Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 36
34
HEILSUVERND
grænmeti. Einu sinni eða tvisvar í viku fæ ég mér ofur-
lítinn bita af nautasteik, lítið steiktan. Og á hverjum degi
geng ég út í þrjá klukkutíma, í hvaða veðri sem er . .. .“
Hin sagan er af manni, W,ayne L. Taylor að nafni, og
líkist að mörgu leyti sögu Miss Micliaels. Taylor varð
þess var dag nokkurn, er hann kom heim til sín, að hann
var farinn að missa sjön. Á stuttum tima hrakaði sjón
hans svo mjög, að hann gat ekki orðið greint karlmann
frá kvenmanni í fimm skrefa fjarlægð.
Hann var búinn að ganga á milli margra lækna. Þeir
höfðu mælt blóðþiýstinginn, rannsakað hjarta, lifur,
nýru og Iungu, og fundu hvergi neitt að. Þá var það
einn læknirinn, sem stóð á því fastara en fótunum, að
þetta kæmi út frá tönnunum. Tannlæknir Taylors sagði,
að ekkert væri að tönnunum, en liann fór samt að ráð-
um hins læknisins og lét draga úr sér allar tennurnar.
Þetta kom að engu gagni. Og sama varð uppi á ten-
ingnum, þegar Taylor lét taka úr sér hálskirtlana, eft-
ir ráðum annars læknis! Á sjónleysinu varð engin hót
ráðin. Og Taylor var orðinn eins vonlaus, sljór og sinnu-
laus og Miss Michaels, þegar liann heyrði talað um
lækni, sem var talinn snillingur af sumum stéttarbræðr-
um sínum, en aðrir álitu hann hálfærðan — liklega að-
allega vegna þess, að hann fékkst aldrei til að gefa
meðul.
Taylor var búinn að fá meira en nóg af meðulum.
Honum hafði verið sagt, að hann væri ólæknandi, svo
að hann hugsaði sem svö, að engu væri spillt, þótt hann
færi að finna þennan Brown lækni.
Hann fór til Browns, sem sagði honum, að sjúkdóm-
urinn stafaði af tregum hægðum. Hann hefði meðal
annars tekið þátt í alltof mörgum dýrindis átveizlum,
haft of litla lireyfingu og útivist og eitrað likama sinn
þannig smátt og' smátt, og að eitrunin stafaði aðallega
út frá ristlinum.