Heilsuvernd - 01.04.1946, Blaðsíða 38
36
HEILSUVERND
að plægja. Og frá þeirri stundu féll mér aldrei verk
úr hendi.
Ég vann 12 til 16 tima á dag. Ég svaf eins og steinn
alla nóttina og vaknaði liress og skýr í hugsun að
morgni, og stundum fór ég á fætur og byrjaði að vinna
klukkan 4.
Brown læknir hafði lagt mikla áherzlu á, að ég drykki
mikið af aldinsafa og einnig safa úr allskonar græn-
meti, en í þessu er mjög mikið af þeim málmsöltum
og fjörefnum, sem nútímafæða er almennt svipt. Ég
drakk daglega liálfpott af safa úr höfuðsalati, spínati
og gulrótum og álika mikið af aldinsafa. Ég ræktaði
sjálfur nóg grænmeti, og ávextina, epli, perur, kirsuber
og vínber fékk ég frá torgi næsta bæjar.
Eftir sex mánuði var ég orðinn svo góður í augunum,
að ég gat lesið blöðin. Tveimur mánuðum síðar gat ég
aftur sezt við stýrið í bilnum mínum, og áður en árið
var á enda, var ég orðinn betri í augunum en nokkru
sinni fyrr.“
(B. L. J. þýddi úr „Fysisk Kultur“, 1939).
Mataræði cg berklar.
Dr. Överland, læknir viS liðsforingjaskóla i Þrándheiini, skýr-
ir svo frá, aS frá 1901—24 hafi 3%—6% af nemendum sýkzt af
berklum, en frá 1925—33 aSeins 0,5%. Þakkar hann þetta gagn-
gerSum breytingum, sem gerSar voru á mataræSi í skólanum
áriS 1925. (Úr „Nyere Erfaringer med Tuberkulosekost“, 1935,
eftir Hindhede).
Gróft brauð og náttúrulækningar.
Prófessor von NoQrden, frægur þýskur læknir og vísindamaður,
segir: „Ég efast ekki um, aS náttúrulæknar eigi hinn góSa árang-
ur sinn aS verulegu leyti þvi aS þakka, hve mikiS þeir nota af
grófu hýSisbrauSi handa sjúklingum sínum. AS vísu hefir þetta
brauS valdiS tjóni í sumum tilfellum, og gerir þaS enn. En þau
tilfelli eru liverfandi fá í samanburSi viS hin, þar sem brauSiS
gerir gagn“. (Úr 10. Beretning, Tiltæg, eftir Hindliede).