyggjan liggur oft norður og niður út í myrkur
ósamræmis og dauða. Lífið sjálft, náttúrleg beilbrigði
og þroski byggist á „sjmibiosis“ eða samhyggju og sam-
vinnu allra fruma og allra líffæra likamans á svipað-
an hátt og velferð eins þjóðfélags er komin undir óeig-
ingjarnri samvinnu allra einstaklinga þess. A hinn
bóginn er það hin skefjalausa sérhyggja, sem skapar
sjúkdóma' eins og krabbameinið.
Sjúkdómar yfirleitt eru bein afleiðing þess ósamræm-
is,- sem skapast við það að brjóta það lögmál og þau
takmörk, sem náttúran sjálf hefir alið allt lif upp við.
Og hvergi hafa menningarþjóðirnar brotið þetta lög-
mál eins freklega og á sviði næringarinnar. Þar er mik-
ilvægasta framtíðarverkefni læknisfræðinnar. Hún héfir
um of snúið sér að sjúkdómseinkennum, í stað þess að
ráðast að orsökunum. A þessu þarf að verða gagnger
breyting. Þá fyrst er tekin rétt stefna að höfuðmarkmiði
læknisfræðinnar: útrýmingu sjúkdómanna, auknu lífs-
tápi, þreki og þroska allra manna fullkominni heil-
brigði.
Ritað í júní 1M5.